Dagný um súra endinn á 2022: Gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 13:30 Dagný Brynjarsdóttir sést hér eftir tapleikinn á móti Portúgal þar sem íslenska liðið missti af HM. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið varð í gær Pinatar Cup meistari eftir 5-0 sigur á Filippseyjum í þriðja og síðasta leik sínum á æfingarmótinu á Spáni. Íslenska liðið var taplaust á mótinu, vann tvo af þremur leikjum og fékk ekki á sig mark. Markatalan var 7-0 Íslandi í vil. Dagný Brynjarsdóttir ræddi við KSÍ TV eftir leikinn í gær en hún var með fyrirliðabandið þar sem Glódís Perla Viggósdóttir hvíld í þessum leik. „Mér fannst við laga margt sem við þurftum að laga eftir síðustu tvo leiki á undan. Það var stígandi í þessu hjá okkur með hverjum leik,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Þetta lið hefur ekki verið að fá mikið af mörkum á sig þannig að það var mjög gott að skora fimm mörk hjá þeim. Við höldum hreinu allt mótið og það er líka jákvætt. Við sköpuðu fleiri færi í dag heldur en í hinum leikjunum og kláruðum þau,“ sagði Dagný. Er Dagný sátt með mótið í heild sinni? „Já, já. Auðvitað hefðum við viljað spila betur á móti Wales og Skotlandi því það voru ekki okkar bestu leikir en kannski er ekki það besta fyrir okkur að spila leiki á þessum tíma. Það eru ekki margir leikmenn byrjaðir að spila með sínum liðum og við erum með fáa leikmenn í vetrardeildum,“ sagði Dagný. „Það var því við því að búast að þetta yrðu ekki okkar sterkustu leikir strax og við höfum náttúrulega ekki spilað saman síðan í október. Við hefðum kannski átt að byrja hina tvo leikina aðeins betur en kannski er það eðlilegt miðað við árstíma og hvar leikmenn eru á sínum tímabilum í dag,“ sagði Dagný. Íslenska liðið var saman á Spáni í tíu daga og hvernig metur Dagný ferðina. „Þetta var flott. Við náðum að þjappa hópnum aðeins saman. Það voru nokkrir nýliðar eins og Diljá og Olla sem fengu að kynnast hópnum vel. Síðast þegar við vorum saman þá töpuðum við á móti Portúgal og enduðum síðasta ár því erfiðlega. Það var erfitt að rífa sig upp úr því og það var því gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt,“ sagði Dagný. Íslenska liðið endaði árið 2022 á að tapa á móti Portúgal í leik þar sem sigur hefði komið okkar stelpum inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn. Það má sjá allt viðtalið við Dagnýju hér fyrir neðan. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
Íslenska liðið var taplaust á mótinu, vann tvo af þremur leikjum og fékk ekki á sig mark. Markatalan var 7-0 Íslandi í vil. Dagný Brynjarsdóttir ræddi við KSÍ TV eftir leikinn í gær en hún var með fyrirliðabandið þar sem Glódís Perla Viggósdóttir hvíld í þessum leik. „Mér fannst við laga margt sem við þurftum að laga eftir síðustu tvo leiki á undan. Það var stígandi í þessu hjá okkur með hverjum leik,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Þetta lið hefur ekki verið að fá mikið af mörkum á sig þannig að það var mjög gott að skora fimm mörk hjá þeim. Við höldum hreinu allt mótið og það er líka jákvætt. Við sköpuðu fleiri færi í dag heldur en í hinum leikjunum og kláruðum þau,“ sagði Dagný. Er Dagný sátt með mótið í heild sinni? „Já, já. Auðvitað hefðum við viljað spila betur á móti Wales og Skotlandi því það voru ekki okkar bestu leikir en kannski er ekki það besta fyrir okkur að spila leiki á þessum tíma. Það eru ekki margir leikmenn byrjaðir að spila með sínum liðum og við erum með fáa leikmenn í vetrardeildum,“ sagði Dagný. „Það var því við því að búast að þetta yrðu ekki okkar sterkustu leikir strax og við höfum náttúrulega ekki spilað saman síðan í október. Við hefðum kannski átt að byrja hina tvo leikina aðeins betur en kannski er það eðlilegt miðað við árstíma og hvar leikmenn eru á sínum tímabilum í dag,“ sagði Dagný. Íslenska liðið var saman á Spáni í tíu daga og hvernig metur Dagný ferðina. „Þetta var flott. Við náðum að þjappa hópnum aðeins saman. Það voru nokkrir nýliðar eins og Diljá og Olla sem fengu að kynnast hópnum vel. Síðast þegar við vorum saman þá töpuðum við á móti Portúgal og enduðum síðasta ár því erfiðlega. Það var erfitt að rífa sig upp úr því og það var því gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt,“ sagði Dagný. Íslenska liðið endaði árið 2022 á að tapa á móti Portúgal í leik þar sem sigur hefði komið okkar stelpum inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn. Það má sjá allt viðtalið við Dagnýju hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira