Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2023 11:26 Jóhann Viggó Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að eldurinn í husinu við Vatnagarða 18 hafi verið bundinn við tvö herbergi. Mikið tjón sé þá einnig vegna sóts og reyks. Vísir/Vilhelm Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta kom fram í máli Jóhanns Viggós Jónssonar varðstjóra í samtali við fréttamann fyrir utan Vatnagarða 18 í morgun. Slökkvilið var þá búið að slökkva eldinn þó að enn væri glóðavinna í gangi. „Við fengum ansi svæsna tilkynningu í morgun. Mikill svartur reykur sem kom út úr húsi í Vatnagörðum. Þannig að við sendum allt tiltækt lið á staðinn, bæði sjúkrabíla og slökkviliða, vitandi það að það væru þrjátíu manns sem væru með aðsetur á þessari hæð.“ Hann segir að það hafi logað úr austurgafli hússins þegar slökkvilið mætti á staðinn. „Mikill eldur og reykur. Mikil orka þar í gangi. Þannig að við sendum strax reykkafara inn til að leita og við fengum fréttir að það væri fólk inni í herbergjum sínum. Við reistum þá körfubíl og okkur tókst tiltölulega fljótt að slá á eldinn. Mikill hiti, mikill reykur var um alla hæðina, mörg herbergi.“ Hann segir að leitarstarf hafi tekið töluverðan tíma. „Við fengum – ég er ekki alveg með töluna hvað við náðum mörgum niður á hæðina – en við fluttum fimm á slysadeild í skoðun.“ Hann segist ekki vera með upplýsngar um líðan þeirra. Slasaðist einhver alvarlega? „Ég er ekki með upplýsingar um það. Við erum bara að vinna með brunann. Eins og ég segi þá voru fimm fluttir á slysadeild og ég er ekki með upplýsingar um líðan þeirra.“ Það er búið að ná öllum út úr húsinu? „Já, við erum búin að fínkemba allt húsnæðið. Það er enginn þarna á efri hæðinni. Við og lögregla erum búin að gera grein fyrir öllum þeim sem búa þarna. Nú erum við bara að vinna í að slökkva glæður, skrúfa fyrir vatn á húsinu, vatnsleiðslur og skömmu síðar afhendum við lögreglu vettvanginn til rannsóknar.“ Jóhann Viggó segir að ekki sé vitað um eldsupptök. „Þetta var bundið við tvö herbergi á efri hæðinni en við vitum ekki hvernig þetta kom til.“ Hann segir að um töluvert tjón sé að ræða á efri hæðinni, bæði vegna elds, sóts og reyks. Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Þetta kom fram í máli Jóhanns Viggós Jónssonar varðstjóra í samtali við fréttamann fyrir utan Vatnagarða 18 í morgun. Slökkvilið var þá búið að slökkva eldinn þó að enn væri glóðavinna í gangi. „Við fengum ansi svæsna tilkynningu í morgun. Mikill svartur reykur sem kom út úr húsi í Vatnagörðum. Þannig að við sendum allt tiltækt lið á staðinn, bæði sjúkrabíla og slökkviliða, vitandi það að það væru þrjátíu manns sem væru með aðsetur á þessari hæð.“ Hann segir að það hafi logað úr austurgafli hússins þegar slökkvilið mætti á staðinn. „Mikill eldur og reykur. Mikil orka þar í gangi. Þannig að við sendum strax reykkafara inn til að leita og við fengum fréttir að það væri fólk inni í herbergjum sínum. Við reistum þá körfubíl og okkur tókst tiltölulega fljótt að slá á eldinn. Mikill hiti, mikill reykur var um alla hæðina, mörg herbergi.“ Hann segir að leitarstarf hafi tekið töluverðan tíma. „Við fengum – ég er ekki alveg með töluna hvað við náðum mörgum niður á hæðina – en við fluttum fimm á slysadeild í skoðun.“ Hann segist ekki vera með upplýsngar um líðan þeirra. Slasaðist einhver alvarlega? „Ég er ekki með upplýsingar um það. Við erum bara að vinna með brunann. Eins og ég segi þá voru fimm fluttir á slysadeild og ég er ekki með upplýsingar um líðan þeirra.“ Það er búið að ná öllum út úr húsinu? „Já, við erum búin að fínkemba allt húsnæðið. Það er enginn þarna á efri hæðinni. Við og lögregla erum búin að gera grein fyrir öllum þeim sem búa þarna. Nú erum við bara að vinna í að slökkva glæður, skrúfa fyrir vatn á húsinu, vatnsleiðslur og skömmu síðar afhendum við lögreglu vettvanginn til rannsóknar.“ Jóhann Viggó segir að ekki sé vitað um eldsupptök. „Þetta var bundið við tvö herbergi á efri hæðinni en við vitum ekki hvernig þetta kom til.“ Hann segir að um töluvert tjón sé að ræða á efri hæðinni, bæði vegna elds, sóts og reyks.
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47