Sigur Íslands í gær var sannfærandi en liðið hafði áður unnið sigur á Skotlandi og gert jafntefli við Wales.
Amanda Andradóttir skoraði tvö marka Íslands í gær og þær Selma Sól Magnúsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir sitt markið hver.
Knattspyrnusamband Íslands hefur nú birt myndband úr leiknum í gær þar sem hægt er að sjá öll mörk íslenska liðsins. Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Mörkin úr 5-0 sigri Íslands gegn Filippseyjum í gær.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 22, 2023
The goals from our 5-0 win against the Philippines last night.#dottir pic.twitter.com/7n5ZRg0sja