Efling og SA: Mikið bar í milli Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar 21. febrúar 2023 13:00 Í kjaraviðræðum og reyndar alls staðar þar sem tekist er á er upplifun deiluaðila iðulega misjöfn. Þannig er lífið almennt. Svo eru dæmi um það þar sem annar aðilinn fer hreinlega með rangfærslur. Þannig er grein Stefáns Ólafssonar starfsmanns Eflingar „Efling og SA: Lítið bar í milli“. Stefán hefur ekki látið staðreyndir þvælast fyrir sér fram til þessa og það hefur ekkert breyst. Til að einfalda leikinn, verða fjórar rangfærslur Stefáns hér teknar fyrir. Eftirfarandi upptalning er ekki tæmandi, en þó lýsandi. Hafa ber í huga að almennt ríkir trúnaður um efni samningafunda hjá Ríkissáttasemjara en þar sem Efling hefur nú sýnt þeim trúnaði sömu virðingu og flestu öðru verður örlítið vikið frá því. „Efling tók mörg skref til að nálgast SA“ Afstaða SA hefur verið skýr frá upphafi og var ítrekað kynnt Eflingu: SA mun ekki og getur ekki farið út fyrir þann ramma sem samningur SGS og SA markar. Það er á engan hátt sannleikanum samkvæmt að Efling hafi í viðræðunum tekið mörg skref til þess að nálgast það meginmarkmið. Til að nota þægilega myndlíkingu lagði Efling í mesta lagi til nokkra brauðmola á borðið og vildi í skiptum fá heilan brauðhleif umfram hin SGS félögin 18 . Með engum markverðum undantekningum lagði Efling sífellt til að Efling fengi í langflestum tilfellum hærri laun fyrir starf X eftir Y ára starfsreynslu, þrátt fyrir skýr skilaboð um að SA gæti ekki fallist á slíkt. Þetta breyttist ekki á nokkrum tímapunkti. Hins vegar höfðu bæst við kröfur fyrir bílstjóra sem hafa aldrei borist SA með formlegum hætti. „Efling ætti því inni einhverja umframhækkun“ SA féllust aldrei á að Efling ætti inni einhverja umframhækkun, enda hafði komið skýrt fram að SA mun ekki draga smáþjóð í dilka líkt og forysta Eflingar leggur sig fram um að reyna. Aftur á móti var skýrt að SA gæti gert samning sem samrýmdist ramma samninga hinna SGS félaganna 18 en sem hefði þó ákveðin sérkenni. Þá komu hins vegar áðurnefndir brauðmolar Eflingar í skiptum fyrir brauðhleifinn. Til að bæta gráu ofan á svart kom í ljós að vegna þess að starfsaldur Eflingarfélaga er, að sögn Eflingar, töluvert lægri en í SGS almennt þyrfti að hækka laun Eflingar enn meira. Því var Efling efnislega að biðja um einhvers konar „leiðréttingu“ á eigin kjarasamningi, byggða á því að það vill svo til að Eflingarfólk stoppar skemur á vinnustað en almennt gengur og gerist innan annarra SGS félaga. Orðið leiðrétting var hins vegar ekki notað af forystu Eflingar fyrr en samninganefnd SA benti á að krafan væri í reynd þessi, sem SA gat augljóslega ekki fallist á í ljósi alls framangreinds. Er það annað dæmi um hringlandahátt í kröfum Eflingar. „Við lok föstudags mátti ætla að greið leið væri að því að brúa það bil“ Við lok föstudags hafði efnislega lítið sem ekkert þokast í deilunni. Aðilar höfðu ekki færst nær hvor öðrum. Það sem hafði þó komið fram á ítarlegum og ágætum fundum var að aðilar, allavega SA, áttuðu sig betur á sýn og nálgun mótaðilans. „Á sunnudagsmorgun var síðan ljóst að SA-fólk hafði snúið við blaðinu“ Hér er á ferðinni furðutúlkun. Nægir að hrekja hana með því að vitna í orð setts ríkissáttasemjara um fundinn daginn áður sem var honum mikil vonbrigði. Sá fundur var SA líka mikil vonbrigði. Þó að Efling hafi lagt fram einhverskonar „tilboð“ kaus SA ekki að gera það með formlegum hætti, enda forsendur ríkissáttasemjara til miðlunartillögu ekki til staðar. Það hefur umgengni forystu Eflingar sjálfrar um það tæki sáttasemjara rækilega sýnt okkur. Það var hins vegar fullkomlega eðlilegt að sáttasemjari velti við öllum mögulegum steinum og kannaði grundvöll miðlunartillögu á þeim tímapunkti. Eina spurningin sem skiptir máli Með allt ofangreint og stöðu deilu Eflingar og SA til hliðsjónar blasir við eftirfarandi spurning: Vill Efling taka því fagnandi að fá nýjan kjarasamning þar sem er lögð sérstök áhersla á hækkun þeirra lægstlaunuðu í samfélaginu, hvort sem er í prósentum eða krónum, eða hleypa af stað upplausn og höfrungahlaupi? Svar Eflingar við spurningunni er augljóst að mér virðist. Eina spurningin sem þá eftir stendur og skiptir raunverulega máli er hvort að samfélagið sætti við sig hið óumflýjanlega upplausnarástand sem verður framvegis á vinnumarkaði sem enginn, nema sjálfsálit forystusveitar Eflingar, mun hagnast á? Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Eyjólfur Árni Rafnsson Mest lesið Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kjaraviðræðum og reyndar alls staðar þar sem tekist er á er upplifun deiluaðila iðulega misjöfn. Þannig er lífið almennt. Svo eru dæmi um það þar sem annar aðilinn fer hreinlega með rangfærslur. Þannig er grein Stefáns Ólafssonar starfsmanns Eflingar „Efling og SA: Lítið bar í milli“. Stefán hefur ekki látið staðreyndir þvælast fyrir sér fram til þessa og það hefur ekkert breyst. Til að einfalda leikinn, verða fjórar rangfærslur Stefáns hér teknar fyrir. Eftirfarandi upptalning er ekki tæmandi, en þó lýsandi. Hafa ber í huga að almennt ríkir trúnaður um efni samningafunda hjá Ríkissáttasemjara en þar sem Efling hefur nú sýnt þeim trúnaði sömu virðingu og flestu öðru verður örlítið vikið frá því. „Efling tók mörg skref til að nálgast SA“ Afstaða SA hefur verið skýr frá upphafi og var ítrekað kynnt Eflingu: SA mun ekki og getur ekki farið út fyrir þann ramma sem samningur SGS og SA markar. Það er á engan hátt sannleikanum samkvæmt að Efling hafi í viðræðunum tekið mörg skref til þess að nálgast það meginmarkmið. Til að nota þægilega myndlíkingu lagði Efling í mesta lagi til nokkra brauðmola á borðið og vildi í skiptum fá heilan brauðhleif umfram hin SGS félögin 18 . Með engum markverðum undantekningum lagði Efling sífellt til að Efling fengi í langflestum tilfellum hærri laun fyrir starf X eftir Y ára starfsreynslu, þrátt fyrir skýr skilaboð um að SA gæti ekki fallist á slíkt. Þetta breyttist ekki á nokkrum tímapunkti. Hins vegar höfðu bæst við kröfur fyrir bílstjóra sem hafa aldrei borist SA með formlegum hætti. „Efling ætti því inni einhverja umframhækkun“ SA féllust aldrei á að Efling ætti inni einhverja umframhækkun, enda hafði komið skýrt fram að SA mun ekki draga smáþjóð í dilka líkt og forysta Eflingar leggur sig fram um að reyna. Aftur á móti var skýrt að SA gæti gert samning sem samrýmdist ramma samninga hinna SGS félaganna 18 en sem hefði þó ákveðin sérkenni. Þá komu hins vegar áðurnefndir brauðmolar Eflingar í skiptum fyrir brauðhleifinn. Til að bæta gráu ofan á svart kom í ljós að vegna þess að starfsaldur Eflingarfélaga er, að sögn Eflingar, töluvert lægri en í SGS almennt þyrfti að hækka laun Eflingar enn meira. Því var Efling efnislega að biðja um einhvers konar „leiðréttingu“ á eigin kjarasamningi, byggða á því að það vill svo til að Eflingarfólk stoppar skemur á vinnustað en almennt gengur og gerist innan annarra SGS félaga. Orðið leiðrétting var hins vegar ekki notað af forystu Eflingar fyrr en samninganefnd SA benti á að krafan væri í reynd þessi, sem SA gat augljóslega ekki fallist á í ljósi alls framangreinds. Er það annað dæmi um hringlandahátt í kröfum Eflingar. „Við lok föstudags mátti ætla að greið leið væri að því að brúa það bil“ Við lok föstudags hafði efnislega lítið sem ekkert þokast í deilunni. Aðilar höfðu ekki færst nær hvor öðrum. Það sem hafði þó komið fram á ítarlegum og ágætum fundum var að aðilar, allavega SA, áttuðu sig betur á sýn og nálgun mótaðilans. „Á sunnudagsmorgun var síðan ljóst að SA-fólk hafði snúið við blaðinu“ Hér er á ferðinni furðutúlkun. Nægir að hrekja hana með því að vitna í orð setts ríkissáttasemjara um fundinn daginn áður sem var honum mikil vonbrigði. Sá fundur var SA líka mikil vonbrigði. Þó að Efling hafi lagt fram einhverskonar „tilboð“ kaus SA ekki að gera það með formlegum hætti, enda forsendur ríkissáttasemjara til miðlunartillögu ekki til staðar. Það hefur umgengni forystu Eflingar sjálfrar um það tæki sáttasemjara rækilega sýnt okkur. Það var hins vegar fullkomlega eðlilegt að sáttasemjari velti við öllum mögulegum steinum og kannaði grundvöll miðlunartillögu á þeim tímapunkti. Eina spurningin sem skiptir máli Með allt ofangreint og stöðu deilu Eflingar og SA til hliðsjónar blasir við eftirfarandi spurning: Vill Efling taka því fagnandi að fá nýjan kjarasamning þar sem er lögð sérstök áhersla á hækkun þeirra lægstlaunuðu í samfélaginu, hvort sem er í prósentum eða krónum, eða hleypa af stað upplausn og höfrungahlaupi? Svar Eflingar við spurningunni er augljóst að mér virðist. Eina spurningin sem þá eftir stendur og skiptir raunverulega máli er hvort að samfélagið sætti við sig hið óumflýjanlega upplausnarástand sem verður framvegis á vinnumarkaði sem enginn, nema sjálfsálit forystusveitar Eflingar, mun hagnast á? Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar