„KKÍ er að gleyma sér í partýinu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. febrúar 2023 14:30 Viðar Örn Hafsteinsson var allt annað en sáttur með uppákomuna í dag. Vísir/Bára Dröfn Enginn dómari frá KKÍ mætti í leik Breiðabliks og Hattar í 12.flokki karla en lið Hattar var komið frá Egilsstöðum til að spila leikinn. Starfsmaður Egilsstaðaliðsins þurfti sjálfur að dæma leikinn. Leikur Breiðabliks og Hattar var á dagskrá í 12.flokki drengja í körfuknattleik en þann flokk skipa strákar sem eru á öðru ári í framhaldsskóla. Lið Hattar kom til Reykjavíkur í gær til að spila tvo leiki um helgina en það er Körfuknattleikssambandið sem sér um að manna dómgæslu í leikjum 12.flokks. Þegar leikurinn átti hins vegar að fara að hefjast var enginn dómari mættur á svæðið. Bæði forráðamenn Blika og Hattar reyndu að hafa samband við skrifstofu KKÍ en fengu engin svör og engar skýringar. Fór svo að lokum að Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari meistaraflokks Hattar, sá um dómgæsluna en hann var mættur í stúkuna til að horfa á leikinn. Viðar greip í flautuna og dæmdi leikinn í dag.Aðsend „Ég var sjálfur með annan flokk í bænum og var þess vegna á leiknum. Ég tók það að mér að dæma ásamt öðrum,“ sagði Viðar Örn þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið. „Mér finnst þetta vanvirðing við unglingana þegar þetta er svona og þá stekkur maður inn í svo leikurinn geti farið fram. Ferðakostnaður okkar í svona ferð er 400-500 þúsund og við hoppum ekkert í bæinn til að spila einn leik,“ en Hattarliðið kom fljúgandi frá Egilsstöðum í gær. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu“ Viðar segir að um mistök á skrifstofu KKÍ sé að ræða. „Mér finnst lélegt að sambandið sé sífellt að kvarta í ríkisvaldinu en þegar þeir gera mistök þá heyrist ekki múkk.“ A-landslið karla á gríðarlega mikilvægan leik gegn Georgíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag en Viðar segir það enga afsökun enda mönnun dómara væntanlega skipulögð eitthvað fram í tímann. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu. Það má ekki gleyma sér svo mikið í afreksstarfinu að menn gleymi barna- og unglingastarfinu. Við getum ekki stoppað Íslandsmót þó örfáir þurfi að fara til Georgíu í A-landsleik,“ sagði Viðar og er allt annað en sáttur. Fyrir helgi bárust fréttir af deilu KKÍ og dómara vegna kjaramála en samningar dómara hafa verið lausir í níu ár. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ lét hafa eftir sér að sambandið þyrfti ekki að semja við verktakastétt en dómarar voru ósáttir við þau orð hans. „Þetta er vandræðalegt því Hannes hefur verið í viðtölum vegna kjaramála dómara og hefur komið illa út úr því. Ég vona að þetta hafi ekki verið þess vegna.“ Íþróttir barna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Hattar var á dagskrá í 12.flokki drengja í körfuknattleik en þann flokk skipa strákar sem eru á öðru ári í framhaldsskóla. Lið Hattar kom til Reykjavíkur í gær til að spila tvo leiki um helgina en það er Körfuknattleikssambandið sem sér um að manna dómgæslu í leikjum 12.flokks. Þegar leikurinn átti hins vegar að fara að hefjast var enginn dómari mættur á svæðið. Bæði forráðamenn Blika og Hattar reyndu að hafa samband við skrifstofu KKÍ en fengu engin svör og engar skýringar. Fór svo að lokum að Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari meistaraflokks Hattar, sá um dómgæsluna en hann var mættur í stúkuna til að horfa á leikinn. Viðar greip í flautuna og dæmdi leikinn í dag.Aðsend „Ég var sjálfur með annan flokk í bænum og var þess vegna á leiknum. Ég tók það að mér að dæma ásamt öðrum,“ sagði Viðar Örn þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið. „Mér finnst þetta vanvirðing við unglingana þegar þetta er svona og þá stekkur maður inn í svo leikurinn geti farið fram. Ferðakostnaður okkar í svona ferð er 400-500 þúsund og við hoppum ekkert í bæinn til að spila einn leik,“ en Hattarliðið kom fljúgandi frá Egilsstöðum í gær. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu“ Viðar segir að um mistök á skrifstofu KKÍ sé að ræða. „Mér finnst lélegt að sambandið sé sífellt að kvarta í ríkisvaldinu en þegar þeir gera mistök þá heyrist ekki múkk.“ A-landslið karla á gríðarlega mikilvægan leik gegn Georgíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag en Viðar segir það enga afsökun enda mönnun dómara væntanlega skipulögð eitthvað fram í tímann. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu. Það má ekki gleyma sér svo mikið í afreksstarfinu að menn gleymi barna- og unglingastarfinu. Við getum ekki stoppað Íslandsmót þó örfáir þurfi að fara til Georgíu í A-landsleik,“ sagði Viðar og er allt annað en sáttur. Fyrir helgi bárust fréttir af deilu KKÍ og dómara vegna kjaramála en samningar dómara hafa verið lausir í níu ár. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ lét hafa eftir sér að sambandið þyrfti ekki að semja við verktakastétt en dómarar voru ósáttir við þau orð hans. „Þetta er vandræðalegt því Hannes hefur verið í viðtölum vegna kjaramála dómara og hefur komið illa út úr því. Ég vona að þetta hafi ekki verið þess vegna.“
Íþróttir barna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum