Umsvifa- og áhrifamikill undirróðurshópur afhjúpaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 12:46 Tal Hanan segist blásaklaus. Skjáskot Ísraelskur félagsskapur sem kallar sig „Team Jorge“ segist hafa tekið þátt í að hafa áhrif á niðurstöður yfir 30 forsetakosninga víðsvegar í heiminum. Teymið ræður yfir „her“ gervimenna og dreifir falsfréttum og fremur skemmdarverk í þágu viðskiptavina sinna. Guardian er meðal þeirra sem hafa fjallað um málið en blaðamenn um það bil 30 miðla komu að rannsókn málsins. Þegar hefðbundnar aðferðir blaðamennsku dugðu ekki til, settu þrír blaðamenn sig í samband við höfuðpaurinn, Tal Hanan, og þóttust þarfnast þjónustu hans. Hanan, sem kallar sig Jorge í tengslum við störf hópsins, er 50 ára fyrrverandi sérsveitarmaður. Hann sagðist í samtölum við blaðamennina hafa unnið fyrir frambjóðendur, einkafyrirtæki og jafnvel leyniþjónustur og aðstoðað umrædda aðila við að hafa áhrif á almenningsálitið. Ein af þeim þjónustuleiðum sem Hanan hefur á boðstólnum kallast Advanced Impact Media Solutions, eða Aimes, en um er að ráða forrit sem stjórnar þúsundum falsaðra aðganga á samfélagsmiðlum, Gmail og YouTube. Margir aðganganna hafa verið starfræktir í mörg ár og eru jafnvel tengdir við kreditkort og aðganga að Amazon og AIRbnb. Í samtölum við blaðamennina lýsti Hanan því hvernig hann gæti safnað upplýsingum um andstæðinga viðskiptavinarins með því að brjótast inn í tölvupóst og samfélagsmiðlaaðganga. Þá sagði hann hópinn hafa komið falsfréttum í dreifingu hjá virtum miðlum, sem væri síðan dreift af samfélagsmiðlahernum. Einn þekktur franskur sjónvarpsmaður hefur þegar verið vikið frá störfum í tengslum við málið. Þegar samtölin áttu sér stað, í júlí og í desember í fyrra, sagðist Hanan vera virkur í einum kosningum í Afríku. Blaðamennirnir gátu ekki staðfest allar staðhæfingar Hanan en gátu fært sönnur á að innbrot sem hann framdi fyrir framan þá inn á Telegram-aðgang náins ráðgjafa William Rudo, þáverandi forsetaframbjóðanda og núverandi forseta, Kenía. Sagði hann „innbrot“ af þessu tagi gagnast vel til að skapa ringulreið; hann gæti til dæmis sent meiðandi skilaboð til félaga fórnarlambsins og eytt þeim svo þegar þau hefðu verið lesin. Hanan neitar sök. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Ísrael Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Guardian er meðal þeirra sem hafa fjallað um málið en blaðamenn um það bil 30 miðla komu að rannsókn málsins. Þegar hefðbundnar aðferðir blaðamennsku dugðu ekki til, settu þrír blaðamenn sig í samband við höfuðpaurinn, Tal Hanan, og þóttust þarfnast þjónustu hans. Hanan, sem kallar sig Jorge í tengslum við störf hópsins, er 50 ára fyrrverandi sérsveitarmaður. Hann sagðist í samtölum við blaðamennina hafa unnið fyrir frambjóðendur, einkafyrirtæki og jafnvel leyniþjónustur og aðstoðað umrædda aðila við að hafa áhrif á almenningsálitið. Ein af þeim þjónustuleiðum sem Hanan hefur á boðstólnum kallast Advanced Impact Media Solutions, eða Aimes, en um er að ráða forrit sem stjórnar þúsundum falsaðra aðganga á samfélagsmiðlum, Gmail og YouTube. Margir aðganganna hafa verið starfræktir í mörg ár og eru jafnvel tengdir við kreditkort og aðganga að Amazon og AIRbnb. Í samtölum við blaðamennina lýsti Hanan því hvernig hann gæti safnað upplýsingum um andstæðinga viðskiptavinarins með því að brjótast inn í tölvupóst og samfélagsmiðlaaðganga. Þá sagði hann hópinn hafa komið falsfréttum í dreifingu hjá virtum miðlum, sem væri síðan dreift af samfélagsmiðlahernum. Einn þekktur franskur sjónvarpsmaður hefur þegar verið vikið frá störfum í tengslum við málið. Þegar samtölin áttu sér stað, í júlí og í desember í fyrra, sagðist Hanan vera virkur í einum kosningum í Afríku. Blaðamennirnir gátu ekki staðfest allar staðhæfingar Hanan en gátu fært sönnur á að innbrot sem hann framdi fyrir framan þá inn á Telegram-aðgang náins ráðgjafa William Rudo, þáverandi forsetaframbjóðanda og núverandi forseta, Kenía. Sagði hann „innbrot“ af þessu tagi gagnast vel til að skapa ringulreið; hann gæti til dæmis sent meiðandi skilaboð til félaga fórnarlambsins og eytt þeim svo þegar þau hefðu verið lesin. Hanan neitar sök. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Ísrael Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira