Ég á vinkonu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 11. febrúar 2023 12:02 Ég á vinkonu. Við kynntumst í menntaskóla og eigum því vináttu sem spannar næstum 30 ár. Á þeim tíma hef ég upplifað margt og þegar ég skoða myndir af áföngum lífsins er vinkonu mína þar að finna. Hún hefur tekið þátt í gleðistundum í lífi mínu og verið til staðar þegar erfiðleikar steðja að. Það eru dýrmæt lífsgæði að eiga vinkonu. Guðsmyndir Biblíunnar eru dregnar úr reynsluheimi fólks og þær myndir sem við þekkjum best lýsa allar nánum tengslum, Guð er til dæmis faðir, sonur og vinur. Þær myndir eru í karlkyni en Biblían miðlar jöfnum höndum guðsmyndum sem eru kvenlægar. Guð er þá móðir, huggandi og nærandi, birna og assa, sem verndar afkvæmi sín, og hæna sem safnar „ungum sínum undir vængi sér“. Eina leiðin sem við getum orðað trú og trúarlegan veruleika er í gegnum myndmál, en það á við um öll fyrirbæri sem eru óræð, þar sker trúarlegt orðfræði sig ekki úr. Myndmál skiptir máli, það myndmál sem við notum til að lýsa Guði skiptir máli og við þurfum að skoða og endurskoða guðsmynd okkar og heimsmynd í gegnum ólík æviskeið. Að vera trúuð og trúaður, snýst í grunninn ekki um skoðanir eða þekkingu, heldur upplifun okkar af samhengi lífsins. Ef við viljum nálgast Guð, þá skiptir það höfuðmáli hvaða mynd við gerum okkur af Guði og hvernig að við umgöngumst þá mynd. Guðsmynd sem færir þér vind í fangið, í stað þess að færa þér vind í bakið, hana þarf að endurskoða. Guðsmynd sem gerir þér kleift að fela þig frá lífinu, í stað þess að gefa þér hugrekki til að takast á við lífið, hana þarf að endurskoða. Og guðsmynd sem dæmir þig, gagnrýnir þig, finnur að öllu sem þú gerir, í stað þess að samþykkja þig, hana þarf jafnframt að endurskoða. Nú í febrúar eru 30 ár síðan Kvennakirkjan var stofnuð, leikmannahreyfing trúaðra kvenna, sem starfað hafa undir forystu séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Áhrif Kvennakirkjunnar ná langt út fyrir raðir þeirra kvenna sem þangað sækja trúarlegt samfélag, en Auður Eir hefur í ræðu og riti haldið á lofti þeirri guðsmynd að Guð sé vinkona þeirra sem til hennar leita. Kvennaguðfræði er að sögn sr. Auðar Eirar „guðfræði sem konur skrifa um vináttu Guðs í lífi þeirra sjálfra og allri veröldinni fyrr og síðar.“ Þá guðfræði hefur Kvennakirkjan gefið út í fjölmögum bókum, sem snúa annarsvegar að ritskýringu á ritum Biblíunnar (Vinkonur og vinir Jesú: Valdir Biblíutextar á máli beggja kynja, 1999; Gamla Testamentið; Markúsarguðspjall; Postulasagan, 2021) og hisvegar að guðsmynd sem miðlar Gleði Guðs: semlæknar sektarkennd, kviða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma(2004). Framlag sr. Auðar Eirar til íslenskrar guðfræði er víðtækt og merkilegt, en fyrst og fremst er guðsmynd Kvennakirkjunnar falleg. Guð Biblíunnar er ekki karlkyns Guð. Hún er Guð handan kynja, sem lýst er með kynjuðu myndmáli. Guð er vinkona. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég á vinkonu. Við kynntumst í menntaskóla og eigum því vináttu sem spannar næstum 30 ár. Á þeim tíma hef ég upplifað margt og þegar ég skoða myndir af áföngum lífsins er vinkonu mína þar að finna. Hún hefur tekið þátt í gleðistundum í lífi mínu og verið til staðar þegar erfiðleikar steðja að. Það eru dýrmæt lífsgæði að eiga vinkonu. Guðsmyndir Biblíunnar eru dregnar úr reynsluheimi fólks og þær myndir sem við þekkjum best lýsa allar nánum tengslum, Guð er til dæmis faðir, sonur og vinur. Þær myndir eru í karlkyni en Biblían miðlar jöfnum höndum guðsmyndum sem eru kvenlægar. Guð er þá móðir, huggandi og nærandi, birna og assa, sem verndar afkvæmi sín, og hæna sem safnar „ungum sínum undir vængi sér“. Eina leiðin sem við getum orðað trú og trúarlegan veruleika er í gegnum myndmál, en það á við um öll fyrirbæri sem eru óræð, þar sker trúarlegt orðfræði sig ekki úr. Myndmál skiptir máli, það myndmál sem við notum til að lýsa Guði skiptir máli og við þurfum að skoða og endurskoða guðsmynd okkar og heimsmynd í gegnum ólík æviskeið. Að vera trúuð og trúaður, snýst í grunninn ekki um skoðanir eða þekkingu, heldur upplifun okkar af samhengi lífsins. Ef við viljum nálgast Guð, þá skiptir það höfuðmáli hvaða mynd við gerum okkur af Guði og hvernig að við umgöngumst þá mynd. Guðsmynd sem færir þér vind í fangið, í stað þess að færa þér vind í bakið, hana þarf að endurskoða. Guðsmynd sem gerir þér kleift að fela þig frá lífinu, í stað þess að gefa þér hugrekki til að takast á við lífið, hana þarf að endurskoða. Og guðsmynd sem dæmir þig, gagnrýnir þig, finnur að öllu sem þú gerir, í stað þess að samþykkja þig, hana þarf jafnframt að endurskoða. Nú í febrúar eru 30 ár síðan Kvennakirkjan var stofnuð, leikmannahreyfing trúaðra kvenna, sem starfað hafa undir forystu séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Áhrif Kvennakirkjunnar ná langt út fyrir raðir þeirra kvenna sem þangað sækja trúarlegt samfélag, en Auður Eir hefur í ræðu og riti haldið á lofti þeirri guðsmynd að Guð sé vinkona þeirra sem til hennar leita. Kvennaguðfræði er að sögn sr. Auðar Eirar „guðfræði sem konur skrifa um vináttu Guðs í lífi þeirra sjálfra og allri veröldinni fyrr og síðar.“ Þá guðfræði hefur Kvennakirkjan gefið út í fjölmögum bókum, sem snúa annarsvegar að ritskýringu á ritum Biblíunnar (Vinkonur og vinir Jesú: Valdir Biblíutextar á máli beggja kynja, 1999; Gamla Testamentið; Markúsarguðspjall; Postulasagan, 2021) og hisvegar að guðsmynd sem miðlar Gleði Guðs: semlæknar sektarkennd, kviða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma(2004). Framlag sr. Auðar Eirar til íslenskrar guðfræði er víðtækt og merkilegt, en fyrst og fremst er guðsmynd Kvennakirkjunnar falleg. Guð Biblíunnar er ekki karlkyns Guð. Hún er Guð handan kynja, sem lýst er með kynjuðu myndmáli. Guð er vinkona. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar