Móðir viðmælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak Bjarki Sigurðsson skrifar 16. febrúar 2023 20:37 Edda Falak er þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttarins Eigin kvenna. Vísir/Vilhelm Móðir konu sem rætt var við í hlaðvarpsþættinum Eigin konur hefur höfðað mál gegn þáttastjórnanda þáttanna, Eddu Falak. Hún vill meina að upptökur sem spilaðar voru í þættinum hafi verið teknar án hennar vitundar. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður móðurinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Dóttir konunnar steig fram í þættinum og lýsti andlegu ofbeldi sem móðir hennar hafði beitt hana alla hennar æsku. Í þættinum voru spilaðar hljóðupptökur af samskiptum móðurinnar við dóttur sína en meðal þess sem hún sagði var: „væri betra fyrir alla ef þú myndir bara deyja“ og „ég þoli þig ekki“. Málaferli hófust í haust en nú er beðið eftir því að aðalmeðferð fari fram. Líklega fer hún fram í mars en móðirin krefst miskabóta en aðallega snýst málið um uppreisn æru, að hún fái staðfest að á henni hafi verið brotið. „Það er svona verið að velta því upp hvort hún hafi verið gerð persónugreinanleg með því að spila þessa hljóðupptöku. Hún þjónaði kannski engum sérstökum tilgangi fyrir umfjöllunina sem slíka. Umfjöllunin hefði verið alveg sú sama þótt þessar upptökur hefðu ekki verið spilaðar. Þannig það er gengið hart að hennar friðhelgi. Þetta snýst algjörlega um hljóðupptökurnar,“ segir Auður. Fyrr í dag greindi DV frá því að Edda hefði boðað breytingar á Eigin konum. Enginn þáttur hefur komið síðan fyrir tveimur mánuðum síðan, þann 15. desember á síðasta ári. Þrátt fyrir enga þætti hafa áskrifendur þáttarins á Patreon greitt fyrir áskrift sína en samkvæmt útreikningum DV eru það að minnsta kosti 1,8 milljón króna sem hún hefur fengið síðustu tvo mánuði. Búið er að setja tilkynningu á Patreon áskriftarvef Eigin kvenna þar sem segir að áskrifendur muni ekki greiða mánaðargjald fyrir mars. Breytingar eru væntanlegar sem munu vera tilkynntar fyrir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Fjölmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður móðurinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Dóttir konunnar steig fram í þættinum og lýsti andlegu ofbeldi sem móðir hennar hafði beitt hana alla hennar æsku. Í þættinum voru spilaðar hljóðupptökur af samskiptum móðurinnar við dóttur sína en meðal þess sem hún sagði var: „væri betra fyrir alla ef þú myndir bara deyja“ og „ég þoli þig ekki“. Málaferli hófust í haust en nú er beðið eftir því að aðalmeðferð fari fram. Líklega fer hún fram í mars en móðirin krefst miskabóta en aðallega snýst málið um uppreisn æru, að hún fái staðfest að á henni hafi verið brotið. „Það er svona verið að velta því upp hvort hún hafi verið gerð persónugreinanleg með því að spila þessa hljóðupptöku. Hún þjónaði kannski engum sérstökum tilgangi fyrir umfjöllunina sem slíka. Umfjöllunin hefði verið alveg sú sama þótt þessar upptökur hefðu ekki verið spilaðar. Þannig það er gengið hart að hennar friðhelgi. Þetta snýst algjörlega um hljóðupptökurnar,“ segir Auður. Fyrr í dag greindi DV frá því að Edda hefði boðað breytingar á Eigin konum. Enginn þáttur hefur komið síðan fyrir tveimur mánuðum síðan, þann 15. desember á síðasta ári. Þrátt fyrir enga þætti hafa áskrifendur þáttarins á Patreon greitt fyrir áskrift sína en samkvæmt útreikningum DV eru það að minnsta kosti 1,8 milljón króna sem hún hefur fengið síðustu tvo mánuði. Búið er að setja tilkynningu á Patreon áskriftarvef Eigin kvenna þar sem segir að áskrifendur muni ekki greiða mánaðargjald fyrir mars. Breytingar eru væntanlegar sem munu vera tilkynntar fyrir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Fjölmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira