Um fúsk og óráðsíu háskólaráðherra Geir Sigurðsson skrifar 11. febrúar 2023 08:01 Háskóla Íslands vantar milljarð til að ná endum saman á þessu ári vegna niðurskurðar háskólastigsins. Ljóst er að niðurskurðurinn muni draga úr getu háskólanna til að sækja fram – sem jafnframt mun hafa afleiðingar fyrir sóknarfæri lands og þjóðar til framtíðar. En hvernig bregðast stjórnmálamenn við þessari stöðu, t.d. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem ætti að bera hag háskólanna fyrir brjósti og ekki síst reyna að skilja hvar skóinn kreppir að? Jú, hún tekur heila tvo milljarða úr háskólastiginu til að setja í illa útfærð verkefni sem ætlað er að stuðla að „auknu samstarfi háskólanna“. Hún segir: „Já, ég ákvað í upphafi að reyna að horfa til þess fjármagns sem nú þegar væru í kerfinu og sjá hvar væru tækifæri til að gera betur og þetta fjármagn var í rauninni innan háskólaliðarins. Ég vildi gera gagnsærri jafnræði og hafa meiri hvata til samstarfs.“ (RÚV 12. janúar 2023) Er það „gagnsærra jafnræði“ að taka stóran skerf úr rekstri háskólastigs sem verið hefur fjársvelt í áraraðir og setja í verkefni sem eðli sínu samkvæmt geta einungis farið fram á fáeinum sviðum? Hér má t.d. nefna að hug- og félagsvísindi finnast aðeins í mýflugumynd á Íslandi í öðrum skólum en Háskóla Íslands og því litlir möguleikar á veigamiklu samstarfi við aðra háskóla á þeim sviðum. Langvarandi fjársvelti við Háskóla Íslands hefur valdið því að á Hugvísindasviði hefur á annan áratug verið í gildi vinnumatskerfi sem neyðir akademískt starfsfólk til að taka að sér meiri kennslubyrði en á öðrum sviðum HÍ og í öðrum háskólum. Þetta langskólagengna fólk með alla sína einstöku þekkingu sem undir venjulegum kringumstæðum brennir fyrir því sem það tekur sér fyrir hendur er nú sjálft við það að brenna út eftir ranglátt vinnuálag til fjölda ára. Og nú verður vont enn verra. Hvernig er hægt að taka sér til munns orðið „jafnræði“ þegar sumt akademískt starfsfólk hefur þurft að sætta sig við verri kjör og erfiðari starfsaðstæður en almennt gengur og gerist vegna óviðunandi fjárveitinga frá ríkinu til fjölda ára? Byrjum frekar á réttum enda og komum fyrst á raunverulegu jafnræði í háskólum landsins. Nei, á Íslandi virðist alltaf þurfa að setja vagninn fyrir hestinn til að kitla hégómagirnd einstakra stjórnmálamanna. Ekki síst er tímasetningin með öllu óskiljanleg; ekki myndi líðast meðal ábyrgra stjórnmálamanna í siðmenntuðum ríkjum að taka fjármagn úr rekstri fjársvelts háskólastigs til að setja í óskýr verkefni! Hér er ófagmannlega að verki staðið. Og hvernig fór svo umsóknarferlið fram? Ráðuneytið veitti engar upplýsingar lengi vel þar til skyndilega gáfust örfáir dagar til að kasta í umsókn. Allir hlupu upp til handa og fóta, allir háskólar reyndu að krækja sér í bita, reynt var að finna bara upp á „einhverju“ sæmilega sannfærandi sem hægt væri að sækja um með nokkurra daga fyrirvara. Niðurstaðan lét ekki á sér standa. Mörg verkefni sem fá úthlutun upp á marga tugi milljóna eru afmörkuð, óljós og virðast svo gerræðisleg að ekki getur talist líklegt að þau muni nokkru skila, enda lítill tími gefinn til að ígrunda umsóknirnar. Var engin athugasemd gerð á Alþingi við að hér væru teknir fjármunir úr daglegum rekstri háskólanna til að færa þeim sem slyngir eru í gerð umsókna? Fór engin umræða fram um þessa ákvörðun? Er ráðherra einráð í því hvernig fjármunum háskólastigsins er varið? Eða tókst henni jafnvel að fá þingmenn til að trúa því að þetta væri aukafjárveiting? Flestir virðast halda það, enda hafa fréttir ráðuneytisins af sjóðnum gefið það sterklega í skyn. En þetta er vitnisburður um fúsk og illa meðferð á fjármagni sem háskólarnir, þá sérstaklega hinir ríkisreknu, hafa brýna þörf fyrir til að halda uppi eðlilegum og heilbrigðum daglegum rekstri. Höfundur er deildarforseti mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Háskóla Íslands vantar milljarð til að ná endum saman á þessu ári vegna niðurskurðar háskólastigsins. Ljóst er að niðurskurðurinn muni draga úr getu háskólanna til að sækja fram – sem jafnframt mun hafa afleiðingar fyrir sóknarfæri lands og þjóðar til framtíðar. En hvernig bregðast stjórnmálamenn við þessari stöðu, t.d. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem ætti að bera hag háskólanna fyrir brjósti og ekki síst reyna að skilja hvar skóinn kreppir að? Jú, hún tekur heila tvo milljarða úr háskólastiginu til að setja í illa útfærð verkefni sem ætlað er að stuðla að „auknu samstarfi háskólanna“. Hún segir: „Já, ég ákvað í upphafi að reyna að horfa til þess fjármagns sem nú þegar væru í kerfinu og sjá hvar væru tækifæri til að gera betur og þetta fjármagn var í rauninni innan háskólaliðarins. Ég vildi gera gagnsærri jafnræði og hafa meiri hvata til samstarfs.“ (RÚV 12. janúar 2023) Er það „gagnsærra jafnræði“ að taka stóran skerf úr rekstri háskólastigs sem verið hefur fjársvelt í áraraðir og setja í verkefni sem eðli sínu samkvæmt geta einungis farið fram á fáeinum sviðum? Hér má t.d. nefna að hug- og félagsvísindi finnast aðeins í mýflugumynd á Íslandi í öðrum skólum en Háskóla Íslands og því litlir möguleikar á veigamiklu samstarfi við aðra háskóla á þeim sviðum. Langvarandi fjársvelti við Háskóla Íslands hefur valdið því að á Hugvísindasviði hefur á annan áratug verið í gildi vinnumatskerfi sem neyðir akademískt starfsfólk til að taka að sér meiri kennslubyrði en á öðrum sviðum HÍ og í öðrum háskólum. Þetta langskólagengna fólk með alla sína einstöku þekkingu sem undir venjulegum kringumstæðum brennir fyrir því sem það tekur sér fyrir hendur er nú sjálft við það að brenna út eftir ranglátt vinnuálag til fjölda ára. Og nú verður vont enn verra. Hvernig er hægt að taka sér til munns orðið „jafnræði“ þegar sumt akademískt starfsfólk hefur þurft að sætta sig við verri kjör og erfiðari starfsaðstæður en almennt gengur og gerist vegna óviðunandi fjárveitinga frá ríkinu til fjölda ára? Byrjum frekar á réttum enda og komum fyrst á raunverulegu jafnræði í háskólum landsins. Nei, á Íslandi virðist alltaf þurfa að setja vagninn fyrir hestinn til að kitla hégómagirnd einstakra stjórnmálamanna. Ekki síst er tímasetningin með öllu óskiljanleg; ekki myndi líðast meðal ábyrgra stjórnmálamanna í siðmenntuðum ríkjum að taka fjármagn úr rekstri fjársvelts háskólastigs til að setja í óskýr verkefni! Hér er ófagmannlega að verki staðið. Og hvernig fór svo umsóknarferlið fram? Ráðuneytið veitti engar upplýsingar lengi vel þar til skyndilega gáfust örfáir dagar til að kasta í umsókn. Allir hlupu upp til handa og fóta, allir háskólar reyndu að krækja sér í bita, reynt var að finna bara upp á „einhverju“ sæmilega sannfærandi sem hægt væri að sækja um með nokkurra daga fyrirvara. Niðurstaðan lét ekki á sér standa. Mörg verkefni sem fá úthlutun upp á marga tugi milljóna eru afmörkuð, óljós og virðast svo gerræðisleg að ekki getur talist líklegt að þau muni nokkru skila, enda lítill tími gefinn til að ígrunda umsóknirnar. Var engin athugasemd gerð á Alþingi við að hér væru teknir fjármunir úr daglegum rekstri háskólanna til að færa þeim sem slyngir eru í gerð umsókna? Fór engin umræða fram um þessa ákvörðun? Er ráðherra einráð í því hvernig fjármunum háskólastigsins er varið? Eða tókst henni jafnvel að fá þingmenn til að trúa því að þetta væri aukafjárveiting? Flestir virðast halda það, enda hafa fréttir ráðuneytisins af sjóðnum gefið það sterklega í skyn. En þetta er vitnisburður um fúsk og illa meðferð á fjármagni sem háskólarnir, þá sérstaklega hinir ríkisreknu, hafa brýna þörf fyrir til að halda uppi eðlilegum og heilbrigðum daglegum rekstri. Höfundur er deildarforseti mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun