Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2023 08:01 Guðmundur Guðmundsson ræðir við leikmenn landsliðsins. vísir/vilhelm Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. Guðmundur Guðmundsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari Íslands í síðustu viku. Síðan þá hafa fregnir borist af því að samband hans við leikmenn hafi ekki verið gott. Í útsendingu Seinni bylgjunnar frá leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport í síðustu viku sagði Arnar Daði Arnarsson að „skemmd epli“ innan búningsklefa Íslands hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar. „Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði. Brotthvarf Guðmundar var til umræðu í Handkastinu í gær. Henry Birgir Gunnarsson var gestur Arnars Daða ásamt Ásgeiri Jónssyni. Hann er svekktur út í leikmenn landsliðsins og hvernig þeir létu eftir lokaleik Íslands á HM þar sem liðið vann Brasilíu, 43-39, og hvernig þeir virtust kætast yfir hvernig Guðmundur lenti í „hakkavélinni“. „Það fór óstjórnlega í taugarnar á mér að eftir að leik lýkur og það verður mikið havarí í viðtölum að stór hópur íslenskra landsliðsmanna hafi nánast verið byrjaður að moka undan Guðmundi og gleðjast því að hann skildi hafa lent í einhverri hakkavél,“ sagði Henry Birgir. Köstuðu þjálfaranum fram af gilinu „Leikmenn sem ollu vonbrigðum og eiga stóra sök á því að íslenska liðið fór ekki lengra. Þeir hefðu að minnsta kosti mátt líta aðeins í spegil og jafnvel sumir hverjir skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur en þeir gerðu, í stað þess að kasta þjálfaranum fram af gilinu. Það fór í taugarnar á mér.“ Henry Birgir Gunnarsson ræðir við Guðmund.vísir/vilhelm Ásgeir tók í sama streng og Henry Birgir. „Þetta er ekki gott til afspurnar, eitthvað svona á miðju móti eða rétt eftir mót, bara út af prinsippástæðum.“ Fékk ótrúlegustu sendingar Arnar Daði furðar sig á hversu auðveldlega upplýsingar berast úr leikmannahópi Íslands og til fjölmiðla og þeirra sem vilja heyra. „Ég fékk ótrúlegar sendingar, kannski ekki beint frá landsliðsmönnum en eins og landsliðsmenn hafi verið að biðja vini og vandamenn um að senda mér alls konar skilaboð. Ég hef ekki þjálfað í mörg ár en þetta er það síðasta sem þú vilt. Þú vilt ekki að klefinn leki,“ sagði Arnar Daði. „Ég á ekki sem fjölmiðlamaður, þótt það sé frábært fyrir mig og ég þakki fyrir allar sendingarnar sem ég fékk, að fá skilaboð um það hvernig Guðmundur hegðaði sér á myndbandsfundum, á æfingum, hvernig samskipti hans við leikmenn voru eða hvernig hálfleiksræðan var. Þarna er hrikalega stórt vandamál.“ Klefinn á að vera heilagur Ásgeir segir að svona lagað eigi ekki að líðast. „Þetta er eitt af grunnprinsippum hópíþrótta. Klefinn er heilagur,“ sagði hann. „Menn mega alveg vera ósáttir og tala opinskátt um það við þjálfarann og innan hópsins. En að puða svona eitri út í staðinn fyrir að ræða þetta opinskátt innan hópsins er algjört prinsippleysi, alveg sama hvaða teymi er að vinna saman. Þetta er menning sem á ekki að vera í neinu góðu liði.“ Henry Birgir tók aftur við boltanum. „Þetta er óþolandi og fyrir neðan allar hellur. Þú vinnur innan frá en ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 52:50. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari Íslands í síðustu viku. Síðan þá hafa fregnir borist af því að samband hans við leikmenn hafi ekki verið gott. Í útsendingu Seinni bylgjunnar frá leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport í síðustu viku sagði Arnar Daði Arnarsson að „skemmd epli“ innan búningsklefa Íslands hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar. „Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði. Brotthvarf Guðmundar var til umræðu í Handkastinu í gær. Henry Birgir Gunnarsson var gestur Arnars Daða ásamt Ásgeiri Jónssyni. Hann er svekktur út í leikmenn landsliðsins og hvernig þeir létu eftir lokaleik Íslands á HM þar sem liðið vann Brasilíu, 43-39, og hvernig þeir virtust kætast yfir hvernig Guðmundur lenti í „hakkavélinni“. „Það fór óstjórnlega í taugarnar á mér að eftir að leik lýkur og það verður mikið havarí í viðtölum að stór hópur íslenskra landsliðsmanna hafi nánast verið byrjaður að moka undan Guðmundi og gleðjast því að hann skildi hafa lent í einhverri hakkavél,“ sagði Henry Birgir. Köstuðu þjálfaranum fram af gilinu „Leikmenn sem ollu vonbrigðum og eiga stóra sök á því að íslenska liðið fór ekki lengra. Þeir hefðu að minnsta kosti mátt líta aðeins í spegil og jafnvel sumir hverjir skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur en þeir gerðu, í stað þess að kasta þjálfaranum fram af gilinu. Það fór í taugarnar á mér.“ Henry Birgir Gunnarsson ræðir við Guðmund.vísir/vilhelm Ásgeir tók í sama streng og Henry Birgir. „Þetta er ekki gott til afspurnar, eitthvað svona á miðju móti eða rétt eftir mót, bara út af prinsippástæðum.“ Fékk ótrúlegustu sendingar Arnar Daði furðar sig á hversu auðveldlega upplýsingar berast úr leikmannahópi Íslands og til fjölmiðla og þeirra sem vilja heyra. „Ég fékk ótrúlegar sendingar, kannski ekki beint frá landsliðsmönnum en eins og landsliðsmenn hafi verið að biðja vini og vandamenn um að senda mér alls konar skilaboð. Ég hef ekki þjálfað í mörg ár en þetta er það síðasta sem þú vilt. Þú vilt ekki að klefinn leki,“ sagði Arnar Daði. „Ég á ekki sem fjölmiðlamaður, þótt það sé frábært fyrir mig og ég þakki fyrir allar sendingarnar sem ég fékk, að fá skilaboð um það hvernig Guðmundur hegðaði sér á myndbandsfundum, á æfingum, hvernig samskipti hans við leikmenn voru eða hvernig hálfleiksræðan var. Þarna er hrikalega stórt vandamál.“ Klefinn á að vera heilagur Ásgeir segir að svona lagað eigi ekki að líðast. „Þetta er eitt af grunnprinsippum hópíþrótta. Klefinn er heilagur,“ sagði hann. „Menn mega alveg vera ósáttir og tala opinskátt um það við þjálfarann og innan hópsins. En að puða svona eitri út í staðinn fyrir að ræða þetta opinskátt innan hópsins er algjört prinsippleysi, alveg sama hvaða teymi er að vinna saman. Þetta er menning sem á ekki að vera í neinu góðu liði.“ Henry Birgir tók aftur við boltanum. „Þetta er óþolandi og fyrir neðan allar hellur. Þú vinnur innan frá en ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 52:50.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti