Stórsér á Vesturbænum eftir skemmdarvarginn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 22:06 Íbúum á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur brá í brún í morgun. Vísir/KTD Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar. DV greindi frá því í gær að skemmdarverk hafi verið unnið á vegg Melabúðarinnar við Hofsvallagötu skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Miðillinn greinir frá því að um sé að ræða þrítugan mann sem tengist undirheimunum. Nokkur blæbrigðamunur er á skemmdarverkunum en þau eiga eitt sammerkt, stafina HNP, sem DV segir að merkja eigi „High and Paranoid“ eða „í vímu og ofsóknaræði.“ Fregnir hafa borist af sambærilegum verkum í miðborginni í dag. Eins og sjá má á myndinni krotaði maðurinn nánast á bílskúrinn allan.Vísir/KTD Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir veggjakrotarann hafa komið víða við í Vesturbænum. Um hafi verið að ræða fullorðinn mann sem komið hafi á bíl. „Ég fór úr vinnunni klukkan tuttugu mínútur í níu eða eitthvað slíkt og hann var þá nýbúinn að gera þetta þá - bara mínútu áður - því ég fór í myndavélakerfið. Svo kemur hann aftur klukkutíma seinna og gerir þetta bláa og gyllta. Það var fólk labbandi þarna og bílar keyrandi og allt,“ segir Pétur Alan. „Það er allt annað ef hann biður um leyfi og fær að gera eitthvað flott. En þetta var of mikið, alls ekki skemmtilegt,“ segir Pétur sem skjótt brást við og málaði yfir krotið. Pétur Alan og félagar voru fljótir til og máluðu vegginn að nýju.Vísir/KTD Hann segir að lögreglan hafi fengið myndbandsupptökur og þar sé málið komið í ferli. Pétur segist ekki ætla að kæra málið en kveðst hafa heyrt af því að húseigandi í Vesturbæ, sem lenti í veggjakrotaranum, hafi kært. „Við erum búin að afgreiða þetta hérna og vonum að það verði ekki meir. Vonandi tekur fólk sig á og gerir þetta bara þar sem þetta má gera. En það er eins og það er, við vonum það besta,“ segir Pétur Allan. Maðurinn virðist hafa verið með spreybrúsa í mörgum litum.Vísir/KTD Veggjakrotarinn hafði nánast tekið Hjarðarhagann eins og hann lagði sig.Vísir/KTD Fleiri en Pétur Allan brugðust fljótt við og máluðu yfir veggjakrotið.Vísir/KTD Maðurinn krotaði einnig á hús í miðborginni.Aðsend Veggjakrotið virðist ávallt innihalda auðkennismerkið, stafina HNP.Aðsend Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
DV greindi frá því í gær að skemmdarverk hafi verið unnið á vegg Melabúðarinnar við Hofsvallagötu skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Miðillinn greinir frá því að um sé að ræða þrítugan mann sem tengist undirheimunum. Nokkur blæbrigðamunur er á skemmdarverkunum en þau eiga eitt sammerkt, stafina HNP, sem DV segir að merkja eigi „High and Paranoid“ eða „í vímu og ofsóknaræði.“ Fregnir hafa borist af sambærilegum verkum í miðborginni í dag. Eins og sjá má á myndinni krotaði maðurinn nánast á bílskúrinn allan.Vísir/KTD Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir veggjakrotarann hafa komið víða við í Vesturbænum. Um hafi verið að ræða fullorðinn mann sem komið hafi á bíl. „Ég fór úr vinnunni klukkan tuttugu mínútur í níu eða eitthvað slíkt og hann var þá nýbúinn að gera þetta þá - bara mínútu áður - því ég fór í myndavélakerfið. Svo kemur hann aftur klukkutíma seinna og gerir þetta bláa og gyllta. Það var fólk labbandi þarna og bílar keyrandi og allt,“ segir Pétur Alan. „Það er allt annað ef hann biður um leyfi og fær að gera eitthvað flott. En þetta var of mikið, alls ekki skemmtilegt,“ segir Pétur sem skjótt brást við og málaði yfir krotið. Pétur Alan og félagar voru fljótir til og máluðu vegginn að nýju.Vísir/KTD Hann segir að lögreglan hafi fengið myndbandsupptökur og þar sé málið komið í ferli. Pétur segist ekki ætla að kæra málið en kveðst hafa heyrt af því að húseigandi í Vesturbæ, sem lenti í veggjakrotaranum, hafi kært. „Við erum búin að afgreiða þetta hérna og vonum að það verði ekki meir. Vonandi tekur fólk sig á og gerir þetta bara þar sem þetta má gera. En það er eins og það er, við vonum það besta,“ segir Pétur Allan. Maðurinn virðist hafa verið með spreybrúsa í mörgum litum.Vísir/KTD Veggjakrotarinn hafði nánast tekið Hjarðarhagann eins og hann lagði sig.Vísir/KTD Fleiri en Pétur Allan brugðust fljótt við og máluðu yfir veggjakrotið.Vísir/KTD Maðurinn krotaði einnig á hús í miðborginni.Aðsend Veggjakrotið virðist ávallt innihalda auðkennismerkið, stafina HNP.Aðsend
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira