Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2023 11:40 Að Birgi forseta þingsins er nú sótt úr öllum áttum. Þórhildur Sunna óskaði eftir því að fá lögfræðiálit sem forsætisnefnd hefur látið gera sem öll kveða á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. Þórhildur Sunna segir í samtali við Vísi að þau svari ágætlega þeim fyrirslætti sem Birgir hafi boðið upp á þegar hann vill standa í vegi fyrir að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol verði gerð opinber. Allir í forsætisnefnd hafa lýst því yfir að þeir vilji birta greinargerðina en Birgir, sem er formaður nefndarinnar, hefur beitt neitunarvaldi sínu. Vísir fjallaði í gær um harða umræðu á þinginu sem fram fór um málið á Alþingi á mánudag, þar sem til dæmis Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar sagði að leyndin væri orðin pínleg og að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið. Það rímar við orð Sigurðar sjálfs sem hefur látið þess svo getið að leyndarhyggjan sé orðin verri en það sem í skýrslunni er og þoli ekki dagsljósið, hann hefur aldrei fengið útskýringar á því. „Fólk er hætt að treysta okkur“ Ekki er úr háum söðli að falla þegar virðing fyrir þinginu er annars vegar. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er einn þeirra sem tók til máls. Hann vitnaði í Vísi og taldi fyrirsögnina „Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið“ ramma ágætlega inn þá stöðu sem upp væri komin. Þingfundur á Alþingi, Guðbrandur Einarsson „Í nýlegri könnun um traust á stofnunum kemur í ljós að þingið er að tapa talsverðu af því trausti sem það þó hafði, sem var nú kannski ekki svo mikið. En maður veltir því þá fyrir sér: Hver er ástæðan? Getur þetta meðal annars verið ástæðan? Fólk er hætt að treysta okkur. Á mínum stutta ferli hér á þingi er ég er búinn að upplifa Íslandsbankasöluna sem bjó til mikla úlfúð í samfélaginu, við erum búin að upplifa ÍL-sjóðinn og nú erum við að upplifa þennan Lindarhvol. Hversu lengi ætlum við að halda svona áfram?“ spurði Guðbrandur. Birgir og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa staðið í vegi fyrir birtingunni, Bjarni segir að fyrir liggi skýrsla og það geti bara verið ein skýrsla. Vill geta rætt álitamál fyrir opnum tjöldum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gefa ekki mikið fyrir þá röksemdafærslu en málið var tekið upp enn og aftur á þinginu í gær. Þórhildur Sunna var málshefjandi og sagði að í fundarstjórn forseta í gær (mánudag) hafi mátt skilja Birgi sem svo að það sem helst stæði í vegi fyrir birtingu á greinargerð Sigurðar væri afstaða Ríkisendurskoðunar að um vinnuskjal væri að ræða og því mætti ekki birta hana. „Forseti vísaði í 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda máli sínu til stuðnings en hann virðist trúa því að sú grein skyldi Alþingi til að halda leynd yfir greinargerðinni. Þórhildur segist hafa fengið ábendingu um að forsætisnefnd hafi látið vinna sérstakt lögfræðiálit þar sem fram kæmi að ekkert væri því til fyrirstöðu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, sem Birgir vilji kalla vinnuskjal, verði birt. Hún vill nú fá fram þessi lögfræðiálit.vísir/vilhelm Frá því að við hæstvirtur forseti ræddum um þetta mál í gær ásamt öðrum háttvirtum þingmönnum í fundarstjórn forseta hef ég fengið ábendingu um að þau lögfræðiálit sem forsætisnefnd hefur látið framkvæma fyrir sig um þetta mál taki einmitt á þessu álitaefni sem forseti ber hér upp til að verja leyndarhyggju sína. Því tel ég rétt að fara þess á leit við forseta að hann birti þessi lögfræðiálit opinberlega til að við getum rætt þessi álitamál fyrir opnum tjöldum.“ Birgir ætlar að taka ósk Þórhildar Sunnu til athugunar Fjöldi þingmanna tók undir með Þórhildi Sunnu sem seinna í umræðunni ítrekaði beiðni sína til Birgis, þá ósk að hann birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd hefur látið vinna fyrir sig og snúa að birtingu þessara gagna. „Eins og ég segi, þau taka á þessum álitamálum sem virðulegur forseti ber fyrir sig að séu ástæðan fyrir því að þetta verði ekki birt. Er eitthvað því til fyrirstöðu að lögfræðiálitin séu að minnsta kosti birt á meðan forseti er að velta því fyrir sér hvort lagalegu atriðin standi í vegi fyrir því að greinargerðin skuli birt eða ekki? Getur forseti upplýst þingheim um hvort hann hyggist verða við minni ósk um að birta lögfræðiálitin sem forsætisnefnd hefur látið vinna, m.a. um akkúrat þessa spurningu, lögmæti birtingar?“ Birgir, forseti Alþingis, sagði þá að hann hafi heyrt hvað Þórhildur Sunna hafði um þetta að segja en hann ætlaði sér ekki að svara þeirri spurningu á þessum fundi en það verði að sjálfsögðu tekið til athugunar. Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Telur skuggalegt að greinargerð sín um Lindarhvol sé ekki lögð fram Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi furðar sig á því hvers vegna greinargerð um Lindarhvol sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé ekki gerð opinber. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir slíkan mótþróa. 2. febrúar 2023 07:01 Bjarni vill sem minnst af greinargerð um Lindarhvol vita Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á þinginu í gær að hann teldi enga ástæðu til að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 3. febrúar 2023 13:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þórhildur Sunna segir í samtali við Vísi að þau svari ágætlega þeim fyrirslætti sem Birgir hafi boðið upp á þegar hann vill standa í vegi fyrir að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol verði gerð opinber. Allir í forsætisnefnd hafa lýst því yfir að þeir vilji birta greinargerðina en Birgir, sem er formaður nefndarinnar, hefur beitt neitunarvaldi sínu. Vísir fjallaði í gær um harða umræðu á þinginu sem fram fór um málið á Alþingi á mánudag, þar sem til dæmis Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar sagði að leyndin væri orðin pínleg og að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið. Það rímar við orð Sigurðar sjálfs sem hefur látið þess svo getið að leyndarhyggjan sé orðin verri en það sem í skýrslunni er og þoli ekki dagsljósið, hann hefur aldrei fengið útskýringar á því. „Fólk er hætt að treysta okkur“ Ekki er úr háum söðli að falla þegar virðing fyrir þinginu er annars vegar. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er einn þeirra sem tók til máls. Hann vitnaði í Vísi og taldi fyrirsögnina „Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið“ ramma ágætlega inn þá stöðu sem upp væri komin. Þingfundur á Alþingi, Guðbrandur Einarsson „Í nýlegri könnun um traust á stofnunum kemur í ljós að þingið er að tapa talsverðu af því trausti sem það þó hafði, sem var nú kannski ekki svo mikið. En maður veltir því þá fyrir sér: Hver er ástæðan? Getur þetta meðal annars verið ástæðan? Fólk er hætt að treysta okkur. Á mínum stutta ferli hér á þingi er ég er búinn að upplifa Íslandsbankasöluna sem bjó til mikla úlfúð í samfélaginu, við erum búin að upplifa ÍL-sjóðinn og nú erum við að upplifa þennan Lindarhvol. Hversu lengi ætlum við að halda svona áfram?“ spurði Guðbrandur. Birgir og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa staðið í vegi fyrir birtingunni, Bjarni segir að fyrir liggi skýrsla og það geti bara verið ein skýrsla. Vill geta rætt álitamál fyrir opnum tjöldum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gefa ekki mikið fyrir þá röksemdafærslu en málið var tekið upp enn og aftur á þinginu í gær. Þórhildur Sunna var málshefjandi og sagði að í fundarstjórn forseta í gær (mánudag) hafi mátt skilja Birgi sem svo að það sem helst stæði í vegi fyrir birtingu á greinargerð Sigurðar væri afstaða Ríkisendurskoðunar að um vinnuskjal væri að ræða og því mætti ekki birta hana. „Forseti vísaði í 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda máli sínu til stuðnings en hann virðist trúa því að sú grein skyldi Alþingi til að halda leynd yfir greinargerðinni. Þórhildur segist hafa fengið ábendingu um að forsætisnefnd hafi látið vinna sérstakt lögfræðiálit þar sem fram kæmi að ekkert væri því til fyrirstöðu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, sem Birgir vilji kalla vinnuskjal, verði birt. Hún vill nú fá fram þessi lögfræðiálit.vísir/vilhelm Frá því að við hæstvirtur forseti ræddum um þetta mál í gær ásamt öðrum háttvirtum þingmönnum í fundarstjórn forseta hef ég fengið ábendingu um að þau lögfræðiálit sem forsætisnefnd hefur látið framkvæma fyrir sig um þetta mál taki einmitt á þessu álitaefni sem forseti ber hér upp til að verja leyndarhyggju sína. Því tel ég rétt að fara þess á leit við forseta að hann birti þessi lögfræðiálit opinberlega til að við getum rætt þessi álitamál fyrir opnum tjöldum.“ Birgir ætlar að taka ósk Þórhildar Sunnu til athugunar Fjöldi þingmanna tók undir með Þórhildi Sunnu sem seinna í umræðunni ítrekaði beiðni sína til Birgis, þá ósk að hann birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd hefur látið vinna fyrir sig og snúa að birtingu þessara gagna. „Eins og ég segi, þau taka á þessum álitamálum sem virðulegur forseti ber fyrir sig að séu ástæðan fyrir því að þetta verði ekki birt. Er eitthvað því til fyrirstöðu að lögfræðiálitin séu að minnsta kosti birt á meðan forseti er að velta því fyrir sér hvort lagalegu atriðin standi í vegi fyrir því að greinargerðin skuli birt eða ekki? Getur forseti upplýst þingheim um hvort hann hyggist verða við minni ósk um að birta lögfræðiálitin sem forsætisnefnd hefur látið vinna, m.a. um akkúrat þessa spurningu, lögmæti birtingar?“ Birgir, forseti Alþingis, sagði þá að hann hafi heyrt hvað Þórhildur Sunna hafði um þetta að segja en hann ætlaði sér ekki að svara þeirri spurningu á þessum fundi en það verði að sjálfsögðu tekið til athugunar.
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Telur skuggalegt að greinargerð sín um Lindarhvol sé ekki lögð fram Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi furðar sig á því hvers vegna greinargerð um Lindarhvol sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé ekki gerð opinber. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir slíkan mótþróa. 2. febrúar 2023 07:01 Bjarni vill sem minnst af greinargerð um Lindarhvol vita Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á þinginu í gær að hann teldi enga ástæðu til að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 3. febrúar 2023 13:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01
Telur skuggalegt að greinargerð sín um Lindarhvol sé ekki lögð fram Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi furðar sig á því hvers vegna greinargerð um Lindarhvol sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé ekki gerð opinber. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir slíkan mótþróa. 2. febrúar 2023 07:01
Bjarni vill sem minnst af greinargerð um Lindarhvol vita Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á þinginu í gær að hann teldi enga ástæðu til að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 3. febrúar 2023 13:29
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent