Stórsér á Vesturbænum eftir skemmdarvarginn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 22:06 Íbúum á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur brá í brún í morgun. Vísir/KTD Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar. DV greindi frá því í gær að skemmdarverk hafi verið unnið á vegg Melabúðarinnar við Hofsvallagötu skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Miðillinn greinir frá því að um sé að ræða þrítugan mann sem tengist undirheimunum. Nokkur blæbrigðamunur er á skemmdarverkunum en þau eiga eitt sammerkt, stafina HNP, sem DV segir að merkja eigi „High and Paranoid“ eða „í vímu og ofsóknaræði.“ Fregnir hafa borist af sambærilegum verkum í miðborginni í dag. Eins og sjá má á myndinni krotaði maðurinn nánast á bílskúrinn allan.Vísir/KTD Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir veggjakrotarann hafa komið víða við í Vesturbænum. Um hafi verið að ræða fullorðinn mann sem komið hafi á bíl. „Ég fór úr vinnunni klukkan tuttugu mínútur í níu eða eitthvað slíkt og hann var þá nýbúinn að gera þetta þá - bara mínútu áður - því ég fór í myndavélakerfið. Svo kemur hann aftur klukkutíma seinna og gerir þetta bláa og gyllta. Það var fólk labbandi þarna og bílar keyrandi og allt,“ segir Pétur Alan. „Það er allt annað ef hann biður um leyfi og fær að gera eitthvað flott. En þetta var of mikið, alls ekki skemmtilegt,“ segir Pétur sem skjótt brást við og málaði yfir krotið. Pétur Alan og félagar voru fljótir til og máluðu vegginn að nýju.Vísir/KTD Hann segir að lögreglan hafi fengið myndbandsupptökur og þar sé málið komið í ferli. Pétur segist ekki ætla að kæra málið en kveðst hafa heyrt af því að húseigandi í Vesturbæ, sem lenti í veggjakrotaranum, hafi kært. „Við erum búin að afgreiða þetta hérna og vonum að það verði ekki meir. Vonandi tekur fólk sig á og gerir þetta bara þar sem þetta má gera. En það er eins og það er, við vonum það besta,“ segir Pétur Allan. Maðurinn virðist hafa verið með spreybrúsa í mörgum litum.Vísir/KTD Veggjakrotarinn hafði nánast tekið Hjarðarhagann eins og hann lagði sig.Vísir/KTD Fleiri en Pétur Allan brugðust fljótt við og máluðu yfir veggjakrotið.Vísir/KTD Maðurinn krotaði einnig á hús í miðborginni.Aðsend Veggjakrotið virðist ávallt innihalda auðkennismerkið, stafina HNP.Aðsend Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
DV greindi frá því í gær að skemmdarverk hafi verið unnið á vegg Melabúðarinnar við Hofsvallagötu skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Miðillinn greinir frá því að um sé að ræða þrítugan mann sem tengist undirheimunum. Nokkur blæbrigðamunur er á skemmdarverkunum en þau eiga eitt sammerkt, stafina HNP, sem DV segir að merkja eigi „High and Paranoid“ eða „í vímu og ofsóknaræði.“ Fregnir hafa borist af sambærilegum verkum í miðborginni í dag. Eins og sjá má á myndinni krotaði maðurinn nánast á bílskúrinn allan.Vísir/KTD Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir veggjakrotarann hafa komið víða við í Vesturbænum. Um hafi verið að ræða fullorðinn mann sem komið hafi á bíl. „Ég fór úr vinnunni klukkan tuttugu mínútur í níu eða eitthvað slíkt og hann var þá nýbúinn að gera þetta þá - bara mínútu áður - því ég fór í myndavélakerfið. Svo kemur hann aftur klukkutíma seinna og gerir þetta bláa og gyllta. Það var fólk labbandi þarna og bílar keyrandi og allt,“ segir Pétur Alan. „Það er allt annað ef hann biður um leyfi og fær að gera eitthvað flott. En þetta var of mikið, alls ekki skemmtilegt,“ segir Pétur sem skjótt brást við og málaði yfir krotið. Pétur Alan og félagar voru fljótir til og máluðu vegginn að nýju.Vísir/KTD Hann segir að lögreglan hafi fengið myndbandsupptökur og þar sé málið komið í ferli. Pétur segist ekki ætla að kæra málið en kveðst hafa heyrt af því að húseigandi í Vesturbæ, sem lenti í veggjakrotaranum, hafi kært. „Við erum búin að afgreiða þetta hérna og vonum að það verði ekki meir. Vonandi tekur fólk sig á og gerir þetta bara þar sem þetta má gera. En það er eins og það er, við vonum það besta,“ segir Pétur Allan. Maðurinn virðist hafa verið með spreybrúsa í mörgum litum.Vísir/KTD Veggjakrotarinn hafði nánast tekið Hjarðarhagann eins og hann lagði sig.Vísir/KTD Fleiri en Pétur Allan brugðust fljótt við og máluðu yfir veggjakrotið.Vísir/KTD Maðurinn krotaði einnig á hús í miðborginni.Aðsend Veggjakrotið virðist ávallt innihalda auðkennismerkið, stafina HNP.Aðsend
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira