Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. febrúar 2023 14:01 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir birtingarmynd streptókokka í ár öðruvísi. Vísir/Sigurjón Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. Ýmsar pestir hafa herjað á landsmenn í vetur og eru streptókokkasýkingar þar engin undantekning. Skortur hefur verið á ákveðnum sýklalyfjum en Kåvepenin töflur og mixtúrur hafa til að mynda ekki verið fáanlegar í frá því í byrjun febrúar, samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilmikið hafa verið um skort á lyfjum almennt undanfarið sem valdi þeim miklum vandræðum í daglegu starfi. „Kjörlyfið við streptókokkum, Kåvepenin, hefur ekki verið fáanlegt núna í dálítinn tíma en það er til nóg af öðrum sýklalyfjum þannig við getum alveg meðhöndlað streptókokkana en það er aldrei æskilegt að þurfa að fara í breiðvirkari lyf heldur en þörf er á,“ segir Sigríður. Breiðvirkari sýklalyfjum fylgi meiri aukaverkanir og sé aldrei góður kostur en sé ávísað þegar þörf er á. „Allir sem að þurfa á meðferð að halda þeir hafa fengið viðeigandi meðferð. Það hefur ekki verið vandamál en það er mjög óþægilegt þessi staða með þennan mikla skort á lyfjum,“ segir Sigríður en önnur sending af Kåvepenin er væntanleg til landsins á næstunni. Á tímabili voru þá hraðpróf ekki til en þau eru komin aftur núna. Á meðan var hægt að meðhöndla klínísk einkenni og senda sýni í sýklaræktun sem tekur einn til tvo daga. „Við höfðum alltaf aðrar leiðir til að komast að því hvort viðkomandi væri með streptókokka en vissulega er þetta óþægileg staða,“ segir Sigríður um hraðprófin. Meira um alvarlegar sýkingar Ekkert lát virðist vera á umgangspestum og virðist fólk vera að veikjast alvarlega, þar á meðal börn. „Birtingarmyndin af streptókokkum í ár hefur verið svona aðeins öðruvísi heldur en við höfum verið að sjá, það hefur verið meira um það sem er kallað ífarandi streptókokka. Þannig það virðist vera meira um svona aðeins öðruvísi sýkingar en við erum búin að ræða það við okkar fólk og það eru allir á varðbergi því við viljum náttúrulega greina og meðhöndla þá sem að eru lasnir,“ segir Sigríður. Fréttastofa hefur þá heyrt af því að fólk hafi ekki fengið að fara í streptókokkapróf þar sem aðrar sýkingar geti komið til greina. Sigríður segir þau fylgja alþjóðlegum leiðbeiningum um hvenær á að gruna streptókokka, greina og meðhöndla. „En á vormánuðum hefur verið umræða og við sendum út leiðbeiningar um að taka prófið oftar en ekki út af þessum streptókokkafaraldri og alvarlegum sýkingum, þá hefur fólk verið að taka gjarnan streptókokkapróf þannig það á alveg að vera tryggt á stöðvunum,“ segir Sigríður. Enn er mikil aðsókn á heilsugæslustöðvum og virðist sem að staðan verði ekki mikið betri þar til seinna í vor. „Það er enn mikið um pestar og uppsöfnuð erindi eftir allan þennan Covid tíma og takmörkun á þjónustu. Þannig það er ekkert lát á aðsókninni,“ segir Sigríður. Heilbrigðismál Heilsugæsla Lyf Tengdar fréttir Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Ýmsar pestir hafa herjað á landsmenn í vetur og eru streptókokkasýkingar þar engin undantekning. Skortur hefur verið á ákveðnum sýklalyfjum en Kåvepenin töflur og mixtúrur hafa til að mynda ekki verið fáanlegar í frá því í byrjun febrúar, samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilmikið hafa verið um skort á lyfjum almennt undanfarið sem valdi þeim miklum vandræðum í daglegu starfi. „Kjörlyfið við streptókokkum, Kåvepenin, hefur ekki verið fáanlegt núna í dálítinn tíma en það er til nóg af öðrum sýklalyfjum þannig við getum alveg meðhöndlað streptókokkana en það er aldrei æskilegt að þurfa að fara í breiðvirkari lyf heldur en þörf er á,“ segir Sigríður. Breiðvirkari sýklalyfjum fylgi meiri aukaverkanir og sé aldrei góður kostur en sé ávísað þegar þörf er á. „Allir sem að þurfa á meðferð að halda þeir hafa fengið viðeigandi meðferð. Það hefur ekki verið vandamál en það er mjög óþægilegt þessi staða með þennan mikla skort á lyfjum,“ segir Sigríður en önnur sending af Kåvepenin er væntanleg til landsins á næstunni. Á tímabili voru þá hraðpróf ekki til en þau eru komin aftur núna. Á meðan var hægt að meðhöndla klínísk einkenni og senda sýni í sýklaræktun sem tekur einn til tvo daga. „Við höfðum alltaf aðrar leiðir til að komast að því hvort viðkomandi væri með streptókokka en vissulega er þetta óþægileg staða,“ segir Sigríður um hraðprófin. Meira um alvarlegar sýkingar Ekkert lát virðist vera á umgangspestum og virðist fólk vera að veikjast alvarlega, þar á meðal börn. „Birtingarmyndin af streptókokkum í ár hefur verið svona aðeins öðruvísi heldur en við höfum verið að sjá, það hefur verið meira um það sem er kallað ífarandi streptókokka. Þannig það virðist vera meira um svona aðeins öðruvísi sýkingar en við erum búin að ræða það við okkar fólk og það eru allir á varðbergi því við viljum náttúrulega greina og meðhöndla þá sem að eru lasnir,“ segir Sigríður. Fréttastofa hefur þá heyrt af því að fólk hafi ekki fengið að fara í streptókokkapróf þar sem aðrar sýkingar geti komið til greina. Sigríður segir þau fylgja alþjóðlegum leiðbeiningum um hvenær á að gruna streptókokka, greina og meðhöndla. „En á vormánuðum hefur verið umræða og við sendum út leiðbeiningar um að taka prófið oftar en ekki út af þessum streptókokkafaraldri og alvarlegum sýkingum, þá hefur fólk verið að taka gjarnan streptókokkapróf þannig það á alveg að vera tryggt á stöðvunum,“ segir Sigríður. Enn er mikil aðsókn á heilsugæslustöðvum og virðist sem að staðan verði ekki mikið betri þar til seinna í vor. „Það er enn mikið um pestar og uppsöfnuð erindi eftir allan þennan Covid tíma og takmörkun á þjónustu. Þannig það er ekkert lát á aðsókninni,“ segir Sigríður.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Lyf Tengdar fréttir Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16