Með eða á móti Eflingu (og Sólveigu Önnu) Gylfi Þór Gíslason skrifar 25. febrúar 2023 14:01 Fyrst þegar Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar gat ég ekki annað en dást að henni fyrir skelegga framkomu og baráttuvilja hennar fyrir betri kjörum félagsmanna Eflingar. Hvernig hún barðist fyrir starfsfólk á leikskólum og annara í sínu verkalýðsfélagi. Hvernig hún bauð viðsemjendum sínum birginn og náði fram góðum samningum. Nú standa yfir kjaradeilur Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling boðar verkföll undir forystu Sólveigar Önnu. Það hefur verið hennar stíll að boða til verkfalla. Verkfallsrétturinn er dýrmætur og sterkt vopn. Honum á að beita ef allt þrýtur og þurfa þykir. Það þekki ég sem lögreglumaður. Ekki höfum við lögreglumenn verkfallsrétt, sem þýðir að við erum ávallt síðastir í röðinni þegar kemur að kjarasamningum opinberra starfsmanna. Það er ekki hægt annað en að dást að kraftinum í Eflingu. En svo má aftur á móti gagnrýna Sólveigu Önnu sem formann Eflingar, að hafa ekki farið með í samningaviðræður með öðrum verkalýðsfélögum í haust og reyna að ná þar fram enn betri samningum. Því alltaf má gera betur. En staðan er núna þessi að Efling er í harðri kjarabaráttu og er aðdáunarvert að sjá hvað Efling, undir forystu Sólveigar Önnu, stendur föst á sínu með sínu fólki. Þótt deila megi um aðferðir. Það er dapurt að horfa upp á hve kjör félagsmann Eflingar eru slæm á meðan fyrirtækin í landinu skila ofur hagnaði. En ekki get ég tekið undir að það sé mikið dýrara að lifa á Reykjavíkursvæðinu en úti á landi. Á hinni svokallaðri landsbyggð eru ekki eins miklir möguleikar á lágu vöruverði, húshitunarkostnaður mun hærri og dýrt að þurfa að sækja flesta þjónustu í heilbrigðiskefinu á höfuðborgarsvæðið. Það er sótt að Eflingu víðar en af atvinnurekendum. Ríkissáttasemjari reyndi að troða upp á Eflingarfólk samningum sem forysta Eflingar hefur neitað að samþykkja. Með miðlunartillögu gegn vilja Eflingar og SA. Síðasta útspil SA er að setja á verkbann á Eflingarfólk. Þar er enn ein árásin á láglaunafólk, sem ég tel vera liður í því að fá ríkisstjórnina til að setja lög á þessa deilu. Ríkisstjórnin gerir ekkert til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Það eina sem hún gerir er að kynda undir verðbólgubálinu með hækkunum sínum um áramótin. Verðbólgan kemur verst niður á þeim sem lökust hafa kjörin. Ríkisstjórnin á að stór lækka skatta á láglaunafólk og setja á leiguþak svo eitthvað sé nefnt. Ég styð heilshugar félagsmenn Eflingar fyrir bættum kjörum og megi þau ná sem hagstæðustu samningum verkafólki til heilla. Allt alvöru jafnaðarfólk hlýtur einnig að standa með Eflingu í sinni baráttu fyrir bættum kjörum þeirra og annarra láglaunahópa. Höfundur er formaður verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrst þegar Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar gat ég ekki annað en dást að henni fyrir skelegga framkomu og baráttuvilja hennar fyrir betri kjörum félagsmanna Eflingar. Hvernig hún barðist fyrir starfsfólk á leikskólum og annara í sínu verkalýðsfélagi. Hvernig hún bauð viðsemjendum sínum birginn og náði fram góðum samningum. Nú standa yfir kjaradeilur Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling boðar verkföll undir forystu Sólveigar Önnu. Það hefur verið hennar stíll að boða til verkfalla. Verkfallsrétturinn er dýrmætur og sterkt vopn. Honum á að beita ef allt þrýtur og þurfa þykir. Það þekki ég sem lögreglumaður. Ekki höfum við lögreglumenn verkfallsrétt, sem þýðir að við erum ávallt síðastir í röðinni þegar kemur að kjarasamningum opinberra starfsmanna. Það er ekki hægt annað en að dást að kraftinum í Eflingu. En svo má aftur á móti gagnrýna Sólveigu Önnu sem formann Eflingar, að hafa ekki farið með í samningaviðræður með öðrum verkalýðsfélögum í haust og reyna að ná þar fram enn betri samningum. Því alltaf má gera betur. En staðan er núna þessi að Efling er í harðri kjarabaráttu og er aðdáunarvert að sjá hvað Efling, undir forystu Sólveigar Önnu, stendur föst á sínu með sínu fólki. Þótt deila megi um aðferðir. Það er dapurt að horfa upp á hve kjör félagsmann Eflingar eru slæm á meðan fyrirtækin í landinu skila ofur hagnaði. En ekki get ég tekið undir að það sé mikið dýrara að lifa á Reykjavíkursvæðinu en úti á landi. Á hinni svokallaðri landsbyggð eru ekki eins miklir möguleikar á lágu vöruverði, húshitunarkostnaður mun hærri og dýrt að þurfa að sækja flesta þjónustu í heilbrigðiskefinu á höfuðborgarsvæðið. Það er sótt að Eflingu víðar en af atvinnurekendum. Ríkissáttasemjari reyndi að troða upp á Eflingarfólk samningum sem forysta Eflingar hefur neitað að samþykkja. Með miðlunartillögu gegn vilja Eflingar og SA. Síðasta útspil SA er að setja á verkbann á Eflingarfólk. Þar er enn ein árásin á láglaunafólk, sem ég tel vera liður í því að fá ríkisstjórnina til að setja lög á þessa deilu. Ríkisstjórnin gerir ekkert til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Það eina sem hún gerir er að kynda undir verðbólgubálinu með hækkunum sínum um áramótin. Verðbólgan kemur verst niður á þeim sem lökust hafa kjörin. Ríkisstjórnin á að stór lækka skatta á láglaunafólk og setja á leiguþak svo eitthvað sé nefnt. Ég styð heilshugar félagsmenn Eflingar fyrir bættum kjörum og megi þau ná sem hagstæðustu samningum verkafólki til heilla. Allt alvöru jafnaðarfólk hlýtur einnig að standa með Eflingu í sinni baráttu fyrir bættum kjörum þeirra og annarra láglaunahópa. Höfundur er formaður verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar