Hlynur dustar rykið af landsliðsskónum: „Fannst alltaf hallærislegt þegar menn voru að koma aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2023 10:30 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, dustar rykið af landsliðsskónum eftir þriggja ára fjarveru. Vísir/Arnar Allt er fertugum fært. Hlynur Bæringsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í íslenska landsliðið í körfubolta á nýjan leik fyrir leikina gegn Spánverjum og Georgíu í undankeppni heimsmeistaramótsins síðar í þessum mánuði. Hlynur, sem á 125 landsleiki að baki, lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019 eftir leik gegn Portúgal í Laugardalshöll. En hvers vegna snýr hann til baka? „Þetta er mjög góð spurning. Mér fannst alltaf sérstaklega hallærislegt þegar menn voru að koma aftur, hætta og koma aftur,“ sagði Hlynur Bæringsson í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „En hvers vegna? Craig [Pedersen, landsliðsþjálfari] einfaldlega bara hringdi í mig og spurði hvort ég væri klár í þetta. Ég þurfti aðeins að hugsa það enda er ég á fimmtugsaldri og allt það. Og mig langaði bara að vera með og taka þátt ef ég gæti eitthvað hjálpað.“ „Erum ekki að fara litlir í okkur“ Íslenska liðið mætir Spánverjum á heimavelli næstkomandi fimmtudag og Georgíumönnum ytra þremur dögum síðar í gríðarlega mikilvægum leikjum í undankeppni HM. „Fyrri leikurinn á móti Spáni verður mjög flókinn þó þeir séu ekki með sitt besta lið. Þeir eru bara þannig mannaðir.“ „En seinni leikurinn á móti Georgíu, yfirleitt erum við nú lægra skrifaðir en í þessu tilfelli höfum við fulla trú á því að við getum unnið þá. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt og þetta er mjög langt ferðalag og allt það. En strákarnir sem spiluðu leikinn hérna í Höllinni fyrir áramót sýndu það nú og við erum ekki að fara litlir í okkur þangað. Við ætlum bara að fara og leggja allt á borðið og reyna að koma okkur áfram.“ Mikill heiður að vera valinn aftur í landsliðið Þá segir Hlynur að hann hafi þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann játaði landsliðssætinu á ný, enda sé nóg að gera hjá honum og hans fjölskyldu þessa dagana. Hann segir þó að það hafi hjálpað ákvörðuninni að vita að þetta væri stutt verkefni og að líklega verða landsleikirnir ekki mikið fleiri. „Já auðvitað [þurfti ég að hugsa mig um]. Eins og ég segi þá er alveg nóg að gera eins og hjá flestum sem eru að spila á Íslandsmótinu. Ég er auðvitað bara í vinnu og að spila og í háskólanámi. Svo er konan mín að stofna fyrirtæki þannig að auðvitað þurfti ég að hugsa þetta.“ „En þetta er stuttur tími og það er í sjálfu sér löngu útséð að þetta verður ekki mikið lengur,“ sagði Hlynur léttur. „Ég veit að það verður góð stemning bæði hérna heima og svo veit ég að það verður rosaleg stemning í Georgíu. Innst inni var þetta líka bara einhver svona heiður - þó maður sé orðinn fertugur og það vita það allir að maður er ekki eins góður og maður var - að Craig hafi viljað fá mig. Og sama í hvaða hlutverki maður verður, sama hvort ég komi eitthvað inn á eða hvort ég verði valinn í liðð yfir höfuð. Það kemur í ljós, en þetta var líka bar heiður og skemmtilegt,“ sagði Hlynur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hlynur Bærings dustar rykið af landsliðsskónum. Landslið karla í körfubolta Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Hlynur, sem á 125 landsleiki að baki, lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019 eftir leik gegn Portúgal í Laugardalshöll. En hvers vegna snýr hann til baka? „Þetta er mjög góð spurning. Mér fannst alltaf sérstaklega hallærislegt þegar menn voru að koma aftur, hætta og koma aftur,“ sagði Hlynur Bæringsson í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „En hvers vegna? Craig [Pedersen, landsliðsþjálfari] einfaldlega bara hringdi í mig og spurði hvort ég væri klár í þetta. Ég þurfti aðeins að hugsa það enda er ég á fimmtugsaldri og allt það. Og mig langaði bara að vera með og taka þátt ef ég gæti eitthvað hjálpað.“ „Erum ekki að fara litlir í okkur“ Íslenska liðið mætir Spánverjum á heimavelli næstkomandi fimmtudag og Georgíumönnum ytra þremur dögum síðar í gríðarlega mikilvægum leikjum í undankeppni HM. „Fyrri leikurinn á móti Spáni verður mjög flókinn þó þeir séu ekki með sitt besta lið. Þeir eru bara þannig mannaðir.“ „En seinni leikurinn á móti Georgíu, yfirleitt erum við nú lægra skrifaðir en í þessu tilfelli höfum við fulla trú á því að við getum unnið þá. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt og þetta er mjög langt ferðalag og allt það. En strákarnir sem spiluðu leikinn hérna í Höllinni fyrir áramót sýndu það nú og við erum ekki að fara litlir í okkur þangað. Við ætlum bara að fara og leggja allt á borðið og reyna að koma okkur áfram.“ Mikill heiður að vera valinn aftur í landsliðið Þá segir Hlynur að hann hafi þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann játaði landsliðssætinu á ný, enda sé nóg að gera hjá honum og hans fjölskyldu þessa dagana. Hann segir þó að það hafi hjálpað ákvörðuninni að vita að þetta væri stutt verkefni og að líklega verða landsleikirnir ekki mikið fleiri. „Já auðvitað [þurfti ég að hugsa mig um]. Eins og ég segi þá er alveg nóg að gera eins og hjá flestum sem eru að spila á Íslandsmótinu. Ég er auðvitað bara í vinnu og að spila og í háskólanámi. Svo er konan mín að stofna fyrirtæki þannig að auðvitað þurfti ég að hugsa þetta.“ „En þetta er stuttur tími og það er í sjálfu sér löngu útséð að þetta verður ekki mikið lengur,“ sagði Hlynur léttur. „Ég veit að það verður góð stemning bæði hérna heima og svo veit ég að það verður rosaleg stemning í Georgíu. Innst inni var þetta líka bara einhver svona heiður - þó maður sé orðinn fertugur og það vita það allir að maður er ekki eins góður og maður var - að Craig hafi viljað fá mig. Og sama í hvaða hlutverki maður verður, sama hvort ég komi eitthvað inn á eða hvort ég verði valinn í liðð yfir höfuð. Það kemur í ljós, en þetta var líka bar heiður og skemmtilegt,“ sagði Hlynur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hlynur Bærings dustar rykið af landsliðsskónum.
Landslið karla í körfubolta Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira