Þingmenn úr öllum flokkum styðja tillögu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 09:00 Úkraínumenn voru sveltir til undirgefni undir stjórn Sovétríkjanna, nú á að berja þá til hlýðni Í þessari viku verður ár liðið frá því Rússland gerði innrás í Úkraínu, fullvalda og sjálfstætt ríki í Evrópu. Ár verður liðið frá því Rússar hófu stríð í Evrópu. Það var því viðeigandi að þingsályktunartillaga um að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu, eða Holodomor, sem hópmorð, hafi verið sett á dagskrá Alþingis í gær. Hungursneyðin í Úkraínu stóð yfir frá 1932 til 1933 og var af völdum alræðisstjórnar Stalíns. Hún dró milljónir Úkraínumanna til dauða. Rússar hafa þó alla tíð neitað því að um hópmorð, stundum kallað þjóðarmorð, hafi verið að ræða. Það hafa þó fleiri en þeir neitað voðaverkum Stalíns í nafni kommúnisma. Jafnvel hér á Íslandi tóku kommúnistar og nokkrir aðrir til varna þegar fréttir bárust af hungursneyðinni á sínum tíma. Flutningsmenn tillögunnar, sem koma úr öllum flokkum, vilja bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungursneyðin hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafa þegar brugðist við ákallinu. Um það er líka breið samstaða hér á Alþingi. Með þessu færi hungursneyðin á lista yfir þá ómannúðlegu alþjóðaglæpi alræðiskerfa sem útrýmdu milljónum mannslífa á fyrri hluta 20. aldar. Fólk víðs vegar um Úkraínu varð fyrir miklum áhrifum af hungri og kúgun alræðisstjórnar Stalíns. Örvænting fólks var slík að fólk greip til mannáts og hlutu fjölmargir dóm fyrir. Hungursneyðin var bein afleiðing þvingaðrar stefnu Sovétríkjanna um samyrkjubúskap. Auk þess var svelti kerfisbundið beitt sem refsingu, m.a. ef bændur gátu ekki uppfyllt tilskilið afhendingarmagn afurða. Svæðin sem urðu verst úti í þessum aðgerðum voru girt af til að koma í veg fyrir að hungraðir íbúar gætu flúið á milli svæða og til að koma í veg fyrir flutning matvæla til svæðanna. Markmið sovéskra stjórnvalda með sveltinu var enn fremur að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, að þvinga Úkraínumenn til undirgefni. Þeir voru því vísvitandi sveltir í pólitískum tilgangi. Þessi þjóðarharmleikur Úkraínumanna varð milljónum manna að bana. Þrátt fyrir afneitun Rússa, uppfyllir hungursneyðin öll skilyrði til að vera skilgreind sem hópmorð. Það er mat okkar þingmanna sem stöndum að tillögunni að mikilvægt sé að senda skýr skilaboð um þessa hörmulegu atburði í mannkynssögunni og vekja á þeim athygli til að koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig. Slík skilaboð um voðaverk fyrri tíma sem mega ekki gleymast geta styrkt viðleitni alþjóðasamfélagsins til að tryggja framgang og vernd grundvallarmannréttinda og frelsis um allan heim. Og auðvitað er innrás Rússlands í Úkraínu og stríðsglæpir rússneska hersins alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta núna. Sporin hræða svo sannarlega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Rússland Úkraína Utanríkismál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
Úkraínumenn voru sveltir til undirgefni undir stjórn Sovétríkjanna, nú á að berja þá til hlýðni Í þessari viku verður ár liðið frá því Rússland gerði innrás í Úkraínu, fullvalda og sjálfstætt ríki í Evrópu. Ár verður liðið frá því Rússar hófu stríð í Evrópu. Það var því viðeigandi að þingsályktunartillaga um að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu, eða Holodomor, sem hópmorð, hafi verið sett á dagskrá Alþingis í gær. Hungursneyðin í Úkraínu stóð yfir frá 1932 til 1933 og var af völdum alræðisstjórnar Stalíns. Hún dró milljónir Úkraínumanna til dauða. Rússar hafa þó alla tíð neitað því að um hópmorð, stundum kallað þjóðarmorð, hafi verið að ræða. Það hafa þó fleiri en þeir neitað voðaverkum Stalíns í nafni kommúnisma. Jafnvel hér á Íslandi tóku kommúnistar og nokkrir aðrir til varna þegar fréttir bárust af hungursneyðinni á sínum tíma. Flutningsmenn tillögunnar, sem koma úr öllum flokkum, vilja bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungursneyðin hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafa þegar brugðist við ákallinu. Um það er líka breið samstaða hér á Alþingi. Með þessu færi hungursneyðin á lista yfir þá ómannúðlegu alþjóðaglæpi alræðiskerfa sem útrýmdu milljónum mannslífa á fyrri hluta 20. aldar. Fólk víðs vegar um Úkraínu varð fyrir miklum áhrifum af hungri og kúgun alræðisstjórnar Stalíns. Örvænting fólks var slík að fólk greip til mannáts og hlutu fjölmargir dóm fyrir. Hungursneyðin var bein afleiðing þvingaðrar stefnu Sovétríkjanna um samyrkjubúskap. Auk þess var svelti kerfisbundið beitt sem refsingu, m.a. ef bændur gátu ekki uppfyllt tilskilið afhendingarmagn afurða. Svæðin sem urðu verst úti í þessum aðgerðum voru girt af til að koma í veg fyrir að hungraðir íbúar gætu flúið á milli svæða og til að koma í veg fyrir flutning matvæla til svæðanna. Markmið sovéskra stjórnvalda með sveltinu var enn fremur að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, að þvinga Úkraínumenn til undirgefni. Þeir voru því vísvitandi sveltir í pólitískum tilgangi. Þessi þjóðarharmleikur Úkraínumanna varð milljónum manna að bana. Þrátt fyrir afneitun Rússa, uppfyllir hungursneyðin öll skilyrði til að vera skilgreind sem hópmorð. Það er mat okkar þingmanna sem stöndum að tillögunni að mikilvægt sé að senda skýr skilaboð um þessa hörmulegu atburði í mannkynssögunni og vekja á þeim athygli til að koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig. Slík skilaboð um voðaverk fyrri tíma sem mega ekki gleymast geta styrkt viðleitni alþjóðasamfélagsins til að tryggja framgang og vernd grundvallarmannréttinda og frelsis um allan heim. Og auðvitað er innrás Rússlands í Úkraínu og stríðsglæpir rússneska hersins alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta núna. Sporin hræða svo sannarlega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun