Ryðjum menntabrautina Hrönn Stefánsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 09:32 Á Íslandi hefur hugmyndin um jafnrétti til náms verið til grundvallar í menntakerfinu. Enda er jafn réttur til náms ein besta leiðin til að jafna stöðu þegna í þjóðfélaginu. Margt hefur verið gert í íslensku þjóðfélagi til að tryggja þennan rétt til dæmis með því að hafa hófstillt skólagjöld í háskóla og með því að veita nemendum aðgang að námslánum. Þannig hafa allir hópar þjóðfélagsins aðgang að námi og má því segja að í raun sé Ísland land tækifæranna. En er jafnrétti til náms á Íslandi fyrir alla? Fatlaðir nemendur, langveikir og aðrir sem þurfa sérúrræði í námi er hópur sem stundum á erfitt með að sækja rétt sinn til þess að geta stundað nám. Samkvæmt lögum á að veita nemendum sem af einhverjum ástæðum geta ekki stundað nám sitt sérúrræði til þess að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem eru á vegi nemandans, til dæmis með viðeigandi aðlögun. Viðeigandi aðlögun felur það í sér að gerðar eru lagfæringar eða breytingar sem tryggja að fatlað fólk geti notið eða nýtt sér það úrræði sem um ræðir. Í þessu getur falist breytingar á aðgengi að húsnæði sem tryggir í því að nemendur komist um byggingar en það sem er ekki síður mikilvægt er að aðlaga námið að þörfum allra nemenda. Oft eru það ekki miklar lagfæringar sem þarf að gera á námi eða námsaðstæðum til að gera það aðgengilegt og það er mismunandi eftir hverjum og einum nemanda og fötlun hans hvað þarf að gera til að auka möguleika hans til náms. Fyrir sum er sveigjanlegur námstími, meiri aðgangur að fjarkennslu, lengri próftími eða aðgangur að hljóðbókum nóg til þess að nemandi geti nýtt sér þau námstækifæri sem boðið er upp á og lokið námi sínu á farsælan hátt. Það er hagur þjóðfélagsins að menntunarstig sé hátt og að allir einstaklingar fái notið hæfileika sinna til fulls. Því er það grundvallaratriði að lögð sé áhersla að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem valda því að sumir nemendur sem hafa fulla getu til að stunda nám, ef aðeins væri tekið tillit til þarfa þeirra, falli burtu úr námi vegna skorts á viðeigandi aðlögun. Háskólar vinna stöðugt betra starf að því að koma til móts við alla nemendur en því miður er það enn svo að það er torsóttara fyrir suma nemendur en aðra að fá þessa aðlögun. Sá hópur sem virðist helst eiga erfitt með að fá þau úrræði sem þeir þarfnast eru nemendur sem eru með ósýnilegar fatlanir eins og til dæmis fólk með gigt eða annan stoðkerfisvanda, geðraskanir eða aðra sjúkdóma sem sjást ekki utan á fólki og geta verið sveiflukenndir þannig að sumir dagar eru betri en aðrir. Þessir nemendur lenda jafnvel í því að þeir fá neitun um þá hjálp sem þeir eiga rétt á þrátt fyrir að vera með tilheyrandi læknisvottorð. Mikilvægt er að ryðja þessum hindrunum úr vegi til að ryðja menntabrautina fyrir alla nemendur. Með því tryggjum við að hæfileikar allra fái notið sín til fulls. Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur hugmyndin um jafnrétti til náms verið til grundvallar í menntakerfinu. Enda er jafn réttur til náms ein besta leiðin til að jafna stöðu þegna í þjóðfélaginu. Margt hefur verið gert í íslensku þjóðfélagi til að tryggja þennan rétt til dæmis með því að hafa hófstillt skólagjöld í háskóla og með því að veita nemendum aðgang að námslánum. Þannig hafa allir hópar þjóðfélagsins aðgang að námi og má því segja að í raun sé Ísland land tækifæranna. En er jafnrétti til náms á Íslandi fyrir alla? Fatlaðir nemendur, langveikir og aðrir sem þurfa sérúrræði í námi er hópur sem stundum á erfitt með að sækja rétt sinn til þess að geta stundað nám. Samkvæmt lögum á að veita nemendum sem af einhverjum ástæðum geta ekki stundað nám sitt sérúrræði til þess að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem eru á vegi nemandans, til dæmis með viðeigandi aðlögun. Viðeigandi aðlögun felur það í sér að gerðar eru lagfæringar eða breytingar sem tryggja að fatlað fólk geti notið eða nýtt sér það úrræði sem um ræðir. Í þessu getur falist breytingar á aðgengi að húsnæði sem tryggir í því að nemendur komist um byggingar en það sem er ekki síður mikilvægt er að aðlaga námið að þörfum allra nemenda. Oft eru það ekki miklar lagfæringar sem þarf að gera á námi eða námsaðstæðum til að gera það aðgengilegt og það er mismunandi eftir hverjum og einum nemanda og fötlun hans hvað þarf að gera til að auka möguleika hans til náms. Fyrir sum er sveigjanlegur námstími, meiri aðgangur að fjarkennslu, lengri próftími eða aðgangur að hljóðbókum nóg til þess að nemandi geti nýtt sér þau námstækifæri sem boðið er upp á og lokið námi sínu á farsælan hátt. Það er hagur þjóðfélagsins að menntunarstig sé hátt og að allir einstaklingar fái notið hæfileika sinna til fulls. Því er það grundvallaratriði að lögð sé áhersla að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem valda því að sumir nemendur sem hafa fulla getu til að stunda nám, ef aðeins væri tekið tillit til þarfa þeirra, falli burtu úr námi vegna skorts á viðeigandi aðlögun. Háskólar vinna stöðugt betra starf að því að koma til móts við alla nemendur en því miður er það enn svo að það er torsóttara fyrir suma nemendur en aðra að fá þessa aðlögun. Sá hópur sem virðist helst eiga erfitt með að fá þau úrræði sem þeir þarfnast eru nemendur sem eru með ósýnilegar fatlanir eins og til dæmis fólk með gigt eða annan stoðkerfisvanda, geðraskanir eða aðra sjúkdóma sem sjást ekki utan á fólki og geta verið sveiflukenndir þannig að sumir dagar eru betri en aðrir. Þessir nemendur lenda jafnvel í því að þeir fá neitun um þá hjálp sem þeir eiga rétt á þrátt fyrir að vera með tilheyrandi læknisvottorð. Mikilvægt er að ryðja þessum hindrunum úr vegi til að ryðja menntabrautina fyrir alla nemendur. Með því tryggjum við að hæfileikar allra fái notið sín til fulls. Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun