Er verið að reyna að gera út af við íslenska háskólastúdenta? Úlfhildur Elín Guðmundsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 09:00 Eins og staðan er í dag er háskólanám okkar í samræmi við aðra Evrópska staðla ekki satt? Rangt. Á Íslandi lifir ennþá sá hugsunarháttur að stúdentar eiga að keyra sig út við það að fá námsgráðu í hendurnar. Í Háskóla Íslands lítur út fyrir það að prófessorar hverrar deildar geta ekki samræmt vinnubrögð sín, einn áfanginn gæti verið mjög sanngjarn en annar ekki. Í fyrsta lagi á það ekki að vera normið í dag að lokapróf séu skylda. Það hefur marg sýnt sig að lokapróf sýna ekki fram á kunnáttu og gera ekkert annað en að ýta undir kvíða og streitu stúdenta. Frekar ætti að taka upp þá hefð að hafa heimapróf, eða þó allavega hafa einhver gögn leyfileg við próftöku. Í öðru lagi erum við sem fullorðið fólk á 21. Öldinni að fara að skrifa ritgerðir niður á blað þegar við erum að taka próf. Það er ruglað að en sé verið að notast við pappír í prófum í háskóla. Þetta er endalaus eyðsla á blöðum hjá stofnun sem eiga að vera til “fyrirmyndar” auk þess að þetta gagnast lærdómi ekki neitt. Það er löngu búið að þróa tæki og tól sem nýtast okkur í svona tilfellum, notumst við þau! Í þriðja lagi er verið að reyna að keyra stúdenta út með þessu kerfi, bæði háskólar og menntaskólar. Að vinna í þremur og allt upp að fimm áföngum í 4 og ½ mánuð er meira en að segja. Þetta dregur allan vilja og metnað úr sál stúdenta og ýtir bara undir vanlíðan. Skólar í Evrópu Þegar skoðaðir eru aðrir skólar í Evrópu má sjá eitt sem stendur frekar upp úr þar. Félagslíf sem stúdentaráð og skólar setja upp, vikulega. Alls konar viðburðir, mismunandi sem hentar hvaða hóp af fólki sem er. Hvort sem við skoðum Finnland, Holland, Spán eða Þýskaland þá eru þar miklu frekar hópar sem hittast, gera eitthvað saman og hafa gaman. Þetta kemur meðauknum tíma sem fólk hefur til þess að eyða í sjálft sig, frekar en að liggja heima yfir bókum allan liðlangan daginn. Ekki endilega með því að hella í sig áfengi, heldur alls konar annað sem er í boði. Námskerfið er allt öðruvísi, auðvitað fer það eftir skólum, en skemmtilegast finnst mér að sjá hvernig farið er að þessu á mörgum stöðum í Evrópu. Önnum er skipt upp í 2 eða 3 styttri “annir”. Hver áfangi endist ekki nema í mánuð eða tvo og ekki eru teknir fleiri en tveir eða þrír áfangar í einu. Þetta strax leyfir stúdentum að lifa aðeins frjálslegri lífstíl þar sem hægt er að afla sér frekari tekna eða jafnvel bara til þess að eiga meiri tíma með vinum, fjölskyldu eða námsfélögum. Kostnað skólagöngu á Íslandi er eitthvað sem virkilega þarf að rýna betur í. Af hverju geta svona stór ríki eins og Noregur, Svíþjóð og Danmörk leyft háskólanámi að vera stúdentum að kostanaðarlausu, auk þess að gefa námsbækur en Ísland hækkar sín skólagjöld? Ef háskólagjöld hækka upp í 100.000kr.- þá væri hægt að bjóða stúdentum upp á fleiri fríðindi í skólanum. Mörgu þarf að breyta í skólakerfinu á Íslandi. Förum að taka það í gegn áður en það verður of seint! Höfundur er stúdent við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eins og staðan er í dag er háskólanám okkar í samræmi við aðra Evrópska staðla ekki satt? Rangt. Á Íslandi lifir ennþá sá hugsunarháttur að stúdentar eiga að keyra sig út við það að fá námsgráðu í hendurnar. Í Háskóla Íslands lítur út fyrir það að prófessorar hverrar deildar geta ekki samræmt vinnubrögð sín, einn áfanginn gæti verið mjög sanngjarn en annar ekki. Í fyrsta lagi á það ekki að vera normið í dag að lokapróf séu skylda. Það hefur marg sýnt sig að lokapróf sýna ekki fram á kunnáttu og gera ekkert annað en að ýta undir kvíða og streitu stúdenta. Frekar ætti að taka upp þá hefð að hafa heimapróf, eða þó allavega hafa einhver gögn leyfileg við próftöku. Í öðru lagi erum við sem fullorðið fólk á 21. Öldinni að fara að skrifa ritgerðir niður á blað þegar við erum að taka próf. Það er ruglað að en sé verið að notast við pappír í prófum í háskóla. Þetta er endalaus eyðsla á blöðum hjá stofnun sem eiga að vera til “fyrirmyndar” auk þess að þetta gagnast lærdómi ekki neitt. Það er löngu búið að þróa tæki og tól sem nýtast okkur í svona tilfellum, notumst við þau! Í þriðja lagi er verið að reyna að keyra stúdenta út með þessu kerfi, bæði háskólar og menntaskólar. Að vinna í þremur og allt upp að fimm áföngum í 4 og ½ mánuð er meira en að segja. Þetta dregur allan vilja og metnað úr sál stúdenta og ýtir bara undir vanlíðan. Skólar í Evrópu Þegar skoðaðir eru aðrir skólar í Evrópu má sjá eitt sem stendur frekar upp úr þar. Félagslíf sem stúdentaráð og skólar setja upp, vikulega. Alls konar viðburðir, mismunandi sem hentar hvaða hóp af fólki sem er. Hvort sem við skoðum Finnland, Holland, Spán eða Þýskaland þá eru þar miklu frekar hópar sem hittast, gera eitthvað saman og hafa gaman. Þetta kemur meðauknum tíma sem fólk hefur til þess að eyða í sjálft sig, frekar en að liggja heima yfir bókum allan liðlangan daginn. Ekki endilega með því að hella í sig áfengi, heldur alls konar annað sem er í boði. Námskerfið er allt öðruvísi, auðvitað fer það eftir skólum, en skemmtilegast finnst mér að sjá hvernig farið er að þessu á mörgum stöðum í Evrópu. Önnum er skipt upp í 2 eða 3 styttri “annir”. Hver áfangi endist ekki nema í mánuð eða tvo og ekki eru teknir fleiri en tveir eða þrír áfangar í einu. Þetta strax leyfir stúdentum að lifa aðeins frjálslegri lífstíl þar sem hægt er að afla sér frekari tekna eða jafnvel bara til þess að eiga meiri tíma með vinum, fjölskyldu eða námsfélögum. Kostnað skólagöngu á Íslandi er eitthvað sem virkilega þarf að rýna betur í. Af hverju geta svona stór ríki eins og Noregur, Svíþjóð og Danmörk leyft háskólanámi að vera stúdentum að kostanaðarlausu, auk þess að gefa námsbækur en Ísland hækkar sín skólagjöld? Ef háskólagjöld hækka upp í 100.000kr.- þá væri hægt að bjóða stúdentum upp á fleiri fríðindi í skólanum. Mörgu þarf að breyta í skólakerfinu á Íslandi. Förum að taka það í gegn áður en það verður of seint! Höfundur er stúdent við Háskóla Íslands.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar