Þorsteinn: Á von á að gera töluvert margar breytingar fyrir næsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 23:30 Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var ánægður með sigur Íslands á Skotlandi í dag en liðin mættust á Pinatar-mótinu sem fram fer í Murcia á Spáni. Þorsteinn var í viðtali við vefmiðil Knattspyrnusambandsins þar sem hann ræddi um leikinn í dag. „Ánægjulegt að vinna, þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Í fyrri hálfleik vorum við í basi, við áttum erfitt með að klukka þær og þær stýrðu leiknum. Þær voru að skapa sér færi á móti okkur.“ „Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, gerðum virkilega vel inn og það kom betri heildarbragur á okkur. Við fórum að þora að vera með boltann og leita eftir hlutunum sem við vorum að leita eftir.“ Skotland var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Ísland skoraði tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks og komu sér í góða stöðu. „Við fórum yfir ákveðna hluti og leiðir sem við vildum líka vera að fara, við þurfumt að þora að gera það sem við vildum gera og mér fannst við gera það vel. Við stigum framar á þær og féllum ekki eins mikið af þeim eins og í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að vinna boltann hærra og fá meiri tengingar þegar við unnum boltann.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik og Þorsteinn var ánægður með hennar innkomu. „Mér fannst hún gera virkilega vel í báðum mörkunum og var heilt yfir að spila vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá kom hún betur inn í þetta en hún hafði kannski úr litlu að moða í fyrri hálfleik. Hún var flott og þetta er ágætis byrjun held ég.“ Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Wales á laugardag. Hann býst við svipuðum leik að mörgu leyti. „Ekkert ósvipað að mörgu leyti. Wales eru ekki eins sterkar og Skotarnir en við þurfum að hafa virkilega fyrir því að vinna þennan leik. Við þurfum að mæta á fullu gasi eins og við gerðum í seinni hálfleik og ekki vera að bíða eftir að eitthvað gerist fyrir okkur. Við þurfum að þora að gera hluti sem við ætlum að ná fram í þessum leik,“ sagði Þorsteinn og bætti vð að hann ætti von á því að gera töluverðar breytingar á byrjunarliðinu fyrir næsta leik. „Ég á von á að gera töluvert margar breytingar og gef mörgum leikmönnum tækifæri á laugardag. Ég geri töluvert margar breytingar á milli leikja. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Þorsteinn var í viðtali við vefmiðil Knattspyrnusambandsins þar sem hann ræddi um leikinn í dag. „Ánægjulegt að vinna, þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Í fyrri hálfleik vorum við í basi, við áttum erfitt með að klukka þær og þær stýrðu leiknum. Þær voru að skapa sér færi á móti okkur.“ „Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, gerðum virkilega vel inn og það kom betri heildarbragur á okkur. Við fórum að þora að vera með boltann og leita eftir hlutunum sem við vorum að leita eftir.“ Skotland var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Ísland skoraði tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks og komu sér í góða stöðu. „Við fórum yfir ákveðna hluti og leiðir sem við vildum líka vera að fara, við þurfumt að þora að gera það sem við vildum gera og mér fannst við gera það vel. Við stigum framar á þær og féllum ekki eins mikið af þeim eins og í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að vinna boltann hærra og fá meiri tengingar þegar við unnum boltann.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik og Þorsteinn var ánægður með hennar innkomu. „Mér fannst hún gera virkilega vel í báðum mörkunum og var heilt yfir að spila vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá kom hún betur inn í þetta en hún hafði kannski úr litlu að moða í fyrri hálfleik. Hún var flott og þetta er ágætis byrjun held ég.“ Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Wales á laugardag. Hann býst við svipuðum leik að mörgu leyti. „Ekkert ósvipað að mörgu leyti. Wales eru ekki eins sterkar og Skotarnir en við þurfum að hafa virkilega fyrir því að vinna þennan leik. Við þurfum að mæta á fullu gasi eins og við gerðum í seinni hálfleik og ekki vera að bíða eftir að eitthvað gerist fyrir okkur. Við þurfum að þora að gera hluti sem við ætlum að ná fram í þessum leik,“ sagði Þorsteinn og bætti vð að hann ætti von á því að gera töluverðar breytingar á byrjunarliðinu fyrir næsta leik. „Ég á von á að gera töluvert margar breytingar og gef mörgum leikmönnum tækifæri á laugardag. Ég geri töluvert margar breytingar á milli leikja.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira