Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2023 20:10 Á meðan að viðtalið átti sér stað óku nokkrir bílar yfir göngustíginn þrátt fyrir merkingar um að slíkt sé óheimilt. vísir/samsett Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. Göngustígurinn sem sést í fréttinni er fyrir framan World Class í Laugum og liggur í gegnum Laugarneshverfið en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. „Og hann er hérna rofinn í tvígang af inn og útkeyrslu World class og það er keyrt inn um þessar tvær keyrslur í báðar áttir,“ segir Sóley Kaldal, móðir og áhættuöryggisverkfræðingur en þegar hún er í miðri setningu ekur bíll yfir göngustíginn. Eins og núna? „Já þið sjáið. Þarna eru tvö skilti sem sýna að þetta er óheimilt. Það hunsa allir þessi tvö skilti.“ Haustið 2018 var keyrt á son Sóleyjar þegar hann var að hjóla á göngustígnum heim af fótboltaæfingu. Hún ákvað þá í samvinnu við aðra að senda formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óska eftir fundi um málið og krefjast þess að eitthvað yrði aðhafst. Sóley segir að Reykjavíkurborg hafi tekið vel í erindið, sögðust þekkja vandamálið og að úrbóta væri að vænta. „Það leið svo mjög langur tími áður en eitthvað var gert en svo var ráðist í framkvæmdir og niðurstaða þeirra voru þessi tvö skilti, það er allt of sumt. Þarna sjáið þið annan bíl brjóta þessa reglu. Hraðahindranirnar þarna eru alltaf teknar upp jafn óðum og þær eru settar niður enda skila þær líka litlum árangri þar sem þær eru fyrir innan göngustíginn. Hérna er keyrt beint af Reykjavegi, niður götuna og bara rakleitt yfir göngustíginn sem er mjög fjölfarinn og mikið notaður, sérstaklega af börnum, mikið í ljósaskiptum í skammdegi.“ Tæp þrjú ár eru síðan borgin ætlaði að loka fyrir hringakstur á bílastæðið næst Laugum en það hefur ekki enn gerst. Sóley kallar eftir því að hindrun verði sett upp fyrir almenna bílaumferð enda sé búið að reyna að höfða til löghlýðni með skiltum. „Afleiðingarnar geta verið allt frá því að það sé smá skeina og upp í dauðsfall, ætlum við að bíða eftir því?“ Umferðaröryggi Borgarstjórn Reykjavík Bílar Samgöngur Umferð Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Göngustígurinn sem sést í fréttinni er fyrir framan World Class í Laugum og liggur í gegnum Laugarneshverfið en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. „Og hann er hérna rofinn í tvígang af inn og útkeyrslu World class og það er keyrt inn um þessar tvær keyrslur í báðar áttir,“ segir Sóley Kaldal, móðir og áhættuöryggisverkfræðingur en þegar hún er í miðri setningu ekur bíll yfir göngustíginn. Eins og núna? „Já þið sjáið. Þarna eru tvö skilti sem sýna að þetta er óheimilt. Það hunsa allir þessi tvö skilti.“ Haustið 2018 var keyrt á son Sóleyjar þegar hann var að hjóla á göngustígnum heim af fótboltaæfingu. Hún ákvað þá í samvinnu við aðra að senda formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óska eftir fundi um málið og krefjast þess að eitthvað yrði aðhafst. Sóley segir að Reykjavíkurborg hafi tekið vel í erindið, sögðust þekkja vandamálið og að úrbóta væri að vænta. „Það leið svo mjög langur tími áður en eitthvað var gert en svo var ráðist í framkvæmdir og niðurstaða þeirra voru þessi tvö skilti, það er allt of sumt. Þarna sjáið þið annan bíl brjóta þessa reglu. Hraðahindranirnar þarna eru alltaf teknar upp jafn óðum og þær eru settar niður enda skila þær líka litlum árangri þar sem þær eru fyrir innan göngustíginn. Hérna er keyrt beint af Reykjavegi, niður götuna og bara rakleitt yfir göngustíginn sem er mjög fjölfarinn og mikið notaður, sérstaklega af börnum, mikið í ljósaskiptum í skammdegi.“ Tæp þrjú ár eru síðan borgin ætlaði að loka fyrir hringakstur á bílastæðið næst Laugum en það hefur ekki enn gerst. Sóley kallar eftir því að hindrun verði sett upp fyrir almenna bílaumferð enda sé búið að reyna að höfða til löghlýðni með skiltum. „Afleiðingarnar geta verið allt frá því að það sé smá skeina og upp í dauðsfall, ætlum við að bíða eftir því?“
Umferðaröryggi Borgarstjórn Reykjavík Bílar Samgöngur Umferð Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira