Eldur vegna rafmagnstækja í hleðslu Ágúst Mogensen skrifar 16. febrúar 2023 12:01 Nýverið var sagt frá því í fréttum að fjölskylda hefði misst nær allar eigur sínar í eldi sem kviknaði út frá hleðslutæki fyrir síma sem staðsett var upp í rúmi í barnaherbergi. Sem betur fer var reykskynjari í herberginu sem varaði heimilisfólk við og hægt var að slökkva eldinn. Lærdómurinn af frásögn fjölskyldunnar er einfaldur en mikilvægur, ekki vera með hleðslutæki í notkun innan um eldfimt undirlag eða yfirbreiðslur og hafið reykskynjara í svefnherbergjum. Hleðslu- og rafmagnstæki sem eru upp í rúmi, liggja á eða undir sæng, púða eða kodda, valda eldhættu. Ekki hengja föt á rafmagnshjól í hleðslu, svona mætti áfram telja. Raftæki er best að hlaða á föstu, tregbrennanlegu undirlagi þar sem loftar um þau. Dæmin eru fleiri Reglulega fáum við fregnir af því að eldur hafi komið upp vegna rafmagnstækja í hleðslu. Eldvarnabandalagið, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og fleiri hafa vakið athygli á þessu vandamáli vegna eldsvoða sem upp hafa komið, t.d. við hleðslu rafhlaupahjóla, handverkfæra og síma. Flestir eru nokkuð grunlausir þegar kemur að hleðslu tækja sem nota liþíum rafhlöður enda treystum við því að varan sé örugg. Alla jafna eru vottuð raftæki örugg en það eru samt nokkur öryggisatriði sem gott er að hafa í huga í umgengni við þau. Sjáanlegar skemmdir á rafhlöðu Ef það er sjáanleg skemmd á tækinu þínu/rafhlöðunni eftir t.d. að þú misstir það í gólfið þá er öruggast að fá nýja rafhlöðu. Skemmdar rafhlöður eru algeng ástæða eldsvoða og á þessu sviði eigum við ekki að spara við okkur. Ekki reyna að laga rafhlöðuna eða líma hana saman. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum (OSHA) hefur bent á þessa hættu þar sem mörg tæki sem við notum við vinnu eru með liþíum rafhlöðu. Þráðlausar myndavélar, talstöðvar og handverkfæri nota undantekningarlaust þessa gerð rafhlaðna. Þetta tengi passar í þessa innstungu! Það er alltaf öruggast að nota hleðslutæki frá framleiðanda tækisins sem er verið að hlaða. Það er ekki sjálfgefið að þó tengi passi að það anni þeirri orkuþörf sem tækið krefst. Ef það gerist er hættan sú að tækið ofhitni og brenni yfir. Þetta gildir um öll raftæki og hleðslu rafmagnsbíla líka. Ekki hlaða rafmagnbílinn þinn með framlengingarsnúrukeflum úr tengli sem annar ekki hleðsluþörf bílsins. Hér á landi eru þekkt dæmi um eld eftir slíka notkun. Notaðu viðurkennda hleðslustöð. Verið líka gagnrýnin á allar hleðslusnúrur, ekki nota sjáanlega laskaðar eða viðgerðar snúrur. Þá er góð regla að taka tæki sem búið er að hlaða úr sambandi. Hvernig slekk ég eldinn? Ef þú metur stöðuna þannig að eldur og reykur sé of mikill þá lokar þú dyrunum, hringir í 112, aðvarar fólk í kringum þig og yfirgefur húsnæðið. Líf og heilsa er alltaf forgangsatriði. Ef þú verður eldsins var í tæka tíð, taktu þá tækið/hleðslusnúruna úr sambandi. Haltu fjarlægð og notaðu duft- eða léttvatnstæki til að slökkva eldinn. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var sagt frá því í fréttum að fjölskylda hefði misst nær allar eigur sínar í eldi sem kviknaði út frá hleðslutæki fyrir síma sem staðsett var upp í rúmi í barnaherbergi. Sem betur fer var reykskynjari í herberginu sem varaði heimilisfólk við og hægt var að slökkva eldinn. Lærdómurinn af frásögn fjölskyldunnar er einfaldur en mikilvægur, ekki vera með hleðslutæki í notkun innan um eldfimt undirlag eða yfirbreiðslur og hafið reykskynjara í svefnherbergjum. Hleðslu- og rafmagnstæki sem eru upp í rúmi, liggja á eða undir sæng, púða eða kodda, valda eldhættu. Ekki hengja föt á rafmagnshjól í hleðslu, svona mætti áfram telja. Raftæki er best að hlaða á föstu, tregbrennanlegu undirlagi þar sem loftar um þau. Dæmin eru fleiri Reglulega fáum við fregnir af því að eldur hafi komið upp vegna rafmagnstækja í hleðslu. Eldvarnabandalagið, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og fleiri hafa vakið athygli á þessu vandamáli vegna eldsvoða sem upp hafa komið, t.d. við hleðslu rafhlaupahjóla, handverkfæra og síma. Flestir eru nokkuð grunlausir þegar kemur að hleðslu tækja sem nota liþíum rafhlöður enda treystum við því að varan sé örugg. Alla jafna eru vottuð raftæki örugg en það eru samt nokkur öryggisatriði sem gott er að hafa í huga í umgengni við þau. Sjáanlegar skemmdir á rafhlöðu Ef það er sjáanleg skemmd á tækinu þínu/rafhlöðunni eftir t.d. að þú misstir það í gólfið þá er öruggast að fá nýja rafhlöðu. Skemmdar rafhlöður eru algeng ástæða eldsvoða og á þessu sviði eigum við ekki að spara við okkur. Ekki reyna að laga rafhlöðuna eða líma hana saman. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum (OSHA) hefur bent á þessa hættu þar sem mörg tæki sem við notum við vinnu eru með liþíum rafhlöðu. Þráðlausar myndavélar, talstöðvar og handverkfæri nota undantekningarlaust þessa gerð rafhlaðna. Þetta tengi passar í þessa innstungu! Það er alltaf öruggast að nota hleðslutæki frá framleiðanda tækisins sem er verið að hlaða. Það er ekki sjálfgefið að þó tengi passi að það anni þeirri orkuþörf sem tækið krefst. Ef það gerist er hættan sú að tækið ofhitni og brenni yfir. Þetta gildir um öll raftæki og hleðslu rafmagnsbíla líka. Ekki hlaða rafmagnbílinn þinn með framlengingarsnúrukeflum úr tengli sem annar ekki hleðsluþörf bílsins. Hér á landi eru þekkt dæmi um eld eftir slíka notkun. Notaðu viðurkennda hleðslustöð. Verið líka gagnrýnin á allar hleðslusnúrur, ekki nota sjáanlega laskaðar eða viðgerðar snúrur. Þá er góð regla að taka tæki sem búið er að hlaða úr sambandi. Hvernig slekk ég eldinn? Ef þú metur stöðuna þannig að eldur og reykur sé of mikill þá lokar þú dyrunum, hringir í 112, aðvarar fólk í kringum þig og yfirgefur húsnæðið. Líf og heilsa er alltaf forgangsatriði. Ef þú verður eldsins var í tæka tíð, taktu þá tækið/hleðslusnúruna úr sambandi. Haltu fjarlægð og notaðu duft- eða léttvatnstæki til að slökkva eldinn. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar