Ómeiddir eftir sprenginguna: Starfsfólki boðin áfallahjálp Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 11:32 Sprengingin var gríðarlega öflug og mikil mildi þykir að engin hafi slasast Vísir/Vilhelm Tveir aðilar sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir sprengingu í metankút bifreiðar við Olís í gær eru ekki slasaðir, að sögn framkvæmdastjóra Olís. Hann segist skilja vel að atvikið veki upp viðrögð og áhyggjur hjá eigendum metanbíla. Nú liggur fyrir að sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Tveir aðilar voru fluttir á bráðamóttöku en ekki fengust neinar upplýsingar í gær um líðan þeirra, annað en að þeir væru ekki taldir í lífshættu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að þeir séu ómeiddir. „Við erum búin að heyra í þessum tveimur einstaklingum. Auðvitað var þetta mikið áfall en það er ekki um meiðsli að ræða,“ segir Frosti. Hann segir ljóst að mikil mildi séu að ekki fór verr enda var sprengingin mjög öflug. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp eftir atvikið í gærArnar Halldórsson Íbúar í Langholtshverfinu hafa lýst því sem að um jarðskjálfta hefði verði að ræða þegar hávær sprenging varð rétt fyrir klukkan hálf þrjú. Samkvæmd heimildum fréttastofu lyftist bíllinn um meter við sprenginguna og ökumaðurinn kastaðist langt í burtu. Málið er til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skilur áhyggjur metanbílaeigenda Frosti segist skilja vel að atvikið veki upp áhyggjur hjá eigendum metanbíla. „En þetta er einagrað tilfelli og þessi sprenging átti sér stað í metankút bifreiðarinnar en ekki dælubúnaðinum sjálfum. Það sem að við myndum leggja áherslu á er að tryggja að þegar bílarnir eru í skoðun hjá skoðunaraðilum að áhersla sé lögð á að skoða þennan búnað sérstaklega. En við erum í raun ekki komin á þann stað að geta gefið upp nákvæmar upplýsingar um orsök sprengingarinnar þar til eftirlitsaðilar ljúka sinni greiningarvinnu. Við munum birta niðurstöður orsakagreiningar um leið og hún liggur fyrir." Ekki hægt að fullyrða að ekki sé um bilun í dælu að ræða Fram kom á vef RÚV í gær að heimildir væru fyrir því að dælan sem um ræðir hefði oft bilað upp á síðkastið. Frosti segir að ekki sé hægt að fullyrða að svo sé ekki fyrr en að óháðir greiningaraðilar hafi lokið sinni vinnu. „En eins og ég segi þá var sprengingin í kút bifreiðarinnar. Þau viðhaldsmál sem hafa verið í gangi gagnvart metandælunni hafa fyrst og fremst snúist að því að halda uppi nægilegum þrýstingi til að dælingar taki ekki of langan tíma. Við erum auðvitað með mjög virkt viðhald og eftirlit í kringum þennan búnað og munum halda því áfram.“ Kútarnir eiga að þola margfalt meiri þrýsting en þrýstinginn frá dælunum svo við teljum að þetta sé fullkomlega öruggt. Hann segir að starfsfólki á bensínstöðvarinnar hafi verið boðin áfallahjálp. „Já, við höfum boðið þeim áfallahjálp og í raun þakkað þeim fyrir sín góðu og faglegu viðbrögð á meðan á þessu stóð. Það sama á við um viðbragðs- og eftirlitsaðila, það unnu allir með skjótum og áreiðanlegum hætti.” Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Nú liggur fyrir að sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Tveir aðilar voru fluttir á bráðamóttöku en ekki fengust neinar upplýsingar í gær um líðan þeirra, annað en að þeir væru ekki taldir í lífshættu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að þeir séu ómeiddir. „Við erum búin að heyra í þessum tveimur einstaklingum. Auðvitað var þetta mikið áfall en það er ekki um meiðsli að ræða,“ segir Frosti. Hann segir ljóst að mikil mildi séu að ekki fór verr enda var sprengingin mjög öflug. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp eftir atvikið í gærArnar Halldórsson Íbúar í Langholtshverfinu hafa lýst því sem að um jarðskjálfta hefði verði að ræða þegar hávær sprenging varð rétt fyrir klukkan hálf þrjú. Samkvæmd heimildum fréttastofu lyftist bíllinn um meter við sprenginguna og ökumaðurinn kastaðist langt í burtu. Málið er til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skilur áhyggjur metanbílaeigenda Frosti segist skilja vel að atvikið veki upp áhyggjur hjá eigendum metanbíla. „En þetta er einagrað tilfelli og þessi sprenging átti sér stað í metankút bifreiðarinnar en ekki dælubúnaðinum sjálfum. Það sem að við myndum leggja áherslu á er að tryggja að þegar bílarnir eru í skoðun hjá skoðunaraðilum að áhersla sé lögð á að skoða þennan búnað sérstaklega. En við erum í raun ekki komin á þann stað að geta gefið upp nákvæmar upplýsingar um orsök sprengingarinnar þar til eftirlitsaðilar ljúka sinni greiningarvinnu. Við munum birta niðurstöður orsakagreiningar um leið og hún liggur fyrir." Ekki hægt að fullyrða að ekki sé um bilun í dælu að ræða Fram kom á vef RÚV í gær að heimildir væru fyrir því að dælan sem um ræðir hefði oft bilað upp á síðkastið. Frosti segir að ekki sé hægt að fullyrða að svo sé ekki fyrr en að óháðir greiningaraðilar hafi lokið sinni vinnu. „En eins og ég segi þá var sprengingin í kút bifreiðarinnar. Þau viðhaldsmál sem hafa verið í gangi gagnvart metandælunni hafa fyrst og fremst snúist að því að halda uppi nægilegum þrýstingi til að dælingar taki ekki of langan tíma. Við erum auðvitað með mjög virkt viðhald og eftirlit í kringum þennan búnað og munum halda því áfram.“ Kútarnir eiga að þola margfalt meiri þrýsting en þrýstinginn frá dælunum svo við teljum að þetta sé fullkomlega öruggt. Hann segir að starfsfólki á bensínstöðvarinnar hafi verið boðin áfallahjálp. „Já, við höfum boðið þeim áfallahjálp og í raun þakkað þeim fyrir sín góðu og faglegu viðbrögð á meðan á þessu stóð. Það sama á við um viðbragðs- og eftirlitsaðila, það unnu allir með skjótum og áreiðanlegum hætti.”
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira