Íslensk táknmál er “þjóðtunga” döff Íslendinga Júlía Guðný Hreinsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 16:00 Dagur íslenska táknmálsins (ÍTM) er þann 11. febrúar, sama dag og afmæli Félags heyrnarlausra. Árið 2011 tóku gildi lög um stöðu íslenskrar tungu og ÍTM. Samkvæmt þeim er íslenska og íslenskt táknmál jafnrétthá til tjáningar og samskipta manna í milli. Þar kemur jafnframt fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Íslensk táknmál er á sama hátt „þjóðtunga“ um 300 döff íslendinga. Íslenskt táknmál er ekki alþjóðlegt mál heldur sérstakt fyrir Ísland, líkt og önnur tungumál eru ólík á milli landa. Í grein eftir Valgerði Stefánsdóttur sem birtist í Ritinu nú í upphafi árs kemur fram hvernig íslenskt táknmál varð til. Valgerður vísar til þess hvernig alls staðar í heiminum fari sama ferlið af stað þegar heyrnarlaust fólk kemur saman; látbragð verði að tákni og binst í málkerfi með öðrum táknum. Ekki taki nema nokkrar kynslóðir þar til það sé orðið að venjubundnu táknmáli. Það var þegar heyrnarlausum börnum var safnað saman í heimavistarskóla að þau gátu átt félagsleg samskipti, sem leiddu til þess að mál varð til stig af stigi með hverri nýrri kynslóð. Hér á Íslandi byrjaði íslenska táknmálið sem talað er í dag ekki að þróast fyrr en eftir 1944 í Heyrnleysingjaskólanum. Hvers kyns notkun tákna og táknmála var bönnuð í Heyrnleysingjaskólanum eins og víðast hvar í heiminum á þessum tíma og allt fram til ársins 1980. Til þess að táknmál þróist áfram þarf samfélag og var Félag heyrnarlausra mikilvægur vettvangur til þess að skapa samfélag döff fólks og menningu (Valgerður Stefánsdóttir, ritid.hi.is/index.php/ritid) Ég er döff og á döff tvíburabróður. Við erum hluti af stærsta árgangi döff sem fæðst hefur á Íslandi en á árinu 1964 fæddust 34 döff börn vegna rauðu hunda faraldurs. Frá 4 ára aldri vorum við, ásamt döff börnum alls staðar að af landinu, skólaskyld í Heyrnleysingjaskólanum. Við komum í skólann með einhvers konar heimatáknmál en kunnum hvorki íslensku né íslenskt táknmál. Börn utan af landi bjuggu í heimavist skólans og þar þróaðist íslenska táknmálið. Við ´64 hópurinn umgengumst eldri kynslóðir döff úti í garði skólans í frímínútum, af þeim lærðum við málið og þar notuðum við það okkar á milli. Íslenskt táknmál er dæmi um sjálfsprottið mál sem varð til í í samfélagi döff fólks án þess að hafa orðið fyrir áhrifum frá öðrum tungumálum.Sjón veitir samskonar skynörvun í máli eins og heyrn og heilinn vinnur eins með táknmál og raddmál. Þannig tengist hugsun og mál og eru háð hvort öðru á nákvæmlega sama hátt og er unnið með bæði raddmál og táknmál, í sömu málstöðvum heilans. Við döff fólk kynnum okkur sem döff, málminnihlutahóp sem á náttúrulegt tungumál – íslenskt táknmál, sérstaka sögu og menningu en heyrnarstaða okkar skiptir okkur ekki máli. Höfundur er fagstjóri kennslu og táknmálskennari á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenska táknmálsins (ÍTM) er þann 11. febrúar, sama dag og afmæli Félags heyrnarlausra. Árið 2011 tóku gildi lög um stöðu íslenskrar tungu og ÍTM. Samkvæmt þeim er íslenska og íslenskt táknmál jafnrétthá til tjáningar og samskipta manna í milli. Þar kemur jafnframt fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Íslensk táknmál er á sama hátt „þjóðtunga“ um 300 döff íslendinga. Íslenskt táknmál er ekki alþjóðlegt mál heldur sérstakt fyrir Ísland, líkt og önnur tungumál eru ólík á milli landa. Í grein eftir Valgerði Stefánsdóttur sem birtist í Ritinu nú í upphafi árs kemur fram hvernig íslenskt táknmál varð til. Valgerður vísar til þess hvernig alls staðar í heiminum fari sama ferlið af stað þegar heyrnarlaust fólk kemur saman; látbragð verði að tákni og binst í málkerfi með öðrum táknum. Ekki taki nema nokkrar kynslóðir þar til það sé orðið að venjubundnu táknmáli. Það var þegar heyrnarlausum börnum var safnað saman í heimavistarskóla að þau gátu átt félagsleg samskipti, sem leiddu til þess að mál varð til stig af stigi með hverri nýrri kynslóð. Hér á Íslandi byrjaði íslenska táknmálið sem talað er í dag ekki að þróast fyrr en eftir 1944 í Heyrnleysingjaskólanum. Hvers kyns notkun tákna og táknmála var bönnuð í Heyrnleysingjaskólanum eins og víðast hvar í heiminum á þessum tíma og allt fram til ársins 1980. Til þess að táknmál þróist áfram þarf samfélag og var Félag heyrnarlausra mikilvægur vettvangur til þess að skapa samfélag döff fólks og menningu (Valgerður Stefánsdóttir, ritid.hi.is/index.php/ritid) Ég er döff og á döff tvíburabróður. Við erum hluti af stærsta árgangi döff sem fæðst hefur á Íslandi en á árinu 1964 fæddust 34 döff börn vegna rauðu hunda faraldurs. Frá 4 ára aldri vorum við, ásamt döff börnum alls staðar að af landinu, skólaskyld í Heyrnleysingjaskólanum. Við komum í skólann með einhvers konar heimatáknmál en kunnum hvorki íslensku né íslenskt táknmál. Börn utan af landi bjuggu í heimavist skólans og þar þróaðist íslenska táknmálið. Við ´64 hópurinn umgengumst eldri kynslóðir döff úti í garði skólans í frímínútum, af þeim lærðum við málið og þar notuðum við það okkar á milli. Íslenskt táknmál er dæmi um sjálfsprottið mál sem varð til í í samfélagi döff fólks án þess að hafa orðið fyrir áhrifum frá öðrum tungumálum.Sjón veitir samskonar skynörvun í máli eins og heyrn og heilinn vinnur eins með táknmál og raddmál. Þannig tengist hugsun og mál og eru háð hvort öðru á nákvæmlega sama hátt og er unnið með bæði raddmál og táknmál, í sömu málstöðvum heilans. Við döff fólk kynnum okkur sem döff, málminnihlutahóp sem á náttúrulegt tungumál – íslenskt táknmál, sérstaka sögu og menningu en heyrnarstaða okkar skiptir okkur ekki máli. Höfundur er fagstjóri kennslu og táknmálskennari á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun