Aðför að fólki Guðröður Hákonarson skrifar 23. febrúar 2023 20:01 Rétt skal vera rétt en ekki ósannindi. Þannig er málið vegna umræðu þeirrar sem nú flýgur og snýr að umræðu um eign bróður míns, Jóns Björns Hákonarsonar, á 28 fermetra bjálkakofa í landi Fannardals í Norfirði. Sú umræða er að stóru leyti byggð á þvælu og útúr snúningum í fjölmiðlum og runnin undan rifjum fólks sem lengi hefur haft horn í síðu bróður míns og ekki síst núna eftir sveitarstjórnarkosningar þegar hægri öflin komust ekki í meirihluta annað kjörtímabilið í röð með tilheyrandi vonbrigðum enda hafa þau löngum talið að það sé náttúrulögmál að þau séu við völd hverju sinni. Saga málsins er eftirfarandi, ég var eigandi lögbýlisins Fannardals um áratugaskeið. Hvert systkina minna fékk úr jörðinni eina lóð vegna erfðamála á sínum tíma að stærð 1 hektari hvert. Frá þeim tíma hefur tímalína þessa máls verið löng og leiðinleg. Árið 2006 sækir Halldóra Hákonardóttir systir mín um byggingarleyfi á lóð sinni í Fannardal til Fjarðabyggðar og er hafnað og farið fram á að unnið sé deiliskipulag af svæðinu. Í kjölfar þess, í ágúst 2006, sæki ég sem eigandi lögbýlisins Fannardals um bráðabirgðabyggingarleyfi til að reisa þrjú hús í Fannardal, því lögum samkvæmt má reisa þrjú hús á lögbýli án skipulags. Þá er byggingarfulltrúa falið að gefa út bráðabirgðaleyfi meðan unnið er að deiliskipulagi. Hús Jón Björns var inni í þessu bráðabirgðaleyfi sem ég sótti um á sínum tíma og hengt var við gerð deiliskipulags. Árið 2007 var farið í þá vinnu að gera deiliskipulag á minn eigin kostnað, þá fæ ég Þórhall Pálsson til að gera drög að deiliskipulagi, sem var á þeim tíma eini maðurinn á Austurlandi sem mátti teikna skipulag. Sveitarfélagið Fjarðabyggð hafði á þessum tíma ekki lagt það í vana sinn að fá fólk með réttindi til að teikna skipulög og var það yfirleitt framkvæmt af byggingarfulltrúanum sem engin réttindi hafði til þess. Kostnaður við þetta deiliskipulag nam á endanum nærri 2 milljónum sem mér fannst vel í lagt að þurfa að gera í ljósi þess að ekki var verið að skipuleggja byggð í ágóðaskyni. Árið 2008 er enn verið að vinna í þessu deiliskipulagi, þá kemur í ljós að búið var að teikna inn á mína jörð 40 ha. spildu sem vatnsverndarsvæði þ.e. grunnsvæði, grannsvæði og botnssvæði. Án minnar vitundar, samþykkis eða heimildar. Þetta var gert af sveitarfélaginu og hefst hér saga valdníðslu og þeim órétti sem ég tel mig hafa verið beittan í þessu máli. Fjarðabyggð hefði í þessu tilviki þurft að þinglýsa kvöð á jörðinni til að hafa leyfi til að gera þetta að vatnsverndarsvæði. Vegna borholu sem er ekki í mínu landi, heldur var jörðin mín skilgreind sem vatnsupptökusvæði fyrir borholu Fjarðabyggðar án minnar vitundar eða heimildar sem þinglýsts eiganda að þessari jörð. Þetta var gert 2004 og þá sótti Fjarðabyggð ekki um heimild til Orkustofnunar til nýtingar á vatninu og gerir það ekki fyrr en 2012 þegar ég er kominn í málaferli við sveitarfélagið vegna þessara kvaða á jörðinni. Þannig að Fjarðabyggð tók í leyfisleysi öll árin frá 2004 til 2012 neysluvatn úr minni jörð. Þau málaferli standa enn og snúast um að hver á vatnsréttindin fyrir þessa borholu og hvernig skuli greiða afgjald fyrir það. Þegar búið var að færa vatnsverndarsvæði niður fyrir sumarhúsabyggðina árið 2012 þá gerir Veðurstofan athugasemdir og fer fram á að gert sé mat á ofanflóðahættu. Þannig veltist málið í kerfinu í töluverðan tíma og endaði með því nokkrum árum seinna að Veðurstofan gat ekki sýnt fram á ofanflóðahættu. Þegar þarna var komið eru málaferli í fullum gangi milli mín og Fjarðabyggðar og ég taldi mig ekki geta lokið skipulagsferli vegna þessa ágreinings. Á þessum langa tíma tók ég fundi með embættismönnum sveitarfélagsins þar sem þessi mál voru rædd og reynt að leita sátta sem ekki náðist. Á þeim fundum var það rætt og skilningur á því að deiliskipulagið gæti ekki farið í gegn meðan á þessu stæði og þar af leiðandi ekki hægt að ganga frá lóðunum í endanlegri mynd. Samskipti vegna þessa deiliskipulags, og athugasemda Fjarðabyggðar, sem voru út af þessum vatnsréttindum á árunum 2008 til 2012 voru mjög mikil. Í þessu máli gengu tugir bréfa á milli Fjarðabyggðar, mín og lögfræðinga minna á Lex lögmannsstofu sem vann að málinu fyrir mig. Þarna gekk sveitarfélagið freklega yfir eignarétt fólks að mínu mati. Hafi þeir embættismenn og pólitíkusar sem að því komu skömm fyrir það. Árið 2003 hefja þeir vatnstöku í landi Tandrastaða sem dæmd var ólögleg árið 2006 og var gerðardómur skipaður sem úrskurðaði um afgjald til eigenda Tandrastaða vegna vatnstökunnar. Vegna þess að ekki var búið að sækja um leyfi vatnstökunnar varð ég ekki sjálfkrafa aðili að því máli og vatnsréttindi mín því virt að vettugi af hálfu Fjarðabyggðar. Ég gerði á þessum tíma byggingarfulltrúa það full ljóst að ég myndi ekki sækja um annað byggingarleyfi fyrr en búið væri að koma vatnsréttindamálunum í eðlilegan farveg og við það situr enn í dag fyrir minn bústað. Þetta hefur kostað mig sem einstakling um 10 milljónir í lögfræðikostnað að berjast við sveitarfélagið um að ég fá metin réttmæt réttindi mín til að mega byggja og nýta mína jörð ásamt því að fá virtan eignarrétt minn af vatnsréttindunum. Þessum ágreiningi er ekki enn lokið. Eftir mikið stapp við Fjarðabyggð óskaði ég eftir því árið 2018 að skipulagið yrði tekið upp og auglýst að nýju. Þar sem ég þóttist vita að ekki væri nærri komið að málalokum í þessu vatnsréttindamáli. Það gerði ég með bréfi dagsettu 16. febrúar 2018. Þegar það mál var komið í ferli óskaði ég eftir því að stofna lóðirnar formlega og að sveitarstjórn veitti umsögn til ráðuneytisins vegna þess að Fannardalur var lögbýli og gerði ég það með bréfi dagsettu 2. apríl 2018. Að afloknum auglýsingatíma komu athugasemdir við skipulagið og svaraði ég þeim með bréfi til "hreppsins" seinna sama ár. Þetta sama ár var skipulagið svo samþykkt í sveitarstjórn 4.október 2018 með 8 atkvæðum þar sem Jón Björn bróðir minn vék af fundi við afgreiðslu og umfjöllun eins og hann hefur ávallt gert þegar mál honum tengd eru til umfjöllunar. En enn var ekki búið að leysa deiluna um vatnsréttindin. Ég tel mig hafa mátt gjalda fyrir stöðu bróður míns hjá sveitarfélaginu í gegnum tíðina, hef ég vegna rekstrar míns alls farið með 8 mál á undanförnum árum fyrir sveitarfélagið þar sem hann hefur alltaf vikið sæti og ekki tekið neinn þátt í umfjöllun þegar um þau hefur verið fjallað eins og lög gera ráð fyrir. Af þessum 8 málum hefur 7 þeirra verið hafnað. Þó ég hafi oft skammað Jón Björn og ekki verið sammála honum í pólitík þá á hann ekki gjalda fyrir mínar syndir né getur hann beitt sér í málefnum skyldra. Hann gat aldrei sótt um deiliskipulag þar sem hann var ekki eigandi Fannardals og hefur aldrei verið. Meðan ekki var gildandi deiliskipulag og samþykktar lóðir, samkvæmt því, er ekki hægt að fá lokaúttekt á hús og þar af leiðandi ekki hægt að leggja á það fasteignagjöld. Mér er kunnugt um að sá semgerirþessa athugasemd nú til Fjarðabyggðar er Hákon Björnsson nágranni minn á Hólum sem sjálfur er í deilu við Fjarðabyggð vegna fasteignagjalda. Það er af hinu góða að hann horfi til að öll leyfi séu í lagi og mættu þau vera það hjá fleirum. En engu að síður er það mín skoðun að þegar menn fara af stað í slík mál þá skulu allar staðreyndir skoðaðar, sér í lagi ef tilgangurinn er kannski aðallega að sverta mannorð fólks í almennri umræðu. Betra er þá að þeirri atlögu sé beint á réttan aðila. En kannski helgar tilgangurinn meðalið hjá sumum. Að lokum vill ég að það komi fram að ég seldi jörðina Fannardal árið 2022 en í þeim samningum er minn réttur til hluta af kaldavatnsréttindum Fannardals tilgreindur og er málið enn í ferli gagnvart Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Tengdar fréttir Óvænt uppsögn bæjarstjóra í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Bæjarráð varð að ósk Jóns og munu starfslok hans verða í mars. 20. febrúar 2023 14:23 Fráfarandi bæjarstjóri sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld Fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem sagði af sér í gær hefur verið sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Í síðustu viku bárust bæjarfulltrúum gögn sem sýndu fram á að fasteignir væru á lóðum bæjarstjórans sem ekki eru með skráðar fasteignir. 21. febrúar 2023 06:30 Jóna Árný tekur við af Jóni Birni sem bæjarstjóri Jóna Árný Þórðardóttir mun taka við af Jóni Birni Hákonarssyni sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn sagði af sér embætti bæjarstjóra á mánudag eftir að gögn bárust bæjarfulltrúum sem sýndu fram á að engin fasteignagjöld hefðu verið greidd af óskráðum fasteignum á lóðum Björns í sveitarfélaginu. 21. febrúar 2023 17:39 Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Rétt skal vera rétt en ekki ósannindi. Þannig er málið vegna umræðu þeirrar sem nú flýgur og snýr að umræðu um eign bróður míns, Jóns Björns Hákonarsonar, á 28 fermetra bjálkakofa í landi Fannardals í Norfirði. Sú umræða er að stóru leyti byggð á þvælu og útúr snúningum í fjölmiðlum og runnin undan rifjum fólks sem lengi hefur haft horn í síðu bróður míns og ekki síst núna eftir sveitarstjórnarkosningar þegar hægri öflin komust ekki í meirihluta annað kjörtímabilið í röð með tilheyrandi vonbrigðum enda hafa þau löngum talið að það sé náttúrulögmál að þau séu við völd hverju sinni. Saga málsins er eftirfarandi, ég var eigandi lögbýlisins Fannardals um áratugaskeið. Hvert systkina minna fékk úr jörðinni eina lóð vegna erfðamála á sínum tíma að stærð 1 hektari hvert. Frá þeim tíma hefur tímalína þessa máls verið löng og leiðinleg. Árið 2006 sækir Halldóra Hákonardóttir systir mín um byggingarleyfi á lóð sinni í Fannardal til Fjarðabyggðar og er hafnað og farið fram á að unnið sé deiliskipulag af svæðinu. Í kjölfar þess, í ágúst 2006, sæki ég sem eigandi lögbýlisins Fannardals um bráðabirgðabyggingarleyfi til að reisa þrjú hús í Fannardal, því lögum samkvæmt má reisa þrjú hús á lögbýli án skipulags. Þá er byggingarfulltrúa falið að gefa út bráðabirgðaleyfi meðan unnið er að deiliskipulagi. Hús Jón Björns var inni í þessu bráðabirgðaleyfi sem ég sótti um á sínum tíma og hengt var við gerð deiliskipulags. Árið 2007 var farið í þá vinnu að gera deiliskipulag á minn eigin kostnað, þá fæ ég Þórhall Pálsson til að gera drög að deiliskipulagi, sem var á þeim tíma eini maðurinn á Austurlandi sem mátti teikna skipulag. Sveitarfélagið Fjarðabyggð hafði á þessum tíma ekki lagt það í vana sinn að fá fólk með réttindi til að teikna skipulög og var það yfirleitt framkvæmt af byggingarfulltrúanum sem engin réttindi hafði til þess. Kostnaður við þetta deiliskipulag nam á endanum nærri 2 milljónum sem mér fannst vel í lagt að þurfa að gera í ljósi þess að ekki var verið að skipuleggja byggð í ágóðaskyni. Árið 2008 er enn verið að vinna í þessu deiliskipulagi, þá kemur í ljós að búið var að teikna inn á mína jörð 40 ha. spildu sem vatnsverndarsvæði þ.e. grunnsvæði, grannsvæði og botnssvæði. Án minnar vitundar, samþykkis eða heimildar. Þetta var gert af sveitarfélaginu og hefst hér saga valdníðslu og þeim órétti sem ég tel mig hafa verið beittan í þessu máli. Fjarðabyggð hefði í þessu tilviki þurft að þinglýsa kvöð á jörðinni til að hafa leyfi til að gera þetta að vatnsverndarsvæði. Vegna borholu sem er ekki í mínu landi, heldur var jörðin mín skilgreind sem vatnsupptökusvæði fyrir borholu Fjarðabyggðar án minnar vitundar eða heimildar sem þinglýsts eiganda að þessari jörð. Þetta var gert 2004 og þá sótti Fjarðabyggð ekki um heimild til Orkustofnunar til nýtingar á vatninu og gerir það ekki fyrr en 2012 þegar ég er kominn í málaferli við sveitarfélagið vegna þessara kvaða á jörðinni. Þannig að Fjarðabyggð tók í leyfisleysi öll árin frá 2004 til 2012 neysluvatn úr minni jörð. Þau málaferli standa enn og snúast um að hver á vatnsréttindin fyrir þessa borholu og hvernig skuli greiða afgjald fyrir það. Þegar búið var að færa vatnsverndarsvæði niður fyrir sumarhúsabyggðina árið 2012 þá gerir Veðurstofan athugasemdir og fer fram á að gert sé mat á ofanflóðahættu. Þannig veltist málið í kerfinu í töluverðan tíma og endaði með því nokkrum árum seinna að Veðurstofan gat ekki sýnt fram á ofanflóðahættu. Þegar þarna var komið eru málaferli í fullum gangi milli mín og Fjarðabyggðar og ég taldi mig ekki geta lokið skipulagsferli vegna þessa ágreinings. Á þessum langa tíma tók ég fundi með embættismönnum sveitarfélagsins þar sem þessi mál voru rædd og reynt að leita sátta sem ekki náðist. Á þeim fundum var það rætt og skilningur á því að deiliskipulagið gæti ekki farið í gegn meðan á þessu stæði og þar af leiðandi ekki hægt að ganga frá lóðunum í endanlegri mynd. Samskipti vegna þessa deiliskipulags, og athugasemda Fjarðabyggðar, sem voru út af þessum vatnsréttindum á árunum 2008 til 2012 voru mjög mikil. Í þessu máli gengu tugir bréfa á milli Fjarðabyggðar, mín og lögfræðinga minna á Lex lögmannsstofu sem vann að málinu fyrir mig. Þarna gekk sveitarfélagið freklega yfir eignarétt fólks að mínu mati. Hafi þeir embættismenn og pólitíkusar sem að því komu skömm fyrir það. Árið 2003 hefja þeir vatnstöku í landi Tandrastaða sem dæmd var ólögleg árið 2006 og var gerðardómur skipaður sem úrskurðaði um afgjald til eigenda Tandrastaða vegna vatnstökunnar. Vegna þess að ekki var búið að sækja um leyfi vatnstökunnar varð ég ekki sjálfkrafa aðili að því máli og vatnsréttindi mín því virt að vettugi af hálfu Fjarðabyggðar. Ég gerði á þessum tíma byggingarfulltrúa það full ljóst að ég myndi ekki sækja um annað byggingarleyfi fyrr en búið væri að koma vatnsréttindamálunum í eðlilegan farveg og við það situr enn í dag fyrir minn bústað. Þetta hefur kostað mig sem einstakling um 10 milljónir í lögfræðikostnað að berjast við sveitarfélagið um að ég fá metin réttmæt réttindi mín til að mega byggja og nýta mína jörð ásamt því að fá virtan eignarrétt minn af vatnsréttindunum. Þessum ágreiningi er ekki enn lokið. Eftir mikið stapp við Fjarðabyggð óskaði ég eftir því árið 2018 að skipulagið yrði tekið upp og auglýst að nýju. Þar sem ég þóttist vita að ekki væri nærri komið að málalokum í þessu vatnsréttindamáli. Það gerði ég með bréfi dagsettu 16. febrúar 2018. Þegar það mál var komið í ferli óskaði ég eftir því að stofna lóðirnar formlega og að sveitarstjórn veitti umsögn til ráðuneytisins vegna þess að Fannardalur var lögbýli og gerði ég það með bréfi dagsettu 2. apríl 2018. Að afloknum auglýsingatíma komu athugasemdir við skipulagið og svaraði ég þeim með bréfi til "hreppsins" seinna sama ár. Þetta sama ár var skipulagið svo samþykkt í sveitarstjórn 4.október 2018 með 8 atkvæðum þar sem Jón Björn bróðir minn vék af fundi við afgreiðslu og umfjöllun eins og hann hefur ávallt gert þegar mál honum tengd eru til umfjöllunar. En enn var ekki búið að leysa deiluna um vatnsréttindin. Ég tel mig hafa mátt gjalda fyrir stöðu bróður míns hjá sveitarfélaginu í gegnum tíðina, hef ég vegna rekstrar míns alls farið með 8 mál á undanförnum árum fyrir sveitarfélagið þar sem hann hefur alltaf vikið sæti og ekki tekið neinn þátt í umfjöllun þegar um þau hefur verið fjallað eins og lög gera ráð fyrir. Af þessum 8 málum hefur 7 þeirra verið hafnað. Þó ég hafi oft skammað Jón Björn og ekki verið sammála honum í pólitík þá á hann ekki gjalda fyrir mínar syndir né getur hann beitt sér í málefnum skyldra. Hann gat aldrei sótt um deiliskipulag þar sem hann var ekki eigandi Fannardals og hefur aldrei verið. Meðan ekki var gildandi deiliskipulag og samþykktar lóðir, samkvæmt því, er ekki hægt að fá lokaúttekt á hús og þar af leiðandi ekki hægt að leggja á það fasteignagjöld. Mér er kunnugt um að sá semgerirþessa athugasemd nú til Fjarðabyggðar er Hákon Björnsson nágranni minn á Hólum sem sjálfur er í deilu við Fjarðabyggð vegna fasteignagjalda. Það er af hinu góða að hann horfi til að öll leyfi séu í lagi og mættu þau vera það hjá fleirum. En engu að síður er það mín skoðun að þegar menn fara af stað í slík mál þá skulu allar staðreyndir skoðaðar, sér í lagi ef tilgangurinn er kannski aðallega að sverta mannorð fólks í almennri umræðu. Betra er þá að þeirri atlögu sé beint á réttan aðila. En kannski helgar tilgangurinn meðalið hjá sumum. Að lokum vill ég að það komi fram að ég seldi jörðina Fannardal árið 2022 en í þeim samningum er minn réttur til hluta af kaldavatnsréttindum Fannardals tilgreindur og er málið enn í ferli gagnvart Fjarðabyggð.
Óvænt uppsögn bæjarstjóra í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Bæjarráð varð að ósk Jóns og munu starfslok hans verða í mars. 20. febrúar 2023 14:23
Fráfarandi bæjarstjóri sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld Fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem sagði af sér í gær hefur verið sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Í síðustu viku bárust bæjarfulltrúum gögn sem sýndu fram á að fasteignir væru á lóðum bæjarstjórans sem ekki eru með skráðar fasteignir. 21. febrúar 2023 06:30
Jóna Árný tekur við af Jóni Birni sem bæjarstjóri Jóna Árný Þórðardóttir mun taka við af Jóni Birni Hákonarssyni sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn sagði af sér embætti bæjarstjóra á mánudag eftir að gögn bárust bæjarfulltrúum sem sýndu fram á að engin fasteignagjöld hefðu verið greidd af óskráðum fasteignum á lóðum Björns í sveitarfélaginu. 21. febrúar 2023 17:39
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar