„Langar að heiðra minningu Vilhjálms“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. febrúar 2023 07:32 Íslandsmethafinn Daníel Ingi Egilsson. Vísir/Arnar Stökkvarinn Daníel Ingi Egilsson sló tólf ára gamalt Íslandsmet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum um helgina, eftir langt hlé frá stökkinu. Hann setur markið hátt í framhaldinu og vill heiðra minningu goðsagnar. Daníel Ingi fór mikinn um helgina hvar hann var öflugur í bæði langstökki og þrístökki. Hann setti raunar Íslandsmet í þrístökkinu og bætti met Kristins Torfasonar frá 2011 um heila 22 sentímetra, þegar hann stökk 15,49 metra. „Þetta er náttúrulega bara búið að liggja í loftinu og hæstánægður að hafa loksins náð þessu. Stökk einu sinni utanhúss síðasta sumar yfir metið en það var náttúrulega utanhúss. Þá svona fóru hjólin að rúlla og maður áttaði sig á að maður gæti loksins verið að fara ná þessu meti. Þetta er búið að vera langur aðdragandi að þessu og mikið svekkelsi að þetta hafi tekið svona langan tíma en góðir hlutir gerast hægt og ég er mjög ánægður með þetta.“ „Mikið af tilfinningum að flæða inn eftir þetta, eftir alla þessa vinnu sem fór í að ná þessu meti. Allt í allt var ég himinlifandi með þetta.“ „Einhver smá spotti í þetta“ „Það er að ná metinu hans Jóns Arnars [Magnússonar]. Það er langt síðan það hefur verið einhver sérhæfður langstökkvari svo það er kominn tími á að slá metið hans Jóns Arnars. Það er 7,82 metrar inni en 8 metrar úti þannig að það er einhver smá spotti í þetta en maður hefur fulla trú á að þetta komi einn daginn,“ sagði Daníel Ingi um næstu markmið. Vill heiðra minningu Vilhjálms Daníel er nánast nýhafinn að stunda íþróttina á ný eftir sjö ára pásu en hann byrjaði aftur að stunda þrístökkið á ný árið 2021. Þar er heljarinnar met sem hefur staðið frá 1960 - Íslandsmet goðsagnarinnar Vilhjálms Einarssonar upp á 16,70 metra. „Það er náttúrulega alltaf markmið og alltaf draumur. Eins og ég hef fengið að heyra frá mörgum í kringum þá hefði Vilhjálmur Einarsson sjálfur viljað vera á lífi þegar metið væri slegið svo mig langar að heiðra minningu hans með því að slá þetta met þar sem ég veit að hann vill að þetta met falli.“ „Sé ekki eftir því að hafa komið aftur á völlinn“ „Ég var 16-17 ára og fékk nóg af þessu og vildi taka fótboltann fram yfir. Var all-in þar í sjö ár og svo fékk ég leið á því að vera í fótboltanum. Vissi að ég hefði bakgrunn í frjálsum, ákvað að hoppa aftur í það og sjá hvað myndi gerast. Sé ekki eftir því að hafa komið aftur á völlinn.“ „Þetta er búið að gerast mjög hratt. Bara eitt og hálft ár sem ég er búinn að vera æfa frá því ég byrjaði aftur og í raun magnaðar fyrir mig að upplifa hvað maður á mikið inni og hvað maður er búinn að afreka á stuttum tíma.“ Neymar var átrúnaðargoð Daníels Inga á sínum tíma, á fleiri vegu en einn.Christian Liewig/Getty Images „Ég tek ekkert frá fótboltanum, alltaf gaman að leika sér í fótbolta en á svo sannarlega heima á hlaupabrautinni. Það er svo stórt og spennandi sumar framundan, Evrópubikar og Smáþjóðaleikar. Svo náttúrulega Meistaramótið utanhúss. Verður spennandi að sjá hvernig maður stendur sig í sumar. Flúrin yfir fimmtíu talsins Útlit Daníels hefur þá vakið athygli en hann er þakinn húðflúrum frá toppi til táar. „Ég er 17 ára þegar ég fékk sérstakt leyfi frá móður minni, hef ekki stoppað síðan. Ég reyni að setja mig á bremsuna svo ég missi mig ekki alveg í þessu. Bara áhugamál og tíska fyrir mér. Mun alveg halda áfram að skreyta mig, það er alveg ljóst,“ sagði Daníel Ingi og viðurkenndi að Brasilíumaðurinn Neymar hefði gefið honum fleiri en eina hugmynd að húðflúri. Klippa: Íslandsmethafinn Daníel Ingi: Langar að heiðra minningu hans Frjálsar íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Daníel Ingi fór mikinn um helgina hvar hann var öflugur í bæði langstökki og þrístökki. Hann setti raunar Íslandsmet í þrístökkinu og bætti met Kristins Torfasonar frá 2011 um heila 22 sentímetra, þegar hann stökk 15,49 metra. „Þetta er náttúrulega bara búið að liggja í loftinu og hæstánægður að hafa loksins náð þessu. Stökk einu sinni utanhúss síðasta sumar yfir metið en það var náttúrulega utanhúss. Þá svona fóru hjólin að rúlla og maður áttaði sig á að maður gæti loksins verið að fara ná þessu meti. Þetta er búið að vera langur aðdragandi að þessu og mikið svekkelsi að þetta hafi tekið svona langan tíma en góðir hlutir gerast hægt og ég er mjög ánægður með þetta.“ „Mikið af tilfinningum að flæða inn eftir þetta, eftir alla þessa vinnu sem fór í að ná þessu meti. Allt í allt var ég himinlifandi með þetta.“ „Einhver smá spotti í þetta“ „Það er að ná metinu hans Jóns Arnars [Magnússonar]. Það er langt síðan það hefur verið einhver sérhæfður langstökkvari svo það er kominn tími á að slá metið hans Jóns Arnars. Það er 7,82 metrar inni en 8 metrar úti þannig að það er einhver smá spotti í þetta en maður hefur fulla trú á að þetta komi einn daginn,“ sagði Daníel Ingi um næstu markmið. Vill heiðra minningu Vilhjálms Daníel er nánast nýhafinn að stunda íþróttina á ný eftir sjö ára pásu en hann byrjaði aftur að stunda þrístökkið á ný árið 2021. Þar er heljarinnar met sem hefur staðið frá 1960 - Íslandsmet goðsagnarinnar Vilhjálms Einarssonar upp á 16,70 metra. „Það er náttúrulega alltaf markmið og alltaf draumur. Eins og ég hef fengið að heyra frá mörgum í kringum þá hefði Vilhjálmur Einarsson sjálfur viljað vera á lífi þegar metið væri slegið svo mig langar að heiðra minningu hans með því að slá þetta met þar sem ég veit að hann vill að þetta met falli.“ „Sé ekki eftir því að hafa komið aftur á völlinn“ „Ég var 16-17 ára og fékk nóg af þessu og vildi taka fótboltann fram yfir. Var all-in þar í sjö ár og svo fékk ég leið á því að vera í fótboltanum. Vissi að ég hefði bakgrunn í frjálsum, ákvað að hoppa aftur í það og sjá hvað myndi gerast. Sé ekki eftir því að hafa komið aftur á völlinn.“ „Þetta er búið að gerast mjög hratt. Bara eitt og hálft ár sem ég er búinn að vera æfa frá því ég byrjaði aftur og í raun magnaðar fyrir mig að upplifa hvað maður á mikið inni og hvað maður er búinn að afreka á stuttum tíma.“ Neymar var átrúnaðargoð Daníels Inga á sínum tíma, á fleiri vegu en einn.Christian Liewig/Getty Images „Ég tek ekkert frá fótboltanum, alltaf gaman að leika sér í fótbolta en á svo sannarlega heima á hlaupabrautinni. Það er svo stórt og spennandi sumar framundan, Evrópubikar og Smáþjóðaleikar. Svo náttúrulega Meistaramótið utanhúss. Verður spennandi að sjá hvernig maður stendur sig í sumar. Flúrin yfir fimmtíu talsins Útlit Daníels hefur þá vakið athygli en hann er þakinn húðflúrum frá toppi til táar. „Ég er 17 ára þegar ég fékk sérstakt leyfi frá móður minni, hef ekki stoppað síðan. Ég reyni að setja mig á bremsuna svo ég missi mig ekki alveg í þessu. Bara áhugamál og tíska fyrir mér. Mun alveg halda áfram að skreyta mig, það er alveg ljóst,“ sagði Daníel Ingi og viðurkenndi að Brasilíumaðurinn Neymar hefði gefið honum fleiri en eina hugmynd að húðflúri. Klippa: Íslandsmethafinn Daníel Ingi: Langar að heiðra minningu hans
Frjálsar íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira