„Var það okkur að kenna þegar Gerrard rann?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 13:01 Pep Guardiola segir að enginn geti tekið titla af Manchester City en rannsókn fer nú fram vegna meintra brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Pep Guardiola segir að rannsókn vegna meintra brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinanr breyti engu hvað varðar þá titla sem félagið hefur unnið til á síðustu árum. Ensku meistararnir hafa verið kærðir vegna alls rúmlega hundrað brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar frá árunum 2009-2018 en félagið vann þrjá meistaratitla á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig og þá hafa verið uppi umræður um hvort félagið missi einhverja af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur nú stigið fram og sagt að rannsóknin breyti engu um þá titla sem félagið hefur unnið, enginn geti tekið titla eða verðlaun af félaginu. Hann segir að rannsóknin hafi skaðað félagið og sigra þess. „Þessi augnablik tilheyra okkur, þau tilheyra okkur algjörlega,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudag. „Mark Aguero árið 2012, þegar Balotelli rann. Ég veit ekki hvort við berum ábyrgð á því þegar Steven Gerrard rann á Anfield. Var það okkur að kenna? Ég ber virðingu fyrir Steven Gerrard en þessi augnablik tilheyra okkur,“ bætti Guardiola við og vísar þarna til atviksins fræga í leik Liverpool og Chelsea árið 2014 þegar Steven Gerrard gerði afdrifarík mistök sem urðu til þess að Manchester City náði efsta sæti deildarinnar af Liverpool. „Enska úrvaldeildin mun taka ákvörðun en ég veit hvað við lögðum á okkur, hvað við unnum og hvernig. Ef eitthvað gerðist árin 2009 eða 2010 þá breytir það ekki einni sekúndu. Við höfum lifað þessi augnablik saman í mörg ár.“ „Ég er stoltur af eigendunum“ Guardiola segist hafa fengið staðfestingu frá yfirmönnum sínum að engin brot hafi verið framið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City fær á sig ásakanir um brot á fjárhagsreglum en knattspyrnusamband Evrópu rannsakaði meint brot félagsins á árunum 2012 til 2016 en City voru þá sakaðir um að hafa ýkt upphæðir sem þeir fengu í styrki frá styrktaraðilum. UEFA setti City þá í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en dómnum var snúið við af Alþjóðaíþróttadómstólnum (CAS). Ef enska úrvalsdeildin myndi refsa City fyrir þau mál sem eru til rannsóknar núna yrði ekki hægt að áfrýja til CAS. „Það sem ég get sagt er að ég er stoltur af eigendunum, stjórnarformanninum og því sambandi sem við eigum og tíma okkar saman. Ég hef treyst mikið á þá í fortíðinni.“ „Ef þeir vilja mig þá verð ég hér. Úrslitin hafa ekki verið góð, þau gætu hent mér út því þetta er bransi þar sem þú þarft að vinna. En ef þeir vilja mig þá mun ég ekki bregðast þeim og leikmennirnir ekki heldur. Ég vill sannfræna þá um að það sem við höfum gert, höfum við gert og þeir muni ekki taka það frá okkur.“ Manchester City mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og fær þá tækifæri til að saxa á forskot Arsenal á toppi deildarinnar. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Ensku meistararnir hafa verið kærðir vegna alls rúmlega hundrað brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar frá árunum 2009-2018 en félagið vann þrjá meistaratitla á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig og þá hafa verið uppi umræður um hvort félagið missi einhverja af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur nú stigið fram og sagt að rannsóknin breyti engu um þá titla sem félagið hefur unnið, enginn geti tekið titla eða verðlaun af félaginu. Hann segir að rannsóknin hafi skaðað félagið og sigra þess. „Þessi augnablik tilheyra okkur, þau tilheyra okkur algjörlega,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudag. „Mark Aguero árið 2012, þegar Balotelli rann. Ég veit ekki hvort við berum ábyrgð á því þegar Steven Gerrard rann á Anfield. Var það okkur að kenna? Ég ber virðingu fyrir Steven Gerrard en þessi augnablik tilheyra okkur,“ bætti Guardiola við og vísar þarna til atviksins fræga í leik Liverpool og Chelsea árið 2014 þegar Steven Gerrard gerði afdrifarík mistök sem urðu til þess að Manchester City náði efsta sæti deildarinnar af Liverpool. „Enska úrvaldeildin mun taka ákvörðun en ég veit hvað við lögðum á okkur, hvað við unnum og hvernig. Ef eitthvað gerðist árin 2009 eða 2010 þá breytir það ekki einni sekúndu. Við höfum lifað þessi augnablik saman í mörg ár.“ „Ég er stoltur af eigendunum“ Guardiola segist hafa fengið staðfestingu frá yfirmönnum sínum að engin brot hafi verið framið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City fær á sig ásakanir um brot á fjárhagsreglum en knattspyrnusamband Evrópu rannsakaði meint brot félagsins á árunum 2012 til 2016 en City voru þá sakaðir um að hafa ýkt upphæðir sem þeir fengu í styrki frá styrktaraðilum. UEFA setti City þá í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en dómnum var snúið við af Alþjóðaíþróttadómstólnum (CAS). Ef enska úrvalsdeildin myndi refsa City fyrir þau mál sem eru til rannsóknar núna yrði ekki hægt að áfrýja til CAS. „Það sem ég get sagt er að ég er stoltur af eigendunum, stjórnarformanninum og því sambandi sem við eigum og tíma okkar saman. Ég hef treyst mikið á þá í fortíðinni.“ „Ef þeir vilja mig þá verð ég hér. Úrslitin hafa ekki verið góð, þau gætu hent mér út því þetta er bransi þar sem þú þarft að vinna. En ef þeir vilja mig þá mun ég ekki bregðast þeim og leikmennirnir ekki heldur. Ég vill sannfræna þá um að það sem við höfum gert, höfum við gert og þeir muni ekki taka það frá okkur.“ Manchester City mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og fær þá tækifæri til að saxa á forskot Arsenal á toppi deildarinnar.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira