Ekki fleiri brúðkaup! Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 08:01 Að ganga í hjónaband hefur félagslegar, lagalegar og trúarlegar víddir. Þessar víddir eru aðgreinanlegar en tengjast með margvíslegum hætti. Hin félagslega vídd felst annarsvegar í því að hjónaefni bjóða ástvinum til fagnaðar til að samgleðjast elskendum yfir þeirri ást sem þau, þær og þeir eiga, og hinsvegar til að marka landamæri nýrrar fjölskyldu. Hið síðarnefnda er sérlega mikilvægt þegar stofnað er til samsettrar fjölskyldu, þar sem stúpbörn eiga í hlut. Hin lagalega vídd snýr að mikilvægum þáttum er varða réttarstöðu hjóna. Dæmi um slíkt eru réttindi við veikindi eða fráfall maka og réttlæti í þeim hjónaböndum, þar sem annað hjóna hverfur af vinnumarkaði til að sinna börnum. Félagslegar og lagalegar forsendur hjónabandsins hafa breyst mikið á undanförnum árum og í því ljósi er að mínu mati orðið brúðkaup ekki lengur lýsandi, heldur úrelt orð. Orðið er gegnsætt að merkingu og fyrri hlutinn vísar til þáttar brúðar í giftingarathöfn. Orðið hjón er í okkar tungumáli ekki lengur eingöngu notað um gagnkynhneigð hjónabönd og það er rangnefni að lýsa giftingu karlkyns hjóna, sem brúðkaupi. Mikilvægara er þó að fjárhagslegar forsendur hjónabandsins hafa breyst í samfélagi þar sem möguleikar kynjanna til að sjá fyrir sér eru, eða ættu að vera, óháðar kynjum. Seinni hluti orðsins brúðkaup vísar í heimanmund brúðarinnar, það að brúður var mundi keypt. Í stað brúðkaups legg ég til að við veraldlegar athafnir sé frekar talað um giftingu og í trúarlegu samhengi hjónavígslu. Hin trúarlega vídd hjónabandsins byggir annarsvegar á þeirri hugmynd að líf okkar sé hlaðið merkingu, að það að hjón hafi fundið hvort annað, hverja aðra og hvorn annan sé ekki tilviljun heldur hlaðið tilgangi, og hinsvegar á þeirri vígslu sem hjónaefni gangast undir. Það er óvenjulegt í íslensku að sama orð sé notað yfir kirkjulega vígslu (ordinatio) og vígslu hjóna (consecratio), en inntakið er það sama. Líkt og kirkjunnar þjónn vígist til þjónustu við söfnuð, vígjast hjón til þjónustu við hvort annað, hverja aðra og hvorn annan. Ólíkt þeim stöðumun sem fólginn er í merkingu orðsins brúðkaup, á vígslan sér stað í hjónavígslu þegar hjónaefni hafa játast hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, og krjúpa saman sem jafningjar. Vígsla merkir fyrirbæn til þjónustu. Hjónaefnin biðja Guð um að þeim veitist það sem þau, þær og þeir þarfnast til að geta elskað og þjónustað hvort annað, hvor aðra og hvorn annan í auðmýkt á samfylgd þeirra í lífinu. Ástvinir þeirra sameinast í þeirri fyrirbæn fyrir þjónustu, sem presturinn leiðir fyrir hönd hjónanna. Sú líkamsstaða sem hjónaefni taka sér, með því að krjúpa saman, sýnir annarsvegar að þau eru jafningjar og hinsvegar táknrænt að auðmýkt er forsenda allrar elsku. Í hjónabandi er sú afstaða að elska auðmjúk, auðug af mýkt gagnvart hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, lykillinn að lífshamingjunni. Ef hjón haldast á hnjánum í gegnum lífið, munu hjónin haldast saman, hvað sem lífið færir þeim í fang. Í Fríkirkjunni fá safnaðarmeðlimir hjónavígslu, þeim að kostnaðarlausu. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Að ganga í hjónaband hefur félagslegar, lagalegar og trúarlegar víddir. Þessar víddir eru aðgreinanlegar en tengjast með margvíslegum hætti. Hin félagslega vídd felst annarsvegar í því að hjónaefni bjóða ástvinum til fagnaðar til að samgleðjast elskendum yfir þeirri ást sem þau, þær og þeir eiga, og hinsvegar til að marka landamæri nýrrar fjölskyldu. Hið síðarnefnda er sérlega mikilvægt þegar stofnað er til samsettrar fjölskyldu, þar sem stúpbörn eiga í hlut. Hin lagalega vídd snýr að mikilvægum þáttum er varða réttarstöðu hjóna. Dæmi um slíkt eru réttindi við veikindi eða fráfall maka og réttlæti í þeim hjónaböndum, þar sem annað hjóna hverfur af vinnumarkaði til að sinna börnum. Félagslegar og lagalegar forsendur hjónabandsins hafa breyst mikið á undanförnum árum og í því ljósi er að mínu mati orðið brúðkaup ekki lengur lýsandi, heldur úrelt orð. Orðið er gegnsætt að merkingu og fyrri hlutinn vísar til þáttar brúðar í giftingarathöfn. Orðið hjón er í okkar tungumáli ekki lengur eingöngu notað um gagnkynhneigð hjónabönd og það er rangnefni að lýsa giftingu karlkyns hjóna, sem brúðkaupi. Mikilvægara er þó að fjárhagslegar forsendur hjónabandsins hafa breyst í samfélagi þar sem möguleikar kynjanna til að sjá fyrir sér eru, eða ættu að vera, óháðar kynjum. Seinni hluti orðsins brúðkaup vísar í heimanmund brúðarinnar, það að brúður var mundi keypt. Í stað brúðkaups legg ég til að við veraldlegar athafnir sé frekar talað um giftingu og í trúarlegu samhengi hjónavígslu. Hin trúarlega vídd hjónabandsins byggir annarsvegar á þeirri hugmynd að líf okkar sé hlaðið merkingu, að það að hjón hafi fundið hvort annað, hverja aðra og hvorn annan sé ekki tilviljun heldur hlaðið tilgangi, og hinsvegar á þeirri vígslu sem hjónaefni gangast undir. Það er óvenjulegt í íslensku að sama orð sé notað yfir kirkjulega vígslu (ordinatio) og vígslu hjóna (consecratio), en inntakið er það sama. Líkt og kirkjunnar þjónn vígist til þjónustu við söfnuð, vígjast hjón til þjónustu við hvort annað, hverja aðra og hvorn annan. Ólíkt þeim stöðumun sem fólginn er í merkingu orðsins brúðkaup, á vígslan sér stað í hjónavígslu þegar hjónaefni hafa játast hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, og krjúpa saman sem jafningjar. Vígsla merkir fyrirbæn til þjónustu. Hjónaefnin biðja Guð um að þeim veitist það sem þau, þær og þeir þarfnast til að geta elskað og þjónustað hvort annað, hvor aðra og hvorn annan í auðmýkt á samfylgd þeirra í lífinu. Ástvinir þeirra sameinast í þeirri fyrirbæn fyrir þjónustu, sem presturinn leiðir fyrir hönd hjónanna. Sú líkamsstaða sem hjónaefni taka sér, með því að krjúpa saman, sýnir annarsvegar að þau eru jafningjar og hinsvegar táknrænt að auðmýkt er forsenda allrar elsku. Í hjónabandi er sú afstaða að elska auðmjúk, auðug af mýkt gagnvart hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, lykillinn að lífshamingjunni. Ef hjón haldast á hnjánum í gegnum lífið, munu hjónin haldast saman, hvað sem lífið færir þeim í fang. Í Fríkirkjunni fá safnaðarmeðlimir hjónavígslu, þeim að kostnaðarlausu. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun