Tankarnir byrjaðir að tæmast og allar línur rauðglóandi Máni Snær Þorláksson skrifar 15. febrúar 2023 12:07 Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. N1 Þrjár bensínstöðvar N1 eru lokaðar vegna verkfallsins. Framkvæmdastjóri N1 segir að nú séu allar línur rauðglóandi hjá fyrirtækinu og að skýra þurfi hvernig aðilar með undanþágu eigi að fá eldsneyti. Bensínstöðvar N1 í Skógarlind, á Vallarheiði og á Flúðum eru nú lokaðar vegna verkfallsins. „Þær eru nánast tómar,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, í samtali við fréttastofu. „Við erum að fyrirbyggja það að þær verði ekki galtómar þannig að fólk fari ekki að dæla lofti. Við erum með svona skilgreiningu sem heitir „low low“ sem við höfum ekki þurft að nota í 30 ár eða eitthvað álíka. Við förum ekki niður fyrir það því við viljum ekki tæma tankana okkar niður í loft til að gera það að verkum að það sé einfaldara að fylla á þá þegar þetta leysist.“ „Hér glóa allar línur“ Mikið er að gera hjá fyrirtækinu þessa stundina enda hófst verkfallið á hádegi í dag. „Það eru bara allar hendur á dekki. Hér glóa allar línur,“ segir Hinrik og bendir á hversu marga viðskiptavini fyrirtækið þjónustar. „Á hverju einasta ári erum við í viðskiptum við hátt í átta þúsund fyrirtæki. Við erum með á níunda tug eldsneytisstöðva sem eru opnar almenningi um allt land. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið erum við með um það bil 75 stöðvar sem við erum að fylla á. Þannig þetta eru margir munnar sem við erum að reyna að fæða hérna á örskömmum tíma.“ N1 uppfærir heimasíðuna sína reglulega með upplýsingum um stöðuna á bensínstöðvunum sínum.N1 Hinrik ítrekar mikilvægi þess að koma upplýsingum vegna verkfallsins til viðskiptavina. „Lykillinn í þessu máli er upplýsingaflæði til viðskiptavina okkar, bæði einstaklinga og fyrirtækja,“ segir hann. „Heimasíðan okkar er uppfærð reglulega, örugglega á hálftíma fresti. Um leið og fréttir berast þá uppfærum við heimasíðuna okkar.“ Ekki skýrt hvernig á að þjónusta aðila með undanþágu Samþykktar undanþágubeiðnir frá fjölmörgum aðilum berast nú á borðið hjá fyrirtækinu. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvernig við eigum að sinna þeim hópi,“ segir hann. Enn er þó ekki alveg skýrt hvernig það verður gert og því kallaði N1 eftir frekari upplýsingum frá Eflingu í morgun. „Til að mynda björgunarsveitir, lögregla og slíkir aðilar eru komnir með undanþágur en við viljum hafa skýra línu frá Eflingu hvernig við eigum svo að þjónusta þá. Því auðvitað þarf að koma eldsneyti á tankana okkar og við þurfum svo að geta afgreitt þá. Þannig það þarf að fínstilla þetta en það eru allir örugglega að reyna að gera sitt besta í þessu og brjálað að gera hjá öllum, þannig þetta vonandi skýrist í dag.“ Ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif á þau fyrirtæki sem ekki fá undanþágu frá Eflingu: „Það eru ferðaþjónustuaðilar sem óttast að koma ekki fólkinu sínu til baka frá Gullfossi og Geysi. Þannig þetta er bara rosalega víðfeðmt og hringurinn okkar er gríðarlega stór. Við erum bara með allar hendur á dekki að reyna að gera hvað við getum, þjónusta kúnnana okkar eins vel og við getum.“ Ekki hægt að gera meira í bili Hinrik vonar að verkfallið verði ekki langt. „En við erum að sjálfsögðu að búa okkur undir það að þetta vari í einhvern tíma,“ segir hann. „Klukkan er að detta í tólf og núna eru væntanlega allir olíubílstjórar landsins á leiðinni til baka, hættir að dæla eldsneyti. Þannig meira getum við ekki gert í bili. Núna verðum við bara að vonast til þess að allir viðskiptavinir okkar hafi undirbúið sig fyrir þessa daga sem eru að renna upp hérna hjá okkur.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bensínstöðvar N1 í Skógarlind, á Vallarheiði og á Flúðum eru nú lokaðar vegna verkfallsins. „Þær eru nánast tómar,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, í samtali við fréttastofu. „Við erum að fyrirbyggja það að þær verði ekki galtómar þannig að fólk fari ekki að dæla lofti. Við erum með svona skilgreiningu sem heitir „low low“ sem við höfum ekki þurft að nota í 30 ár eða eitthvað álíka. Við förum ekki niður fyrir það því við viljum ekki tæma tankana okkar niður í loft til að gera það að verkum að það sé einfaldara að fylla á þá þegar þetta leysist.“ „Hér glóa allar línur“ Mikið er að gera hjá fyrirtækinu þessa stundina enda hófst verkfallið á hádegi í dag. „Það eru bara allar hendur á dekki. Hér glóa allar línur,“ segir Hinrik og bendir á hversu marga viðskiptavini fyrirtækið þjónustar. „Á hverju einasta ári erum við í viðskiptum við hátt í átta þúsund fyrirtæki. Við erum með á níunda tug eldsneytisstöðva sem eru opnar almenningi um allt land. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið erum við með um það bil 75 stöðvar sem við erum að fylla á. Þannig þetta eru margir munnar sem við erum að reyna að fæða hérna á örskömmum tíma.“ N1 uppfærir heimasíðuna sína reglulega með upplýsingum um stöðuna á bensínstöðvunum sínum.N1 Hinrik ítrekar mikilvægi þess að koma upplýsingum vegna verkfallsins til viðskiptavina. „Lykillinn í þessu máli er upplýsingaflæði til viðskiptavina okkar, bæði einstaklinga og fyrirtækja,“ segir hann. „Heimasíðan okkar er uppfærð reglulega, örugglega á hálftíma fresti. Um leið og fréttir berast þá uppfærum við heimasíðuna okkar.“ Ekki skýrt hvernig á að þjónusta aðila með undanþágu Samþykktar undanþágubeiðnir frá fjölmörgum aðilum berast nú á borðið hjá fyrirtækinu. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvernig við eigum að sinna þeim hópi,“ segir hann. Enn er þó ekki alveg skýrt hvernig það verður gert og því kallaði N1 eftir frekari upplýsingum frá Eflingu í morgun. „Til að mynda björgunarsveitir, lögregla og slíkir aðilar eru komnir með undanþágur en við viljum hafa skýra línu frá Eflingu hvernig við eigum svo að þjónusta þá. Því auðvitað þarf að koma eldsneyti á tankana okkar og við þurfum svo að geta afgreitt þá. Þannig það þarf að fínstilla þetta en það eru allir örugglega að reyna að gera sitt besta í þessu og brjálað að gera hjá öllum, þannig þetta vonandi skýrist í dag.“ Ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif á þau fyrirtæki sem ekki fá undanþágu frá Eflingu: „Það eru ferðaþjónustuaðilar sem óttast að koma ekki fólkinu sínu til baka frá Gullfossi og Geysi. Þannig þetta er bara rosalega víðfeðmt og hringurinn okkar er gríðarlega stór. Við erum bara með allar hendur á dekki að reyna að gera hvað við getum, þjónusta kúnnana okkar eins vel og við getum.“ Ekki hægt að gera meira í bili Hinrik vonar að verkfallið verði ekki langt. „En við erum að sjálfsögðu að búa okkur undir það að þetta vari í einhvern tíma,“ segir hann. „Klukkan er að detta í tólf og núna eru væntanlega allir olíubílstjórar landsins á leiðinni til baka, hættir að dæla eldsneyti. Þannig meira getum við ekki gert í bili. Núna verðum við bara að vonast til þess að allir viðskiptavinir okkar hafi undirbúið sig fyrir þessa daga sem eru að renna upp hérna hjá okkur.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira