Ráðist í 300 milljóna verk eftir ólöglegan fund Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 10:41 Ólafur Ragnar Hilmarsson segir móður sína þurfa að borga 60 þúsund krónur á mánuði aukalega vegna framkvæmdanna. Bylgjan Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin. „Hússtjórnin fékk á sínum tíma ráðgjafafyrirtæki sem heitir Verksýn til að taka út hvað þyrfti að gera, gera ástandsskoðun á húsinu, sem var gert. Þar kemur í ljós að það þarf að gera ýmislegt: Skipta um nokkra glugga, laga klæðningu og hitt og þetta,“ segir Ólafur Ragnar Hilmarsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Móðir Ólafs er búsett í Asparfelli og segir Ólafur hana afar venjulegan ellilífeyrisþega. Hann segir að ráðgjafafyrirtækið hafi komið með þá tillögu að skipt yrði um nánast alla glugga í húsinu, sem ekki var þegar búið að skipta um í húsinu, ekki bara þá sem þurfti nauðsynlega að skipta um. Skipta á um 272 glugga í húsinu.Vísir/Vilhelm „Í stað þess að skipta um einhverja 92 glugga var ákveðið að skipta um 272. Það var tillagan frá þeim. Þetta þýðir að verkefnið verður einhverjum 80 til 100 milljón krónum dýrara. Þetta verk kostar tæpar þrjú hundruð milljónir,“ segir Ólafur. Sautján prósent íbúa samþykktu framkvæmdirnar Kostnaðurinn deilist niður á þessar 192 íbúðir sem eru í húsfélaginu. Verkið kostar tæpar 300 milljónir og því töluverður kostnaður á hvern íbúðareiganda. „Í tilviki mömmu, sem á bara litla 60 fermetra íbúð, þá eru þetta einhver 1.100 þúsund sem hún þarf að greiða. Þetta eru 60 þúsund á mánuði í tvö ár og hún byrjar að borga einhvern tíma í sumar. Það er talsvert mikill peningur fyrir svona fólk og ég veit að það er talsvert fleira fólk í sömu stöðu þarna,“ segir Ólafur. Þeir bræður hafi farið að skoða málið fyrir mömmu sína og haft efasemdir um að fundurinn, sem þetta var ákveðið á, hafi verið löglegur. Á fundinum hafi verið fulltrúi frá 51 íbúð af 192. 33 af þessum 51 hafi greitt atkvæði með því að ráðast í framkvæmdirnar. „Við höfðum efasemdir um að þetta væri löglegt af því að þetta er miklu meira en bara nauðsynlegar framkvæmdir. Þess vegna höfðum við samband við hússtjórnina að fá upplýsingar um hitt og þetta. Það gekk mjög erfiðlega. Nánast einu svörin sem við höfum fengið frá hússtjórninni eru bréf frá einhverjum lögfræðingum Eignaumsjónar, sem sér um innheimtu og svona fyrir húsfélagið,“ segir Ólafur. „Þetta horfir þannig við mér að Eignaumsjón og Verksýn séu að reyna að búa til verkefni sem er sem stærst til þess að fá sem mest út úr því.“ Ráðgjafafyrirtækið fær prósentu af heildarupphæðinni Ólafur segir ýmislegt undarlegt við málið. Til dæmis hafi húsfélagið gert samning við Verksýn um að gera úttekt á húsinu og annan samning um að Verksýn hefði eftirlit með verkinu, sjá um útboðið og að Verksýn fengi prósentu af heildarupphæð verksins. Framkvæmdir í Asparfelli hófust í haust.Vísir/Vilhelm „Segjum að þetta kosti 300 milljónir, þá fær ráðgjafafyrirtækið 30 milljónir tæpar. Samningurinn er upp á 9 prósent. Það er hagur ráðgjafafyrirtækisins að það verði gert sem mest og sem dýrast því þá fær hún bara meiri pening,“ segir Ólafur. Gert hafi verið við hluta þeirra glugga, sem nú á að skipta út, fyrir fimm árum síðan. Þannig sé að mati Ólafs hluti verksins óþarfur. „Það var byrjað á þessu í sumar, búið að skipta um fullt af gluggum, og haldið áfram í vetur.“ Vonar að lausn finnist á húsfundi í kvöld Erfitt sé að setja lögbann á framkvæmd sem þessa en kærunefnd húsamála hafi 19. janúar síðastliðinn úrskurðað að fundurinn, þar sem ákvörðun var tekin um að ráðast í verkið, hafi verið ólöglegur. „Þá finnst okkur að stjórn húsfélagsins hefði átt að stoppa við og endurskoða málið aðeins. Ég veit það eru samningar í gildi en það er búið að dæma fundinn ólöglegan þannig að framkvæmdirnar eru allar í uppnámi í raun og veru. Þessi úrskurður hefur ekki verið kynntur fólkinu,“ segir Ólafur. Hann vonast til að lausn finnist í málinu á húsfundi sem verði í kvöld, samkvæmt ábendingu kærunefndar húsamála. „Ég hvet alla sem búa þarna til að skoða þessi mál alvarlega. Þetta skiptir dálítið miklu máli fyrir fólk hvort það þurfi að borga 800 þúsund eða 1,5 milljón. Mér finnst þetta alvarlegt og finnst að þessir aðilar: Hússtjórnin og Eignaumsjón, sem eiga að vinna fyrir fólkið, eigi að vinna fyrir eigendur hússins en eru að berjast gegn því að kostnaðurinn verði lækkaður.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Nágrannadeilur Bítið Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Að vera eða ekki vera í fjöleignarhúsum hæfur Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um nágrannaerjur í fjöleignarhúsum, sbr. nýlega grein mína á þessum vettvangi um um „Fjölbýli í blíðu og stríðu“ og umfjöllun á Stöð 2 sl. sunnudag. Hefur í umræðunni gætt misskilnings um meint rétt- og úrræðaleysi íbúðareiganda í fjöleignarhúsa vegna ónæðisvaldandi granna og réttarstöðu aðila í þýðingarmiklum atriðum. 2. febrúar 2023 13:01 Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Hússtjórnin fékk á sínum tíma ráðgjafafyrirtæki sem heitir Verksýn til að taka út hvað þyrfti að gera, gera ástandsskoðun á húsinu, sem var gert. Þar kemur í ljós að það þarf að gera ýmislegt: Skipta um nokkra glugga, laga klæðningu og hitt og þetta,“ segir Ólafur Ragnar Hilmarsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Móðir Ólafs er búsett í Asparfelli og segir Ólafur hana afar venjulegan ellilífeyrisþega. Hann segir að ráðgjafafyrirtækið hafi komið með þá tillögu að skipt yrði um nánast alla glugga í húsinu, sem ekki var þegar búið að skipta um í húsinu, ekki bara þá sem þurfti nauðsynlega að skipta um. Skipta á um 272 glugga í húsinu.Vísir/Vilhelm „Í stað þess að skipta um einhverja 92 glugga var ákveðið að skipta um 272. Það var tillagan frá þeim. Þetta þýðir að verkefnið verður einhverjum 80 til 100 milljón krónum dýrara. Þetta verk kostar tæpar þrjú hundruð milljónir,“ segir Ólafur. Sautján prósent íbúa samþykktu framkvæmdirnar Kostnaðurinn deilist niður á þessar 192 íbúðir sem eru í húsfélaginu. Verkið kostar tæpar 300 milljónir og því töluverður kostnaður á hvern íbúðareiganda. „Í tilviki mömmu, sem á bara litla 60 fermetra íbúð, þá eru þetta einhver 1.100 þúsund sem hún þarf að greiða. Þetta eru 60 þúsund á mánuði í tvö ár og hún byrjar að borga einhvern tíma í sumar. Það er talsvert mikill peningur fyrir svona fólk og ég veit að það er talsvert fleira fólk í sömu stöðu þarna,“ segir Ólafur. Þeir bræður hafi farið að skoða málið fyrir mömmu sína og haft efasemdir um að fundurinn, sem þetta var ákveðið á, hafi verið löglegur. Á fundinum hafi verið fulltrúi frá 51 íbúð af 192. 33 af þessum 51 hafi greitt atkvæði með því að ráðast í framkvæmdirnar. „Við höfðum efasemdir um að þetta væri löglegt af því að þetta er miklu meira en bara nauðsynlegar framkvæmdir. Þess vegna höfðum við samband við hússtjórnina að fá upplýsingar um hitt og þetta. Það gekk mjög erfiðlega. Nánast einu svörin sem við höfum fengið frá hússtjórninni eru bréf frá einhverjum lögfræðingum Eignaumsjónar, sem sér um innheimtu og svona fyrir húsfélagið,“ segir Ólafur. „Þetta horfir þannig við mér að Eignaumsjón og Verksýn séu að reyna að búa til verkefni sem er sem stærst til þess að fá sem mest út úr því.“ Ráðgjafafyrirtækið fær prósentu af heildarupphæðinni Ólafur segir ýmislegt undarlegt við málið. Til dæmis hafi húsfélagið gert samning við Verksýn um að gera úttekt á húsinu og annan samning um að Verksýn hefði eftirlit með verkinu, sjá um útboðið og að Verksýn fengi prósentu af heildarupphæð verksins. Framkvæmdir í Asparfelli hófust í haust.Vísir/Vilhelm „Segjum að þetta kosti 300 milljónir, þá fær ráðgjafafyrirtækið 30 milljónir tæpar. Samningurinn er upp á 9 prósent. Það er hagur ráðgjafafyrirtækisins að það verði gert sem mest og sem dýrast því þá fær hún bara meiri pening,“ segir Ólafur. Gert hafi verið við hluta þeirra glugga, sem nú á að skipta út, fyrir fimm árum síðan. Þannig sé að mati Ólafs hluti verksins óþarfur. „Það var byrjað á þessu í sumar, búið að skipta um fullt af gluggum, og haldið áfram í vetur.“ Vonar að lausn finnist á húsfundi í kvöld Erfitt sé að setja lögbann á framkvæmd sem þessa en kærunefnd húsamála hafi 19. janúar síðastliðinn úrskurðað að fundurinn, þar sem ákvörðun var tekin um að ráðast í verkið, hafi verið ólöglegur. „Þá finnst okkur að stjórn húsfélagsins hefði átt að stoppa við og endurskoða málið aðeins. Ég veit það eru samningar í gildi en það er búið að dæma fundinn ólöglegan þannig að framkvæmdirnar eru allar í uppnámi í raun og veru. Þessi úrskurður hefur ekki verið kynntur fólkinu,“ segir Ólafur. Hann vonast til að lausn finnist í málinu á húsfundi sem verði í kvöld, samkvæmt ábendingu kærunefndar húsamála. „Ég hvet alla sem búa þarna til að skoða þessi mál alvarlega. Þetta skiptir dálítið miklu máli fyrir fólk hvort það þurfi að borga 800 þúsund eða 1,5 milljón. Mér finnst þetta alvarlegt og finnst að þessir aðilar: Hússtjórnin og Eignaumsjón, sem eiga að vinna fyrir fólkið, eigi að vinna fyrir eigendur hússins en eru að berjast gegn því að kostnaðurinn verði lækkaður.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Nágrannadeilur Bítið Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Að vera eða ekki vera í fjöleignarhúsum hæfur Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um nágrannaerjur í fjöleignarhúsum, sbr. nýlega grein mína á þessum vettvangi um um „Fjölbýli í blíðu og stríðu“ og umfjöllun á Stöð 2 sl. sunnudag. Hefur í umræðunni gætt misskilnings um meint rétt- og úrræðaleysi íbúðareiganda í fjöleignarhúsa vegna ónæðisvaldandi granna og réttarstöðu aðila í þýðingarmiklum atriðum. 2. febrúar 2023 13:01 Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Að vera eða ekki vera í fjöleignarhúsum hæfur Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um nágrannaerjur í fjöleignarhúsum, sbr. nýlega grein mína á þessum vettvangi um um „Fjölbýli í blíðu og stríðu“ og umfjöllun á Stöð 2 sl. sunnudag. Hefur í umræðunni gætt misskilnings um meint rétt- og úrræðaleysi íbúðareiganda í fjöleignarhúsa vegna ónæðisvaldandi granna og réttarstöðu aðila í þýðingarmiklum atriðum. 2. febrúar 2023 13:01
Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00