Notaði debetkort húsfélagsins í eigin þágu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 09:16 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til mánaðar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt úr húsfélagi á Akureyri. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að linum tveimur árum. Maðurinn gegndi starfi gjaldkera húsfélagsins og fór sem slíkur einn með reikningsumráð þess. Um er að ræða húsfélag fasteignar með þremur íbúðum. Á hálfs árs tímabili, frá apríl 2019 til október 2019, dró maðurinn sér fjármuni að fjárhæð 229.175 krónur úr sjóðum húsfélagsins með debetkorti þess. Færslurnar voru alls 43 talsins, sú lægsta upp á 299 krónur og sú hæsta upp á 46.767 krónur. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa talið sig eiga inni hjá húsfélaginu. Hann hafi ákveðið að endurgreiða sér með þessum hætti án þess að hafa rætt það við meðeigendur í húsnæðinu. Aðspurður hvers vegna hann millifærði ekki af reikningum félagsins í staðinn fyrir að notast við debetkort þá kvaðst hann ekki hafa orðið sér úti um aðgang að heimabankanum. Um leið og uppgötvaðist að maðurinn hafði nýtt sér debetkortið til einkanotkunnar greiddi hann til baka mismuninn af því sem hann taldi félagið skulda sér og því sem hann dró sér. Hann greiddi húsfélagsgjöld samviskusamlega allt brotatímabilið og því hélt hann því fram að skynsamleg rök standi því til álykta sem svo að ásetningur hans hafi ekki verið að draga sér féð til eigna. Í niðurstöðu héraðsdóms Norðurlands eystra segir að ljóst sé að maðurinn hafi notað debetkort félagsins til fjölda persónulegra úttekta. Þá sé ágreiningslaust að hann hafi einnig innt af hendi greiðslur af persónulegum fjármunum sínum fyrir húsfélagið. Hins vegar hafi hann dregið sér mun meira fé en hann átti inni. Dómnum þótti ljóst að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því dæmdur í þrjátíu daga fangelsi en vistin er bundin skilorði til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða húsfélaginu 64.926 krónur með vöxtum og 372.043 krónur í málskostnað. Einnig þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 1.189.580 krónur. Málefni fjölbýlishúsa Dómsmál Akureyri Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Maðurinn gegndi starfi gjaldkera húsfélagsins og fór sem slíkur einn með reikningsumráð þess. Um er að ræða húsfélag fasteignar með þremur íbúðum. Á hálfs árs tímabili, frá apríl 2019 til október 2019, dró maðurinn sér fjármuni að fjárhæð 229.175 krónur úr sjóðum húsfélagsins með debetkorti þess. Færslurnar voru alls 43 talsins, sú lægsta upp á 299 krónur og sú hæsta upp á 46.767 krónur. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa talið sig eiga inni hjá húsfélaginu. Hann hafi ákveðið að endurgreiða sér með þessum hætti án þess að hafa rætt það við meðeigendur í húsnæðinu. Aðspurður hvers vegna hann millifærði ekki af reikningum félagsins í staðinn fyrir að notast við debetkort þá kvaðst hann ekki hafa orðið sér úti um aðgang að heimabankanum. Um leið og uppgötvaðist að maðurinn hafði nýtt sér debetkortið til einkanotkunnar greiddi hann til baka mismuninn af því sem hann taldi félagið skulda sér og því sem hann dró sér. Hann greiddi húsfélagsgjöld samviskusamlega allt brotatímabilið og því hélt hann því fram að skynsamleg rök standi því til álykta sem svo að ásetningur hans hafi ekki verið að draga sér féð til eigna. Í niðurstöðu héraðsdóms Norðurlands eystra segir að ljóst sé að maðurinn hafi notað debetkort félagsins til fjölda persónulegra úttekta. Þá sé ágreiningslaust að hann hafi einnig innt af hendi greiðslur af persónulegum fjármunum sínum fyrir húsfélagið. Hins vegar hafi hann dregið sér mun meira fé en hann átti inni. Dómnum þótti ljóst að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því dæmdur í þrjátíu daga fangelsi en vistin er bundin skilorði til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða húsfélaginu 64.926 krónur með vöxtum og 372.043 krónur í málskostnað. Einnig þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 1.189.580 krónur.
Málefni fjölbýlishúsa Dómsmál Akureyri Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira