Yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn Siggeir F. Ævarsson skrifar 10. febrúar 2023 22:56 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga í Subway-deild karla, var að vonum ósáttur í leikslok þar sem hans menn töpuðu stórt gegn grönnum sínum úr Njarðvík, lokatölur 71-94. Jóhann tók undir orð blaðamanns að fyrri hálfleikurinn hefði reynst þeim dýr þar sem mikið vantaði uppá frammistöðu hans manna á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Við grófum okkur djúpa holu í fyrri hálfeik. Gerðum góða tilraun til að koma til baka í þeim seinni. En þetta er ansi gott Njarðvíkurlið, og yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn. Það hefur alltaf verið þannig og var þannig í kvöld.“ Grindvíkinga virtist skorta bæði orku og áræðni í sínum aðgerðum. Aðspurður sagðist Jóhann einfaldlega ekki vita hvernig það gerist, enda ef hann vissi það hefði leikurinn sennilega þróast allt öðruvísi. Hans menn virtust hreinlega ekki hafa trú á verkefninu og því sem lagt var upp með fyrir leik. Vísir/Hulda Margrét „Ef ég vissi það maður. Ég hef bara engin svör við því. En sem þjálfari þá er ég mjög svekktur yfir því að við leggjum leikinn upp og erum með ákveðið prógram í gangi en það er einhvern veginn eins og menn trúi ekki á það sem við erum að leggja fram. Svo kemur þarna smá neisti í seinni en þegar við þurfum að vera klárir þá voru menn í einhverjum hetjuleik. En þetta er gott Njarðvíkurlið, bara hrós á þá. Eins og staðan er í dag eru þeir talsvert betri en við.“ Nú er pakkinn í neðri hluta deildarinnar orðinn ansi þéttur. Það er stutt upp en jafnvel styttra niður. „Þetta er bara grafalvarlegt mál. Eins og umferðin fer núna þá eru öll liðin fyrir neðan okkur að vinna og við erum með allt í skrúfunni ennþá. Við þurfum að fara að leggjast yfir þetta, maður er svo sem að því alla daga en við þurfum að fara að setja stig á töfluna. Það er alveg ljóst.“ Það þýðir lítið fyrir Grindvíkinga að svekkja sig um of á þessum úrslitum. Er það ekki bara gamla klisjan, áfram gakk? „Það er enginn uppgjöf eða neitt þannig. Við bara höldum okkar striki. Það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þurfa að vera til staðar til að við getum sett upp frammistöðu sem við erum sáttir við. Þetta er mjög einfalt. En það hefur vantað svolítið uppá eftir jól. Við þurfum að reyna að finna það aftur og koma okkur á rétta braut.“ Vísir/Hulda Margrét Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
„Algjörlega. Við grófum okkur djúpa holu í fyrri hálfeik. Gerðum góða tilraun til að koma til baka í þeim seinni. En þetta er ansi gott Njarðvíkurlið, og yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn. Það hefur alltaf verið þannig og var þannig í kvöld.“ Grindvíkinga virtist skorta bæði orku og áræðni í sínum aðgerðum. Aðspurður sagðist Jóhann einfaldlega ekki vita hvernig það gerist, enda ef hann vissi það hefði leikurinn sennilega þróast allt öðruvísi. Hans menn virtust hreinlega ekki hafa trú á verkefninu og því sem lagt var upp með fyrir leik. Vísir/Hulda Margrét „Ef ég vissi það maður. Ég hef bara engin svör við því. En sem þjálfari þá er ég mjög svekktur yfir því að við leggjum leikinn upp og erum með ákveðið prógram í gangi en það er einhvern veginn eins og menn trúi ekki á það sem við erum að leggja fram. Svo kemur þarna smá neisti í seinni en þegar við þurfum að vera klárir þá voru menn í einhverjum hetjuleik. En þetta er gott Njarðvíkurlið, bara hrós á þá. Eins og staðan er í dag eru þeir talsvert betri en við.“ Nú er pakkinn í neðri hluta deildarinnar orðinn ansi þéttur. Það er stutt upp en jafnvel styttra niður. „Þetta er bara grafalvarlegt mál. Eins og umferðin fer núna þá eru öll liðin fyrir neðan okkur að vinna og við erum með allt í skrúfunni ennþá. Við þurfum að fara að leggjast yfir þetta, maður er svo sem að því alla daga en við þurfum að fara að setja stig á töfluna. Það er alveg ljóst.“ Það þýðir lítið fyrir Grindvíkinga að svekkja sig um of á þessum úrslitum. Er það ekki bara gamla klisjan, áfram gakk? „Það er enginn uppgjöf eða neitt þannig. Við bara höldum okkar striki. Það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þurfa að vera til staðar til að við getum sett upp frammistöðu sem við erum sáttir við. Þetta er mjög einfalt. En það hefur vantað svolítið uppá eftir jól. Við þurfum að reyna að finna það aftur og koma okkur á rétta braut.“ Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum