Dagný um súra endinn á 2022: Gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 13:30 Dagný Brynjarsdóttir sést hér eftir tapleikinn á móti Portúgal þar sem íslenska liðið missti af HM. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið varð í gær Pinatar Cup meistari eftir 5-0 sigur á Filippseyjum í þriðja og síðasta leik sínum á æfingarmótinu á Spáni. Íslenska liðið var taplaust á mótinu, vann tvo af þremur leikjum og fékk ekki á sig mark. Markatalan var 7-0 Íslandi í vil. Dagný Brynjarsdóttir ræddi við KSÍ TV eftir leikinn í gær en hún var með fyrirliðabandið þar sem Glódís Perla Viggósdóttir hvíld í þessum leik. „Mér fannst við laga margt sem við þurftum að laga eftir síðustu tvo leiki á undan. Það var stígandi í þessu hjá okkur með hverjum leik,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Þetta lið hefur ekki verið að fá mikið af mörkum á sig þannig að það var mjög gott að skora fimm mörk hjá þeim. Við höldum hreinu allt mótið og það er líka jákvætt. Við sköpuðu fleiri færi í dag heldur en í hinum leikjunum og kláruðum þau,“ sagði Dagný. Er Dagný sátt með mótið í heild sinni? „Já, já. Auðvitað hefðum við viljað spila betur á móti Wales og Skotlandi því það voru ekki okkar bestu leikir en kannski er ekki það besta fyrir okkur að spila leiki á þessum tíma. Það eru ekki margir leikmenn byrjaðir að spila með sínum liðum og við erum með fáa leikmenn í vetrardeildum,“ sagði Dagný. „Það var því við því að búast að þetta yrðu ekki okkar sterkustu leikir strax og við höfum náttúrulega ekki spilað saman síðan í október. Við hefðum kannski átt að byrja hina tvo leikina aðeins betur en kannski er það eðlilegt miðað við árstíma og hvar leikmenn eru á sínum tímabilum í dag,“ sagði Dagný. Íslenska liðið var saman á Spáni í tíu daga og hvernig metur Dagný ferðina. „Þetta var flott. Við náðum að þjappa hópnum aðeins saman. Það voru nokkrir nýliðar eins og Diljá og Olla sem fengu að kynnast hópnum vel. Síðast þegar við vorum saman þá töpuðum við á móti Portúgal og enduðum síðasta ár því erfiðlega. Það var erfitt að rífa sig upp úr því og það var því gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt,“ sagði Dagný. Íslenska liðið endaði árið 2022 á að tapa á móti Portúgal í leik þar sem sigur hefði komið okkar stelpum inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn. Það má sjá allt viðtalið við Dagnýju hér fyrir neðan. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Formúla 1 City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Fótbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Fótbolti Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Fótbolti Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Handbolti „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Körfubolti Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Leiðarlok hjá Gerrard og Al Ettifaq Foden skýtur á Southgate Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Amorim og Rashford talast ekki við Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Mikael Egill semur við Genoa en klárar tímabilið í Feneyjum Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Dagskráin í dag: Gummi með átján bolta á lofti á lokakvöldi Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Brynjólfur kláraði leik 38 dögum síðar Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Leikmaður Athletic Bilbao stöðvaði vopnaði innbrotsþjófa Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Sjá meira
Íslenska liðið var taplaust á mótinu, vann tvo af þremur leikjum og fékk ekki á sig mark. Markatalan var 7-0 Íslandi í vil. Dagný Brynjarsdóttir ræddi við KSÍ TV eftir leikinn í gær en hún var með fyrirliðabandið þar sem Glódís Perla Viggósdóttir hvíld í þessum leik. „Mér fannst við laga margt sem við þurftum að laga eftir síðustu tvo leiki á undan. Það var stígandi í þessu hjá okkur með hverjum leik,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Þetta lið hefur ekki verið að fá mikið af mörkum á sig þannig að það var mjög gott að skora fimm mörk hjá þeim. Við höldum hreinu allt mótið og það er líka jákvætt. Við sköpuðu fleiri færi í dag heldur en í hinum leikjunum og kláruðum þau,“ sagði Dagný. Er Dagný sátt með mótið í heild sinni? „Já, já. Auðvitað hefðum við viljað spila betur á móti Wales og Skotlandi því það voru ekki okkar bestu leikir en kannski er ekki það besta fyrir okkur að spila leiki á þessum tíma. Það eru ekki margir leikmenn byrjaðir að spila með sínum liðum og við erum með fáa leikmenn í vetrardeildum,“ sagði Dagný. „Það var því við því að búast að þetta yrðu ekki okkar sterkustu leikir strax og við höfum náttúrulega ekki spilað saman síðan í október. Við hefðum kannski átt að byrja hina tvo leikina aðeins betur en kannski er það eðlilegt miðað við árstíma og hvar leikmenn eru á sínum tímabilum í dag,“ sagði Dagný. Íslenska liðið var saman á Spáni í tíu daga og hvernig metur Dagný ferðina. „Þetta var flott. Við náðum að þjappa hópnum aðeins saman. Það voru nokkrir nýliðar eins og Diljá og Olla sem fengu að kynnast hópnum vel. Síðast þegar við vorum saman þá töpuðum við á móti Portúgal og enduðum síðasta ár því erfiðlega. Það var erfitt að rífa sig upp úr því og það var því gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt,“ sagði Dagný. Íslenska liðið endaði árið 2022 á að tapa á móti Portúgal í leik þar sem sigur hefði komið okkar stelpum inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn. Það má sjá allt viðtalið við Dagnýju hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Formúla 1 City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Fótbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Fótbolti Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Fótbolti Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Handbolti „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Körfubolti Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Leiðarlok hjá Gerrard og Al Ettifaq Foden skýtur á Southgate Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Amorim og Rashford talast ekki við Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Mikael Egill semur við Genoa en klárar tímabilið í Feneyjum Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Dagskráin í dag: Gummi með átján bolta á lofti á lokakvöldi Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Brynjólfur kláraði leik 38 dögum síðar Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Leikmaður Athletic Bilbao stöðvaði vopnaði innbrotsþjófa Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Sjá meira