Um fúsk og óráðsíu háskólaráðherra Geir Sigurðsson skrifar 11. febrúar 2023 08:01 Háskóla Íslands vantar milljarð til að ná endum saman á þessu ári vegna niðurskurðar háskólastigsins. Ljóst er að niðurskurðurinn muni draga úr getu háskólanna til að sækja fram – sem jafnframt mun hafa afleiðingar fyrir sóknarfæri lands og þjóðar til framtíðar. En hvernig bregðast stjórnmálamenn við þessari stöðu, t.d. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem ætti að bera hag háskólanna fyrir brjósti og ekki síst reyna að skilja hvar skóinn kreppir að? Jú, hún tekur heila tvo milljarða úr háskólastiginu til að setja í illa útfærð verkefni sem ætlað er að stuðla að „auknu samstarfi háskólanna“. Hún segir: „Já, ég ákvað í upphafi að reyna að horfa til þess fjármagns sem nú þegar væru í kerfinu og sjá hvar væru tækifæri til að gera betur og þetta fjármagn var í rauninni innan háskólaliðarins. Ég vildi gera gagnsærri jafnræði og hafa meiri hvata til samstarfs.“ (RÚV 12. janúar 2023) Er það „gagnsærra jafnræði“ að taka stóran skerf úr rekstri háskólastigs sem verið hefur fjársvelt í áraraðir og setja í verkefni sem eðli sínu samkvæmt geta einungis farið fram á fáeinum sviðum? Hér má t.d. nefna að hug- og félagsvísindi finnast aðeins í mýflugumynd á Íslandi í öðrum skólum en Háskóla Íslands og því litlir möguleikar á veigamiklu samstarfi við aðra háskóla á þeim sviðum. Langvarandi fjársvelti við Háskóla Íslands hefur valdið því að á Hugvísindasviði hefur á annan áratug verið í gildi vinnumatskerfi sem neyðir akademískt starfsfólk til að taka að sér meiri kennslubyrði en á öðrum sviðum HÍ og í öðrum háskólum. Þetta langskólagengna fólk með alla sína einstöku þekkingu sem undir venjulegum kringumstæðum brennir fyrir því sem það tekur sér fyrir hendur er nú sjálft við það að brenna út eftir ranglátt vinnuálag til fjölda ára. Og nú verður vont enn verra. Hvernig er hægt að taka sér til munns orðið „jafnræði“ þegar sumt akademískt starfsfólk hefur þurft að sætta sig við verri kjör og erfiðari starfsaðstæður en almennt gengur og gerist vegna óviðunandi fjárveitinga frá ríkinu til fjölda ára? Byrjum frekar á réttum enda og komum fyrst á raunverulegu jafnræði í háskólum landsins. Nei, á Íslandi virðist alltaf þurfa að setja vagninn fyrir hestinn til að kitla hégómagirnd einstakra stjórnmálamanna. Ekki síst er tímasetningin með öllu óskiljanleg; ekki myndi líðast meðal ábyrgra stjórnmálamanna í siðmenntuðum ríkjum að taka fjármagn úr rekstri fjársvelts háskólastigs til að setja í óskýr verkefni! Hér er ófagmannlega að verki staðið. Og hvernig fór svo umsóknarferlið fram? Ráðuneytið veitti engar upplýsingar lengi vel þar til skyndilega gáfust örfáir dagar til að kasta í umsókn. Allir hlupu upp til handa og fóta, allir háskólar reyndu að krækja sér í bita, reynt var að finna bara upp á „einhverju“ sæmilega sannfærandi sem hægt væri að sækja um með nokkurra daga fyrirvara. Niðurstaðan lét ekki á sér standa. Mörg verkefni sem fá úthlutun upp á marga tugi milljóna eru afmörkuð, óljós og virðast svo gerræðisleg að ekki getur talist líklegt að þau muni nokkru skila, enda lítill tími gefinn til að ígrunda umsóknirnar. Var engin athugasemd gerð á Alþingi við að hér væru teknir fjármunir úr daglegum rekstri háskólanna til að færa þeim sem slyngir eru í gerð umsókna? Fór engin umræða fram um þessa ákvörðun? Er ráðherra einráð í því hvernig fjármunum háskólastigsins er varið? Eða tókst henni jafnvel að fá þingmenn til að trúa því að þetta væri aukafjárveiting? Flestir virðast halda það, enda hafa fréttir ráðuneytisins af sjóðnum gefið það sterklega í skyn. En þetta er vitnisburður um fúsk og illa meðferð á fjármagni sem háskólarnir, þá sérstaklega hinir ríkisreknu, hafa brýna þörf fyrir til að halda uppi eðlilegum og heilbrigðum daglegum rekstri. Höfundur er deildarforseti mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóla Íslands vantar milljarð til að ná endum saman á þessu ári vegna niðurskurðar háskólastigsins. Ljóst er að niðurskurðurinn muni draga úr getu háskólanna til að sækja fram – sem jafnframt mun hafa afleiðingar fyrir sóknarfæri lands og þjóðar til framtíðar. En hvernig bregðast stjórnmálamenn við þessari stöðu, t.d. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem ætti að bera hag háskólanna fyrir brjósti og ekki síst reyna að skilja hvar skóinn kreppir að? Jú, hún tekur heila tvo milljarða úr háskólastiginu til að setja í illa útfærð verkefni sem ætlað er að stuðla að „auknu samstarfi háskólanna“. Hún segir: „Já, ég ákvað í upphafi að reyna að horfa til þess fjármagns sem nú þegar væru í kerfinu og sjá hvar væru tækifæri til að gera betur og þetta fjármagn var í rauninni innan háskólaliðarins. Ég vildi gera gagnsærri jafnræði og hafa meiri hvata til samstarfs.“ (RÚV 12. janúar 2023) Er það „gagnsærra jafnræði“ að taka stóran skerf úr rekstri háskólastigs sem verið hefur fjársvelt í áraraðir og setja í verkefni sem eðli sínu samkvæmt geta einungis farið fram á fáeinum sviðum? Hér má t.d. nefna að hug- og félagsvísindi finnast aðeins í mýflugumynd á Íslandi í öðrum skólum en Háskóla Íslands og því litlir möguleikar á veigamiklu samstarfi við aðra háskóla á þeim sviðum. Langvarandi fjársvelti við Háskóla Íslands hefur valdið því að á Hugvísindasviði hefur á annan áratug verið í gildi vinnumatskerfi sem neyðir akademískt starfsfólk til að taka að sér meiri kennslubyrði en á öðrum sviðum HÍ og í öðrum háskólum. Þetta langskólagengna fólk með alla sína einstöku þekkingu sem undir venjulegum kringumstæðum brennir fyrir því sem það tekur sér fyrir hendur er nú sjálft við það að brenna út eftir ranglátt vinnuálag til fjölda ára. Og nú verður vont enn verra. Hvernig er hægt að taka sér til munns orðið „jafnræði“ þegar sumt akademískt starfsfólk hefur þurft að sætta sig við verri kjör og erfiðari starfsaðstæður en almennt gengur og gerist vegna óviðunandi fjárveitinga frá ríkinu til fjölda ára? Byrjum frekar á réttum enda og komum fyrst á raunverulegu jafnræði í háskólum landsins. Nei, á Íslandi virðist alltaf þurfa að setja vagninn fyrir hestinn til að kitla hégómagirnd einstakra stjórnmálamanna. Ekki síst er tímasetningin með öllu óskiljanleg; ekki myndi líðast meðal ábyrgra stjórnmálamanna í siðmenntuðum ríkjum að taka fjármagn úr rekstri fjársvelts háskólastigs til að setja í óskýr verkefni! Hér er ófagmannlega að verki staðið. Og hvernig fór svo umsóknarferlið fram? Ráðuneytið veitti engar upplýsingar lengi vel þar til skyndilega gáfust örfáir dagar til að kasta í umsókn. Allir hlupu upp til handa og fóta, allir háskólar reyndu að krækja sér í bita, reynt var að finna bara upp á „einhverju“ sæmilega sannfærandi sem hægt væri að sækja um með nokkurra daga fyrirvara. Niðurstaðan lét ekki á sér standa. Mörg verkefni sem fá úthlutun upp á marga tugi milljóna eru afmörkuð, óljós og virðast svo gerræðisleg að ekki getur talist líklegt að þau muni nokkru skila, enda lítill tími gefinn til að ígrunda umsóknirnar. Var engin athugasemd gerð á Alþingi við að hér væru teknir fjármunir úr daglegum rekstri háskólanna til að færa þeim sem slyngir eru í gerð umsókna? Fór engin umræða fram um þessa ákvörðun? Er ráðherra einráð í því hvernig fjármunum háskólastigsins er varið? Eða tókst henni jafnvel að fá þingmenn til að trúa því að þetta væri aukafjárveiting? Flestir virðast halda það, enda hafa fréttir ráðuneytisins af sjóðnum gefið það sterklega í skyn. En þetta er vitnisburður um fúsk og illa meðferð á fjármagni sem háskólarnir, þá sérstaklega hinir ríkisreknu, hafa brýna þörf fyrir til að halda uppi eðlilegum og heilbrigðum daglegum rekstri. Höfundur er deildarforseti mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun