Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að veitingastaðnum hafi verið lokað rétt fyrir klukkan 23:00 í gærkvöldi.
Skömmu fyrir klukkan eitt fóru lögregluþjónar á skemmtistað í póstnúmeri 101. Þar var einungis einn dyravörður við störf og með útrunnin réttindi. Við eftirlitið urðu lögreglumenn ennfremur varir við tvö ungmenni sem höfðu framvísað fölsuðum skilríkjum.
Í Grafarvogi var tilkynnt um mann sem var til vandræða á krá. Laganna verðir óku honum heim til sín.