Kjaradeila SA og Eflingar um lágmarkslaun í velsældarsamfélaginu Íslandi Helga Ingólfsdóttir skrifar 18. febrúar 2023 10:58 Nú stendur yfir mikilvæg kjaradeila milli SA og Eflingar þar sem tekist er á um taxtahækkanir lágmarkslauna. Krafa Eflingar er að lágmarkstaxti verði 408 þúsund krónur á mánuði. Hvort sú krafa næst fram í þessari lotu liggur ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð en umræðan og harkan sem birst hefur í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna kröfugerðar Eflingar vekur upp spurningar um hvort þessi barátta er háð á réttum vígvelli. Við búum við velsæld á Íslandi Hvers vegna þurfa félagar í Eflingu að berjast svona hatrammlega fyrir betri kjörum í því velsældarsamfélagi sem við búum í, kjörum sem ættu að vera eðlileg og sjálfsögð? Fyrir liggur að viðsemjendur félagsins eru fulltrúar atvinnugreina sem skila góðum hagnaði og því er krafan ekki að setja þessar starfsgreinar á hliðina. Harkan í þessum viðræðum á sér dýpri rætur og virðist snúa að öðrum þáttum eins og því hverjir raunverulega stjórna og leggja megin línurnar í samfélaginu okkar. Umræðunni er svo stundum viljandi snúið á hvolf þar sem hún er meðal annars persónugerð og röngum eða villandi staðreyndum haldið fram. Stéttarfélög gegna mikilvægu hlutverki á Íslandi. Þetta er staðreynd sem flestir eru sammála en þó eru einhverjir sem telja að stéttarfélögin ráði of miklu. Þegar litið er til þess víðtæka hlutverks sem stéttarfélög gegna fyrir félagsmenn og samfélagið allt mætti þó alveg eins segja að þau ráði of litlu. Helstu framfarir og kjarabætur sem við öll njótum góðs af hafa að mestu leyti áunnist í gegnum baráttu stéttarfélaga, oft tengslum við kjaraviðræður á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna þau mikilvægu réttindi sem atvinnuleysistryggingar eru, orlofsréttindi, sjúkrabætur, fæðingarorlof, stytting vinnuvikunnar og svo mætti lengi telja. Ísland er ríkt land í öllum samanburði Þess vegna berum við öll saman ábyrgð á því að tryggja að lágmarkslaun í landinu séu með þeim hætti að unnt sé að framfleyta sér á þeim og njóta lágmarks lífsgæða í okkar góða samfélagi. Fyrir liggja félagsfræðilegar greiningar á því hvar mörkin þurfa að vera og rannsóknir Vörðu og fleiri aðila sem hafa skoðað kjör láglaunastétta sýna að það er okkar allra hagur að lágmarkslaun séu ekki undir framfærsluviðmiðum þar sem það hefur viðvarandi neikvæð áhrif á heilsu, lífsgæði og starfsaldur. Kjaradeilan sem nú stendur yfir milli Eflingar og SA virðist á köflum vera hörð en eldri og reyndari verkalýðsforingjar muna örugglega harðari deilur. Þessi kjaradeila verður vonandi lærdómur fyrir okkur öll sem koma að kjaraviðræðum um að vanda betur til verka þannig að enginn þurfi á Íslandi að standa úti á götu með mótmælaspjöld til þess að ná eyrum ráðamanna og almennings vegna baráttu sinnar fyrir þeim sjálfsögðu og eðlilegu réttindum að gefa framfleytt sér á launum fyrir fulla vinnu. Við eigum að vera komin lengra á veg en svo. Höfundur er stjórnarmaður í VR og Miðstjórn ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir mikilvæg kjaradeila milli SA og Eflingar þar sem tekist er á um taxtahækkanir lágmarkslauna. Krafa Eflingar er að lágmarkstaxti verði 408 þúsund krónur á mánuði. Hvort sú krafa næst fram í þessari lotu liggur ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð en umræðan og harkan sem birst hefur í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna kröfugerðar Eflingar vekur upp spurningar um hvort þessi barátta er háð á réttum vígvelli. Við búum við velsæld á Íslandi Hvers vegna þurfa félagar í Eflingu að berjast svona hatrammlega fyrir betri kjörum í því velsældarsamfélagi sem við búum í, kjörum sem ættu að vera eðlileg og sjálfsögð? Fyrir liggur að viðsemjendur félagsins eru fulltrúar atvinnugreina sem skila góðum hagnaði og því er krafan ekki að setja þessar starfsgreinar á hliðina. Harkan í þessum viðræðum á sér dýpri rætur og virðist snúa að öðrum þáttum eins og því hverjir raunverulega stjórna og leggja megin línurnar í samfélaginu okkar. Umræðunni er svo stundum viljandi snúið á hvolf þar sem hún er meðal annars persónugerð og röngum eða villandi staðreyndum haldið fram. Stéttarfélög gegna mikilvægu hlutverki á Íslandi. Þetta er staðreynd sem flestir eru sammála en þó eru einhverjir sem telja að stéttarfélögin ráði of miklu. Þegar litið er til þess víðtæka hlutverks sem stéttarfélög gegna fyrir félagsmenn og samfélagið allt mætti þó alveg eins segja að þau ráði of litlu. Helstu framfarir og kjarabætur sem við öll njótum góðs af hafa að mestu leyti áunnist í gegnum baráttu stéttarfélaga, oft tengslum við kjaraviðræður á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna þau mikilvægu réttindi sem atvinnuleysistryggingar eru, orlofsréttindi, sjúkrabætur, fæðingarorlof, stytting vinnuvikunnar og svo mætti lengi telja. Ísland er ríkt land í öllum samanburði Þess vegna berum við öll saman ábyrgð á því að tryggja að lágmarkslaun í landinu séu með þeim hætti að unnt sé að framfleyta sér á þeim og njóta lágmarks lífsgæða í okkar góða samfélagi. Fyrir liggja félagsfræðilegar greiningar á því hvar mörkin þurfa að vera og rannsóknir Vörðu og fleiri aðila sem hafa skoðað kjör láglaunastétta sýna að það er okkar allra hagur að lágmarkslaun séu ekki undir framfærsluviðmiðum þar sem það hefur viðvarandi neikvæð áhrif á heilsu, lífsgæði og starfsaldur. Kjaradeilan sem nú stendur yfir milli Eflingar og SA virðist á köflum vera hörð en eldri og reyndari verkalýðsforingjar muna örugglega harðari deilur. Þessi kjaradeila verður vonandi lærdómur fyrir okkur öll sem koma að kjaraviðræðum um að vanda betur til verka þannig að enginn þurfi á Íslandi að standa úti á götu með mótmælaspjöld til þess að ná eyrum ráðamanna og almennings vegna baráttu sinnar fyrir þeim sjálfsögðu og eðlilegu réttindum að gefa framfleytt sér á launum fyrir fulla vinnu. Við eigum að vera komin lengra á veg en svo. Höfundur er stjórnarmaður í VR og Miðstjórn ASÍ.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun