Enginn friður í Fjarðabyggð? Ragnar Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2023 10:31 Sjónarsviptir verður af Jóni Birni úr bæjarpólitíkinni í Fjarðabyggð. Fyrir áratuga starf í þágu sveitarfélagsins og framgangs þess á hann heiður skilinn og virðingu. Samstarf við Jón Björn hefur verið farsælt, þrátt fyrir að við séum ekki samherjar í pólitík höfum við oftast átt góða samvinnu. Neikvæð orðræða á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfi fjölmiðla er engum til góðs. Enginn sem tekur þátt í sveitarstjórnarmálum fer varhluta af því. Hef ég þar fengið minn skammt. Fráfarandi bæjarstjóri hefur borið hita og þunga í málefnum meirihlutans og umræðan hefur oft einskorðast við hann. Eitthvað hefur borið á þeirri umræðu hér eystra síðustu daga að afsögn bæjarstjórans tengist aðför pólitískra andstæðinga hans. Því fer fjarri. Hvað varðar skipulags- og fasteignamál í Fannardal þá er þannig mál með vexti að maður að sunnan, mér ókunnur, sendir inn erindi til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Í bréfinu sem sent var á skrifstofu sveitarfélagsins og alla kjörna fulltrúa, var vakin athygli á að fráfarandi bæjarstjóri hefði ekki tilskilin leyfi og hefði ekki greitt lögbundin fasteignagjöld. Sé það rétt er öllum ljóst að það er óásættanlegt. Að veði er trúverðugleiki og traust íbúa til sveitarfélagsins. Flestum var brugðið eftir þessa uppákomu en sú ákvörðun að hætta var alfarið hans og meirihlutans, ekki annarra. Ósanngirni er að kenna öðrum um. Enginn bæjarfulltrúi Fjarðabyggðar hefur tjáð sig opinberlega um þetta mál. Sjálfur hef ég sem forystumaður Sjálfstæðisflokks ítrekað neitað að tjá mig um málið í fjölmiðlum þar til að það hefur fengið efnislega umfjöllun. Því skal haldið til haga að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti strax ósk meirihlutans um að fresta málinu fyrir bæjarráði um eina viku. Ósanngirni hinna pólitísku andstæðinga var ekki meiri. Öllum má vera ljóst að rekstur Fjarðabyggðar er afar þungur. Umfangsmikil mál krefjast aðkallandi úrlausna, svo sem starfsmanna- og viðhaldsmál. Hefur minnihluti bæjarstjórnar ekki þvælst fyrir í úrlausn þeirra erfiðu mála. Ennfremur er skýrt að fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Fjarðarlistans verða að stíga fram og taka pólitíska ábyrgð til að forðast enn tíðari bæjarstjóraskipti. Þriðji bæjarstjórinn á tæpum fimm árum talar sínu máli. Það þarf meiri frið í Fjarðabyggð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Ragnar Sigurðsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarsviptir verður af Jóni Birni úr bæjarpólitíkinni í Fjarðabyggð. Fyrir áratuga starf í þágu sveitarfélagsins og framgangs þess á hann heiður skilinn og virðingu. Samstarf við Jón Björn hefur verið farsælt, þrátt fyrir að við séum ekki samherjar í pólitík höfum við oftast átt góða samvinnu. Neikvæð orðræða á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfi fjölmiðla er engum til góðs. Enginn sem tekur þátt í sveitarstjórnarmálum fer varhluta af því. Hef ég þar fengið minn skammt. Fráfarandi bæjarstjóri hefur borið hita og þunga í málefnum meirihlutans og umræðan hefur oft einskorðast við hann. Eitthvað hefur borið á þeirri umræðu hér eystra síðustu daga að afsögn bæjarstjórans tengist aðför pólitískra andstæðinga hans. Því fer fjarri. Hvað varðar skipulags- og fasteignamál í Fannardal þá er þannig mál með vexti að maður að sunnan, mér ókunnur, sendir inn erindi til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Í bréfinu sem sent var á skrifstofu sveitarfélagsins og alla kjörna fulltrúa, var vakin athygli á að fráfarandi bæjarstjóri hefði ekki tilskilin leyfi og hefði ekki greitt lögbundin fasteignagjöld. Sé það rétt er öllum ljóst að það er óásættanlegt. Að veði er trúverðugleiki og traust íbúa til sveitarfélagsins. Flestum var brugðið eftir þessa uppákomu en sú ákvörðun að hætta var alfarið hans og meirihlutans, ekki annarra. Ósanngirni er að kenna öðrum um. Enginn bæjarfulltrúi Fjarðabyggðar hefur tjáð sig opinberlega um þetta mál. Sjálfur hef ég sem forystumaður Sjálfstæðisflokks ítrekað neitað að tjá mig um málið í fjölmiðlum þar til að það hefur fengið efnislega umfjöllun. Því skal haldið til haga að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti strax ósk meirihlutans um að fresta málinu fyrir bæjarráði um eina viku. Ósanngirni hinna pólitísku andstæðinga var ekki meiri. Öllum má vera ljóst að rekstur Fjarðabyggðar er afar þungur. Umfangsmikil mál krefjast aðkallandi úrlausna, svo sem starfsmanna- og viðhaldsmál. Hefur minnihluti bæjarstjórnar ekki þvælst fyrir í úrlausn þeirra erfiðu mála. Ennfremur er skýrt að fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Fjarðarlistans verða að stíga fram og taka pólitíska ábyrgð til að forðast enn tíðari bæjarstjóraskipti. Þriðji bæjarstjórinn á tæpum fimm árum talar sínu máli. Það þarf meiri frið í Fjarðabyggð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun