„Ég er alveg brjálaður“ Stefán Snær Ágústsson skrifar 26. febrúar 2023 21:15 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson var allt annað en sáttur eftir naumt tap Grindavíkur gegn Fjölni í 22. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. Grindavíkurkonur þurftu sigur í kvöld til að halda pressunni á lið Njarðvíkur í baráttunni um loka umspilssætið en eiga þó enn möguleika og mæta Njarðvík í næstu umferð. Spurður um fyrstu viðbrögð eftir ósigurinn, var þjálfarinn fáorður. „Ég er svekktur“ Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Fjölniskonur komu sterkari út úr hálfleikspásunni, hvað klikkaði í seinni hálfleik að mati þjálfarans? „Við vorum í vandræðum með svæðisvörnina hjá þeim, þær voru að færa sig vel og við vorum ekki að sjá réttu opnunar. Þær voru grimmari, það eru mín fyrstu viðbrögð, ég er alveg brjálaður að hafa tapað þessum leik.“ Danielle Rodriguez náði ekki að láta til sín taka í kvöld, hvernig metur Þorleifur frammistöðu leikmanna sinna í kvöld? „Mér fannst þær ekki hægja mikið á okkur, heldur við bara sjálfar. Varnarlega setti ég upp ákveðna hluti sem voru ekki að virka þannig ég hefði átt að breyta því fyrr, en svo breyttum við því og þá lagaðist vörnin aðeins og meikaði aðeins meira sens.“ „Á alltof mörgum sviðum fannst mér við vera alltof hikandi og ekki nógu miklir töffarar að klára hlutina, taka fráköstin. Við sýndum samt sem áður ákveðnar rispur inn á milli en það var bara því miður ekki nóg, Fjölnir bara voru betri.“ Brittany Dinkins réði ríkjum í leiknum og endaði stigahæst með 30 stig. Voru Grindavíkurkonur með áætlun til að stöðva hana og afhverju tókst það ekki? „Við vorum með ákveðið plan bara á allt liðið sem var kannski sniðið að hennar leik sem bara klikkaði að einhverju leyti, þó ekki alveg. Hún var mikið að hlaupa völlinn vel og skora úr hraðaupphlaupum og svo bara einn á einn þar sem við vorum ekki nógu mikið að halda henni fyrir framan okkur og vorum að leyfa henni að komast inn í teiginn þar sem hún er góð.“ Þorleifur fer svekktur frá borði eftir ósigurinn en verður að ná einbeitingunni fjótt aftur því Grindavík á stórleik gegn Njarðvík í næstu umferð og þarf liðið að landa sigri í næsta leik ef þær eiga að halda möguleika sínum á umspilssæti. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Grindavíkurkonur þurftu sigur í kvöld til að halda pressunni á lið Njarðvíkur í baráttunni um loka umspilssætið en eiga þó enn möguleika og mæta Njarðvík í næstu umferð. Spurður um fyrstu viðbrögð eftir ósigurinn, var þjálfarinn fáorður. „Ég er svekktur“ Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Fjölniskonur komu sterkari út úr hálfleikspásunni, hvað klikkaði í seinni hálfleik að mati þjálfarans? „Við vorum í vandræðum með svæðisvörnina hjá þeim, þær voru að færa sig vel og við vorum ekki að sjá réttu opnunar. Þær voru grimmari, það eru mín fyrstu viðbrögð, ég er alveg brjálaður að hafa tapað þessum leik.“ Danielle Rodriguez náði ekki að láta til sín taka í kvöld, hvernig metur Þorleifur frammistöðu leikmanna sinna í kvöld? „Mér fannst þær ekki hægja mikið á okkur, heldur við bara sjálfar. Varnarlega setti ég upp ákveðna hluti sem voru ekki að virka þannig ég hefði átt að breyta því fyrr, en svo breyttum við því og þá lagaðist vörnin aðeins og meikaði aðeins meira sens.“ „Á alltof mörgum sviðum fannst mér við vera alltof hikandi og ekki nógu miklir töffarar að klára hlutina, taka fráköstin. Við sýndum samt sem áður ákveðnar rispur inn á milli en það var bara því miður ekki nóg, Fjölnir bara voru betri.“ Brittany Dinkins réði ríkjum í leiknum og endaði stigahæst með 30 stig. Voru Grindavíkurkonur með áætlun til að stöðva hana og afhverju tókst það ekki? „Við vorum með ákveðið plan bara á allt liðið sem var kannski sniðið að hennar leik sem bara klikkaði að einhverju leyti, þó ekki alveg. Hún var mikið að hlaupa völlinn vel og skora úr hraðaupphlaupum og svo bara einn á einn þar sem við vorum ekki nógu mikið að halda henni fyrir framan okkur og vorum að leyfa henni að komast inn í teiginn þar sem hún er góð.“ Þorleifur fer svekktur frá borði eftir ósigurinn en verður að ná einbeitingunni fjótt aftur því Grindavík á stórleik gegn Njarðvík í næstu umferð og þarf liðið að landa sigri í næsta leik ef þær eiga að halda möguleika sínum á umspilssæti.
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum