„Þykir vænt um Val og á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. febrúar 2023 23:00 Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var orðlaus yfir frammistöðu Vals og þeirri staðreynd að Valur er komið áfram í 16-liða úrslit. „Ég er orðlaus bara. Bæði yfir húsinu og frammistöðu liðsins. Undirbúningurinn var fáránlega góður og það sem við lögðum í þetta var mjög gott,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson og hélt áfram. „Það er yndislegt að vera að þjálfa þetta lið og forréttindi fyrir mig sem er uppalinn hérna. Mér þykir vænt um Val og ég á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er af þessu.“ Snorri var afar ánægður með spilamennsku Vals og hvernig leikplanið gekk upp. „Mér fannst okkar leikplan ganga upp. Við fengum þau hraðaupphlaup sem við vildum og þeir áttu í vandræðum með það. Auðvitað vorum við inn á milli í vandræðum með línuna en Björgvin [Páll Gústavsson] var sturlaður í markinu svo það kom ekki að sök.“ Í dag var tilkynnt að Guðmundur Guðmundsson væri sem hættur sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið orðaður við starfið en vildi lítið tjá sig um það. „Mér finnst þetta ekki vera tíminn til að ræða þetta. Þessar fréttir komu rétt fyrir leik og ég vil byrja á að segja takk fyrir Gummi og hann á fullt í mér sem þjálfara. Hitt er seinni tíma umræða.“ Valur tryggði sér í kvöld farseðilinn í 16-liða úrslit en það er einn leikur eftir í riðlakeppninni og Snorri ætlaði að reyna að halda liðinu niður á jörðinni. „Það er leikur á föstudaginn á móti ÍR. Það verður verk að ná mönnum niður og einbeita sér að næsta leik gegn ÍR. Ég er ekki með stöðuna í riðlinum á hreinu og það mun koma í ljós hvernig við nálgumst leikinn gegn Ystad,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sjá meira
„Ég er orðlaus bara. Bæði yfir húsinu og frammistöðu liðsins. Undirbúningurinn var fáránlega góður og það sem við lögðum í þetta var mjög gott,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson og hélt áfram. „Það er yndislegt að vera að þjálfa þetta lið og forréttindi fyrir mig sem er uppalinn hérna. Mér þykir vænt um Val og ég á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er af þessu.“ Snorri var afar ánægður með spilamennsku Vals og hvernig leikplanið gekk upp. „Mér fannst okkar leikplan ganga upp. Við fengum þau hraðaupphlaup sem við vildum og þeir áttu í vandræðum með það. Auðvitað vorum við inn á milli í vandræðum með línuna en Björgvin [Páll Gústavsson] var sturlaður í markinu svo það kom ekki að sök.“ Í dag var tilkynnt að Guðmundur Guðmundsson væri sem hættur sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið orðaður við starfið en vildi lítið tjá sig um það. „Mér finnst þetta ekki vera tíminn til að ræða þetta. Þessar fréttir komu rétt fyrir leik og ég vil byrja á að segja takk fyrir Gummi og hann á fullt í mér sem þjálfara. Hitt er seinni tíma umræða.“ Valur tryggði sér í kvöld farseðilinn í 16-liða úrslit en það er einn leikur eftir í riðlakeppninni og Snorri ætlaði að reyna að halda liðinu niður á jörðinni. „Það er leikur á föstudaginn á móti ÍR. Það verður verk að ná mönnum niður og einbeita sér að næsta leik gegn ÍR. Ég er ekki með stöðuna í riðlinum á hreinu og það mun koma í ljós hvernig við nálgumst leikinn gegn Ystad,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sjá meira