Benedikt: „Það er ógeðslega erfitt að spila á móti þeim“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 16. febrúar 2023 21:27 Benedikt Guðmundsson hafði áhyggjur af sínum mönnum í upphafi leiks. Hulda Margrét Benedikt Guðmundssyni, þjálfara liðs Njarðvíkur í Subway-deild karla í körfubolta, leist ekkert á blikuna í upphafi leiks hans manna á heimavelli gegn Breiðablik fyrr í kvöld. Eftir tvær og hálfa mínútu í fyrsta leikhluta var staðan 0-11 fyrir gestina. „Mér leist ekkert á þetta í byrjun. Ég þurfti að taka leikhlé eftir tvær mínútur. Við vorum ekki alveg að gera það sem við ætluðum að gera. Við vorum að skjóta aðeins of snemma. Ekki að bíða eftir besta færinu í sókninni. Ekki að fara nógu langt inn í sóknina. Við vorum aðeins of seinir til baka og vorum ekki að þrengja varnarvöllinn hjá okkur þegar ákveðnir menn voru með boltann.“ Njarðvíkingar tóku sig þó saman í andlitinu á endanum. Þeir voru einu stigi undir í lok fyrsta leikhluta og tíu stigum yfir í hálfleik en leikurinn endaði síðan með stórsigri heimamanna 135-95. „Sem betur fer komum við til baka. Jafn fyrsti leikhluti svo náum við að byggja smá forskot í öðrum leikhluta. Ég held að seinni hálfeikur, fyrir utan fyrstu tvær til þrjár mínúturnar, hafi verið okkar.“ Breiðablik spilar mjög hraðan leik og misjafnt er hversu vel leikmenn ráða við að verjast leikstíl af því tagi. Benedikt var þó ekki á því að Njarðvíkingar hefðu ekki ráðið við hraða gestanna í byrjun en síðan náð tökum á honum. „Þeir eru alltaf hraðir. Þú verður að vera einbeittur og verður að taka góðar ákvarðanir. Annars refsa þeir. Það er ógeðslega erfitt að spila á móti þeim. Ég er hrifinn af þeirra leið. Það eru margar leiðir til að ná árangri og þetta virkar fyrir þá. Annaðhvort svínvirkar þetta eða þetta verður ströggl og þetta var ströggl hjá þeim í seinni hálfleik.“ „Við fórum að gera betur og það vantaði lykilmenn hjá þeim. Julio De Assis og Sölva [Ólason] sem er líka mikilvægur í Blikaliðinu. Við vorum með fullt lið þannig að mér fannst við bara eiga að taka þetta.“ Varnarleikurinn hefur verið mjög sterkur hjá Njarðvík í vetur miðað við alla tölfræði. Benedikt var spurður hvort varnarleikurinn hefði ekki gengið upp í byrjun leiks og leikmenn ekki að fara eftir varnarskipulagi. Var honum þá tíðrætt um Everage Lee Richardson, leikmann Breiðabliks, sem var stigahæstur á vellinum með þrjátíu og fjögur stig. „Þegar Everage Richardson er í þessum ham þá er eiginlega ekkert sem þú getur gert. Hann var ekki að skjóta fríum skotum en þegar hann tekur þetta „shake og bake“ og „step-back“ og setur hann svo í andlitið á mönnum þá er voðalítið hægt að gera. Þeir voru ekki með margar stoðsendingar. Hann var ekki að skjóta eftir samspil. Hann var bara að taka menn á og enginn er betri í því.“ „Við prófuðum að setja Mario á hann í seinni hálfleik. Þannig að hann væri með stærri mann á sér. Það skipti engu máli. Að öðru leyti var margt ágætt hjá okkur varnarlega en við réðum ekkert við hann.“ Næsta umferð deildarinnar verður eftir tvær og hálfa viku vegna verkefna íslenska karlalandsliðsins. Benedikt leist ekki alveg nógu vel á að fá svona langt hlé þegar hans lið væri í jafn góðum gír. „Ég er ekkert valhoppandi yfir því að það skuli vera hlé núna þegar við erum á svona góðu „rönni“. Vonandi drepur þetta ekki niður ryþmann hjá okkur en við reynum að nýta þetta hlé vel og koma klárir í lokakaflann. Aðallega vona ég að íslenska karlalandsliðinu gangi vel í þessum glugga, vinnu Georgíu úti og við förum á HM. Á meðan vinnum við í okkar leik og verðum vonandi betri,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 135-95 | Risasigur í Ljónagryfjunni Njarðvík vann sannkallaðan risasigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem gestirnir í Breiðablik byrjuðu betur sigldu Njarðvíkingar fram úr og unnu 40 stiga sigur, 135-95. 16. febrúar 2023 19:55 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
„Mér leist ekkert á þetta í byrjun. Ég þurfti að taka leikhlé eftir tvær mínútur. Við vorum ekki alveg að gera það sem við ætluðum að gera. Við vorum að skjóta aðeins of snemma. Ekki að bíða eftir besta færinu í sókninni. Ekki að fara nógu langt inn í sóknina. Við vorum aðeins of seinir til baka og vorum ekki að þrengja varnarvöllinn hjá okkur þegar ákveðnir menn voru með boltann.“ Njarðvíkingar tóku sig þó saman í andlitinu á endanum. Þeir voru einu stigi undir í lok fyrsta leikhluta og tíu stigum yfir í hálfleik en leikurinn endaði síðan með stórsigri heimamanna 135-95. „Sem betur fer komum við til baka. Jafn fyrsti leikhluti svo náum við að byggja smá forskot í öðrum leikhluta. Ég held að seinni hálfeikur, fyrir utan fyrstu tvær til þrjár mínúturnar, hafi verið okkar.“ Breiðablik spilar mjög hraðan leik og misjafnt er hversu vel leikmenn ráða við að verjast leikstíl af því tagi. Benedikt var þó ekki á því að Njarðvíkingar hefðu ekki ráðið við hraða gestanna í byrjun en síðan náð tökum á honum. „Þeir eru alltaf hraðir. Þú verður að vera einbeittur og verður að taka góðar ákvarðanir. Annars refsa þeir. Það er ógeðslega erfitt að spila á móti þeim. Ég er hrifinn af þeirra leið. Það eru margar leiðir til að ná árangri og þetta virkar fyrir þá. Annaðhvort svínvirkar þetta eða þetta verður ströggl og þetta var ströggl hjá þeim í seinni hálfleik.“ „Við fórum að gera betur og það vantaði lykilmenn hjá þeim. Julio De Assis og Sölva [Ólason] sem er líka mikilvægur í Blikaliðinu. Við vorum með fullt lið þannig að mér fannst við bara eiga að taka þetta.“ Varnarleikurinn hefur verið mjög sterkur hjá Njarðvík í vetur miðað við alla tölfræði. Benedikt var spurður hvort varnarleikurinn hefði ekki gengið upp í byrjun leiks og leikmenn ekki að fara eftir varnarskipulagi. Var honum þá tíðrætt um Everage Lee Richardson, leikmann Breiðabliks, sem var stigahæstur á vellinum með þrjátíu og fjögur stig. „Þegar Everage Richardson er í þessum ham þá er eiginlega ekkert sem þú getur gert. Hann var ekki að skjóta fríum skotum en þegar hann tekur þetta „shake og bake“ og „step-back“ og setur hann svo í andlitið á mönnum þá er voðalítið hægt að gera. Þeir voru ekki með margar stoðsendingar. Hann var ekki að skjóta eftir samspil. Hann var bara að taka menn á og enginn er betri í því.“ „Við prófuðum að setja Mario á hann í seinni hálfleik. Þannig að hann væri með stærri mann á sér. Það skipti engu máli. Að öðru leyti var margt ágætt hjá okkur varnarlega en við réðum ekkert við hann.“ Næsta umferð deildarinnar verður eftir tvær og hálfa viku vegna verkefna íslenska karlalandsliðsins. Benedikt leist ekki alveg nógu vel á að fá svona langt hlé þegar hans lið væri í jafn góðum gír. „Ég er ekkert valhoppandi yfir því að það skuli vera hlé núna þegar við erum á svona góðu „rönni“. Vonandi drepur þetta ekki niður ryþmann hjá okkur en við reynum að nýta þetta hlé vel og koma klárir í lokakaflann. Aðallega vona ég að íslenska karlalandsliðinu gangi vel í þessum glugga, vinnu Georgíu úti og við förum á HM. Á meðan vinnum við í okkar leik og verðum vonandi betri,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 135-95 | Risasigur í Ljónagryfjunni Njarðvík vann sannkallaðan risasigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem gestirnir í Breiðablik byrjuðu betur sigldu Njarðvíkingar fram úr og unnu 40 stiga sigur, 135-95. 16. febrúar 2023 19:55 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 135-95 | Risasigur í Ljónagryfjunni Njarðvík vann sannkallaðan risasigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem gestirnir í Breiðablik byrjuðu betur sigldu Njarðvíkingar fram úr og unnu 40 stiga sigur, 135-95. 16. febrúar 2023 19:55
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum