María gekk til liðs við Fortuna Sittard fyrr á þessu ári en hún kom til liðsins frá Þór/KA. Fortuna Sittard var í þriðja sæti fyrir leikinn í dag en PSV í sjötta sæti.
María byrjaði leikinn á vinstri vængnum hjá Fortuna í dag en Hildur Antonsdóttir var ekki í leikmannahópi liðsins. Markalaust var í hálfleik en á lokamínútu leiksins kom eina mark leiksins þegar Esmee Brugts skoraði fyrir gestina frá Eindhoven.
Lokatölur 1-0 og Fortuna því áfram í þriðja sæti, tíu stigum á eftir Ajax í öðru sætinu og sextán stigum á eftir toppliði Twente.