Sport

Víða frestað vegna veðurs

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Haukakonur komast ekki til Akureyrar í dag.
Haukakonur komast ekki til Akureyrar í dag. vísir/hulda margrét

Lægðir ganga af miklum krafti yfir landið og hefur veðrið áhrif á nokkra af fyrirhuguðum íþróttaviðburðum helgarinnar.

Leik KA/Þ​órs og Hauka í Olís deild kvenna sem fram átti að fara í dag á Ak­ur­eyri hef­ur verið frestað.

Nýr leik­dag­ur hef­ur verið fund­inn en leik­ur­inn mun fara fram á miðviku­dag­inn kem­ur klukk­an 17:30.

Suðurlandsslag ÍBV og Selfoss í Olís deild karla hefur einnig verið frestað og stefnt að því að spila leikinn á morgun.

Þá hefur leik Vals og Selfoss í Lengjubikarnum sem fram átti að fara á Origo vellinum að Hlíðarenda í dag verið frestað. Sömu sögu er að segja af viðureign sömu félaga í Olís deild kvenna sem fyrirhugaður var á Selfossi í kvöld en verður spilaður á mánudag.


Tengdar fréttir

Gera megi ráð fyrir mjög öflugum hviðum

Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun vegna hvassviðris. Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir og samhæfingarstöð verður virkjuð klukkan 12:00 á morgun. Veðurfræðingur biður fólk um að sýna aðgát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×