598 Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 27. febrúar 2023 16:00 Þegar við undirrituðum skammtímasamning í desember síðastliðinn tóku einhverjir eftir að ég gaf ekki kost á mér í myndatöku með viðsemjendum okkar eftir undirritun samninga. Svo vel tóku sumir eftir að þeim þykir þetta athæfi mitt teljast til verstu synda í formannstíð minni. En af hverju var mér ekki að skapi að standa brosandi á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að hafa setið sólarhringum saman, svefnlaus, í að reyna að ná ásættanlegri niðurstöðu miðað við aðstæður sem þá voru uppi? Af hverju hafði ég ekki geð í mér að standa með falskt bros innan um hæstánægð Samtök atvinnurekenda með niðurstöðuna? Ástæðan fyrir því var einföld. Ég gerði kröfu um og vildi setja sem skilyrði að SA tæki virkari þátt en áður hefur þekkst í því að halda hér verðstöðugleika og gera það með þeim hætti að stjórnvöld og samtök atvinnulífsins hefðu af því raunverulegan hag að halda aftur af verðlagshækkunum og hækkun opinberra gjalda. Hugmyndin fólst í því að þegar samningur tekur gildi, en þá var vísitala neysluverðs í 560,9, myndi hann losna ef vísitalan færi í 598. En 598 var töluvert yfir þeim væntingum og markmiðum sem við settum okkur með gerð skammtímasamnings sem rennur út í janúar 2024. Það er nú ljóst að atvinnulífið og stjórnvöld höfðu allt aðrar væntingar í huga en við. Væntingar um að hækka verðlag og græða enn meira, og stjórnvöld álögur á almenning til að hlífa breiðustu bökunum enn frekar. Það gerðist sem ég óttaðist mest. Að fyrirtækin og hið opinbera færu að demba á launafólk verðlagshækkunum og hærri gjöldum, ef það hefði engar raunverulegar afleiðingar í för með sér. Ég trúði því alls ekki að fagurgalar atvinnulífsins og stjórnvöld væru raunverulega í okkar liði og hafði ég fulla ástæðu, og reynslu, að loforðin eru einskis virði þegar á reynir. Það reyndist vera rétt mat. Ég trúði því að ef SA og stjórnvöld ættu á hættu að samningar við verkalýðshreyfinguna yrðu lausir miklu fyrr, væru meiri líkur á því að þau héldu aftur af verðlagshækkunum út samningstímann og væru því nauðbeygð til samfélagsábyrgðar og lágmarks virðingar gagnvart almenningi í landinu. Hagstofan gaf út nýja vísitölu fyrir febrúar og er niðurstaðan sláandi. Hún stendur nú í 577,3 og samkvæmt mínum útreikningum hefðu samningar losnað í Ágúst næstkomandi, ekki janúar 2024, ef þróunin heldur áfram sem horfir. Verðbólga mælist nú 10,2% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009 þegar hún mældist 10,8%. Helstu áhrifaþættir á verðbólguna síðan kjarasamningar voru undirritaðir eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera, verðlagshækkanir fyrirtækja og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Skal einhvern undra að ég hafi haft takmarkað geð í að standa með tilgerðarlegt bros á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að þau höfnuðu alfarið að taka raunverulega þátt í að verja hér lífskjör? Höfnuðu að sýna viljan í verki og standa með fólkinu í landinu! Höfum þessa tölu í huga 598. Höfum 598 í huga ef þið heyrið gagnrýni á það að ég hafi neitað að sitja fyrir á mynd eftir undirritun síðustu kjarasamninga, brosandi með vöfflurjóma út á kinnar. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar við undirrituðum skammtímasamning í desember síðastliðinn tóku einhverjir eftir að ég gaf ekki kost á mér í myndatöku með viðsemjendum okkar eftir undirritun samninga. Svo vel tóku sumir eftir að þeim þykir þetta athæfi mitt teljast til verstu synda í formannstíð minni. En af hverju var mér ekki að skapi að standa brosandi á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að hafa setið sólarhringum saman, svefnlaus, í að reyna að ná ásættanlegri niðurstöðu miðað við aðstæður sem þá voru uppi? Af hverju hafði ég ekki geð í mér að standa með falskt bros innan um hæstánægð Samtök atvinnurekenda með niðurstöðuna? Ástæðan fyrir því var einföld. Ég gerði kröfu um og vildi setja sem skilyrði að SA tæki virkari þátt en áður hefur þekkst í því að halda hér verðstöðugleika og gera það með þeim hætti að stjórnvöld og samtök atvinnulífsins hefðu af því raunverulegan hag að halda aftur af verðlagshækkunum og hækkun opinberra gjalda. Hugmyndin fólst í því að þegar samningur tekur gildi, en þá var vísitala neysluverðs í 560,9, myndi hann losna ef vísitalan færi í 598. En 598 var töluvert yfir þeim væntingum og markmiðum sem við settum okkur með gerð skammtímasamnings sem rennur út í janúar 2024. Það er nú ljóst að atvinnulífið og stjórnvöld höfðu allt aðrar væntingar í huga en við. Væntingar um að hækka verðlag og græða enn meira, og stjórnvöld álögur á almenning til að hlífa breiðustu bökunum enn frekar. Það gerðist sem ég óttaðist mest. Að fyrirtækin og hið opinbera færu að demba á launafólk verðlagshækkunum og hærri gjöldum, ef það hefði engar raunverulegar afleiðingar í för með sér. Ég trúði því alls ekki að fagurgalar atvinnulífsins og stjórnvöld væru raunverulega í okkar liði og hafði ég fulla ástæðu, og reynslu, að loforðin eru einskis virði þegar á reynir. Það reyndist vera rétt mat. Ég trúði því að ef SA og stjórnvöld ættu á hættu að samningar við verkalýðshreyfinguna yrðu lausir miklu fyrr, væru meiri líkur á því að þau héldu aftur af verðlagshækkunum út samningstímann og væru því nauðbeygð til samfélagsábyrgðar og lágmarks virðingar gagnvart almenningi í landinu. Hagstofan gaf út nýja vísitölu fyrir febrúar og er niðurstaðan sláandi. Hún stendur nú í 577,3 og samkvæmt mínum útreikningum hefðu samningar losnað í Ágúst næstkomandi, ekki janúar 2024, ef þróunin heldur áfram sem horfir. Verðbólga mælist nú 10,2% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009 þegar hún mældist 10,8%. Helstu áhrifaþættir á verðbólguna síðan kjarasamningar voru undirritaðir eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera, verðlagshækkanir fyrirtækja og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Skal einhvern undra að ég hafi haft takmarkað geð í að standa með tilgerðarlegt bros á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að þau höfnuðu alfarið að taka raunverulega þátt í að verja hér lífskjör? Höfnuðu að sýna viljan í verki og standa með fólkinu í landinu! Höfum þessa tölu í huga 598. Höfum 598 í huga ef þið heyrið gagnrýni á það að ég hafi neitað að sitja fyrir á mynd eftir undirritun síðustu kjarasamninga, brosandi með vöfflurjóma út á kinnar. Höfundur er formaður VR.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun