Katrín Tanja ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir nú fyrir hönd Bandaríkjanna á heimsleikunum samkvæmt skráningu hennar hjá CrossFit samtökunum. Instagram/@katrintanja Fyrsta vika The Open er nú að baki og keppendur hafa skilað inn æfingum sínum úr 23.1 og um leið vitum við stöðu okkar fólks í þessum fyrsta hluta. Árangurinn verður reyndar ekki endalega staðfestur fyrr en í kvöld og því gætu orðið einhverjar breytingar á sætum íslenska fólksins. Þuríður Erla Helgadóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna á heimsleikunum á síðasta ári og hún byrjar líka best af okkar konum í undankeppni næstu heimsleika. Katrína Tanja Davíðsdóttir með bandaríska fánann við nafnið sitt.Heimasíða CrossFit Þuríður Erla endaði í 11. sætinu með 253 endurtekningar, fjórum sætum á undan Söru Sigmundsdóttur sem er að koma sterka til baka eftir erfið ár. Sara náði 250 endurtekningum sem skilar henni í 15 sætið. Anníe Mist Þórisdóttir er síðan þriðja af íslensku konunum en hún varð í 37. sæti með 239 endurtekningar. Sólveig Sigurðardóttir, sem komst á heimsleikana í fyrra, er í fjórða sæti af íslensku stelpunum en í 121. sæti samanlagt með 225 endurtekningar. Katrín Tanja Davíðsdóttir telst nú keppa fyrir hönd Bandaríkjanna og er því ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt á úrslitasíðu CrossFit samtakanna. Katrín Tanja er flutt til Bandaríkjanna á ný og hefur einnig sótt um bandarískt ríkisfang. Hún fékk líka leyfi frá CrossFit samtökunum að fara í gegnum undankeppni Norður-Ameríku og sleppur þar með við langt ferðalag til Evrópu á undanúrslitamótið. Það er sú röðun sem ræður því að hún keppir fyrir hönd Bandaríkjanna en ekki fyrir hönd Íslands á þessu heimsleikatímabili. Katrín er í 215. sæti eftir þennan fyrsta hluta en hún náði 216 endurtekningum. Hún er fimmta af íslensku konunum en í 96. sæti af konum í Bandaríkjunum. Björgvin Karl Guðmundsson er eins og vanalega langefstur af íslensku strákunum. Björgvin Karl varð í 21. sæti með 291 endurtekningu en næsti íslenski karlinn er Hafsteinn Gunnlaugsson í 550. sæti með 251 endurtekningu. Þriðji Íslendingurinn er síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem varð í 690. sæti með 247 endurtekningar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Árangurinn verður reyndar ekki endalega staðfestur fyrr en í kvöld og því gætu orðið einhverjar breytingar á sætum íslenska fólksins. Þuríður Erla Helgadóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna á heimsleikunum á síðasta ári og hún byrjar líka best af okkar konum í undankeppni næstu heimsleika. Katrína Tanja Davíðsdóttir með bandaríska fánann við nafnið sitt.Heimasíða CrossFit Þuríður Erla endaði í 11. sætinu með 253 endurtekningar, fjórum sætum á undan Söru Sigmundsdóttur sem er að koma sterka til baka eftir erfið ár. Sara náði 250 endurtekningum sem skilar henni í 15 sætið. Anníe Mist Þórisdóttir er síðan þriðja af íslensku konunum en hún varð í 37. sæti með 239 endurtekningar. Sólveig Sigurðardóttir, sem komst á heimsleikana í fyrra, er í fjórða sæti af íslensku stelpunum en í 121. sæti samanlagt með 225 endurtekningar. Katrín Tanja Davíðsdóttir telst nú keppa fyrir hönd Bandaríkjanna og er því ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt á úrslitasíðu CrossFit samtakanna. Katrín Tanja er flutt til Bandaríkjanna á ný og hefur einnig sótt um bandarískt ríkisfang. Hún fékk líka leyfi frá CrossFit samtökunum að fara í gegnum undankeppni Norður-Ameríku og sleppur þar með við langt ferðalag til Evrópu á undanúrslitamótið. Það er sú röðun sem ræður því að hún keppir fyrir hönd Bandaríkjanna en ekki fyrir hönd Íslands á þessu heimsleikatímabili. Katrín er í 215. sæti eftir þennan fyrsta hluta en hún náði 216 endurtekningum. Hún er fimmta af íslensku konunum en í 96. sæti af konum í Bandaríkjunum. Björgvin Karl Guðmundsson er eins og vanalega langefstur af íslensku strákunum. Björgvin Karl varð í 21. sæti með 291 endurtekningu en næsti íslenski karlinn er Hafsteinn Gunnlaugsson í 550. sæti með 251 endurtekningu. Þriðji Íslendingurinn er síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem varð í 690. sæti með 247 endurtekningar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira