Darri Freyr segir Ísland eiga 25 prósent möguleika gegn Georgíu Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 08:00 Darri Freyr Atlason er sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport og sést hér á góðri stundu ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni og Teiti Örlygssyni á leik Vals og Tindastóls í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar síðasta vor. Vísir/Bára Dröfn Ísland mætir Georgíu á útivelli á morgun í hreinum úrslitaleik um sæti á heimsmeistaramótinu í körfuknattleik í haust. Darri Freyr Atlason sérfræðingur Stöð 2 Sport segir möguleika á sigri Íslands vera til staðar. Ísland tapaði fyrir Spáni í undankeppn heimsmeistaramótsins í fyrrakvöld en spænska liðið er meðal þeirra bestu í heimi. Ísland stóð lengi vel í spænska liðinu en Darri Freyr segir að það hafi verið ljóst að Ísland hafi forgangsraðað leiknum í Georgíu á morgun framar en leiknum gegn Spáni. „Þetta var hálf fyndinn leikur á móti einu af bestu landsliðum í heimi því það var alveg ljóst að okkar menn voru að forgangsraða leiknum í Georgíu og mínútudreifingin segir okkur að það var kannski ekki mesta kappsmálið að kreista úr sigur gegn þessu spænska liði. Það var tækifæri til því mér fannst þeir ekkert sérstaklega merkilegir í gær fyrir utan frábæra þriggja stiga nýtingu,“ sagði Darri Freyr í viðtali við Val Pál Eiríksson blaðamann í gær. Þriggja stiga nýting Spánverja í fyrradag var hálf lygileg því þeir hittu úr 60% skota sinna á meðan skotin voru ekki að rata rétta leið hjá íslenska liðinu. „Það er mikilvægt í þannig stöðu, þó þú viljir auðvitað hitta betur, en að sama skapi spila vörn sem þrengir aðeins meira að skotógninni en svo að mótherjinn skjóti 60%,“ sagði Darri Freyr. „Ekkert hljóð fallegra en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins“ Eins og áður segir mætir Ísland Georgíu ytra á morgun en Ísland þarf að vinna með fjórum stigum til að fara uppfyrir georgíska liðið á innbyrðis viðureignum. „Ég held að möguleikarnir séu fyrir hendi en hins vegar eru topparnir í þessu georgíska liði einfaldlega betri en allir leikmennirnir sem við vorum að spila við á fimmtudag. (Giorgi) Shermadini, (Tornike) Shengelia og (Thaddus) McFadden eru leikmenn á efsta stigi í Evrópu þannig að þetta verður verðugt verkefni.“ „Hins vegar held ég að leikstíll Íslendinga henti töluvert betur á móti georgíska liðinu þar sem tveir bestu leikmennirnir eru stórir og vilja spila á blokkinni og skotógnin ekki eins mikil og var í Laugardalshöll í fyrrakvöld.“ Heimavöllur georgíska liðsins er mikil gryfja og má búast við mikilli stemmningu þegar leikurinn fer fram. „Það verður allt dýrvitlaust. Það verður að ná að virkja þá orku í rétta átt og það er ekkert fallegra hljóð en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins.“ Darri Freyr sagði einnig frá því að sögusagnir væru búnar að vera í gangi um að Tornike Shengelia, lykilmaður Georgíu, myndi fljúga til Ítalíu í gær til að leika með liði sinu Bologna þá um kvöldið. Og sú varð raunin, Shengelia spilaði í átján mínútur í sigri Bologna liðsins í Euroleague en hann flýgur aftur til Georgíu í dag. Tornike Shengelia er lykilmaður Georgíu en hann flaug til Ítalíu í gær til að spila með félagsliði sínu í Euroleague í gærkvöldi.Vísir/Getty „Það verður áhugavert að fylgjast með honum. Hann var klárlega þeirra langbesti maður í síðasta leik Íslands og Georgíu.“ Að lokum var Darri Freyr spurður að því hverjir möguleikar Ísland væru á morgun. „25%, það er vísindaleg niðurstaða eftir langa greiningu. Ég held að georgíska liðið sé sterkara á pappír en möguleikinn er klárlega til staðar og ef við beitum okkar skæruhernaði á réttum stöðum þá getum við kreist fram sigur.“ Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Spáni í undankeppn heimsmeistaramótsins í fyrrakvöld en spænska liðið er meðal þeirra bestu í heimi. Ísland stóð lengi vel í spænska liðinu en Darri Freyr segir að það hafi verið ljóst að Ísland hafi forgangsraðað leiknum í Georgíu á morgun framar en leiknum gegn Spáni. „Þetta var hálf fyndinn leikur á móti einu af bestu landsliðum í heimi því það var alveg ljóst að okkar menn voru að forgangsraða leiknum í Georgíu og mínútudreifingin segir okkur að það var kannski ekki mesta kappsmálið að kreista úr sigur gegn þessu spænska liði. Það var tækifæri til því mér fannst þeir ekkert sérstaklega merkilegir í gær fyrir utan frábæra þriggja stiga nýtingu,“ sagði Darri Freyr í viðtali við Val Pál Eiríksson blaðamann í gær. Þriggja stiga nýting Spánverja í fyrradag var hálf lygileg því þeir hittu úr 60% skota sinna á meðan skotin voru ekki að rata rétta leið hjá íslenska liðinu. „Það er mikilvægt í þannig stöðu, þó þú viljir auðvitað hitta betur, en að sama skapi spila vörn sem þrengir aðeins meira að skotógninni en svo að mótherjinn skjóti 60%,“ sagði Darri Freyr. „Ekkert hljóð fallegra en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins“ Eins og áður segir mætir Ísland Georgíu ytra á morgun en Ísland þarf að vinna með fjórum stigum til að fara uppfyrir georgíska liðið á innbyrðis viðureignum. „Ég held að möguleikarnir séu fyrir hendi en hins vegar eru topparnir í þessu georgíska liði einfaldlega betri en allir leikmennirnir sem við vorum að spila við á fimmtudag. (Giorgi) Shermadini, (Tornike) Shengelia og (Thaddus) McFadden eru leikmenn á efsta stigi í Evrópu þannig að þetta verður verðugt verkefni.“ „Hins vegar held ég að leikstíll Íslendinga henti töluvert betur á móti georgíska liðinu þar sem tveir bestu leikmennirnir eru stórir og vilja spila á blokkinni og skotógnin ekki eins mikil og var í Laugardalshöll í fyrrakvöld.“ Heimavöllur georgíska liðsins er mikil gryfja og má búast við mikilli stemmningu þegar leikurinn fer fram. „Það verður allt dýrvitlaust. Það verður að ná að virkja þá orku í rétta átt og það er ekkert fallegra hljóð en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins.“ Darri Freyr sagði einnig frá því að sögusagnir væru búnar að vera í gangi um að Tornike Shengelia, lykilmaður Georgíu, myndi fljúga til Ítalíu í gær til að leika með liði sinu Bologna þá um kvöldið. Og sú varð raunin, Shengelia spilaði í átján mínútur í sigri Bologna liðsins í Euroleague en hann flýgur aftur til Georgíu í dag. Tornike Shengelia er lykilmaður Georgíu en hann flaug til Ítalíu í gær til að spila með félagsliði sínu í Euroleague í gærkvöldi.Vísir/Getty „Það verður áhugavert að fylgjast með honum. Hann var klárlega þeirra langbesti maður í síðasta leik Íslands og Georgíu.“ Að lokum var Darri Freyr spurður að því hverjir möguleikar Ísland væru á morgun. „25%, það er vísindaleg niðurstaða eftir langa greiningu. Ég held að georgíska liðið sé sterkara á pappír en möguleikinn er klárlega til staðar og ef við beitum okkar skæruhernaði á réttum stöðum þá getum við kreist fram sigur.“
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira