Breyta álversbyggingu í Helguvík í „grænan iðngarð“ Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2023 09:08 Framkvæmdir við byggingu álversins hófst árið 2008 en stöðvaðar ári síðar. Þeim var svo hætt, meðal annars vegna óvissu um raforku. Reykjanesklasinn Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í „grænan iðngarð“. Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt. Frá þessu segir í tilkynningu. Húsnæðið sem um ræðir er 25 þúsund fermetra að stærð að grunnfleti og hefur staðið autt um árabil. Ætlunin sé að húsnæðið verði um 35 þúsund fermetrar þegar umbreytingu þess er lokið. Fram kemur að græni iðngarðurinn sé staðsettur í nokkurra mínútna fjarlægð frá höfninni í Helguvík og Leifsstöð. Húsnæði Græna iðngarðsins bjóði upp á fjölbreytta möguleika og aðstöðu sem hægt sé að skipta upp í misstórar einingar sem henti hverju verkefni. Enska heiti Græna iðngarðsins verður Iceland Eco-Business Park, en stofnendur Reykjanesklasans eru þeir Kjartan Eiríksson og Þór Sigfússon. „Grænir iðngarðar eru klasar fyrirtækja sem staðsett eru á sameiginlegu svæði. Markmið garðanna er að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í hringrásarhagkerfinu. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að koma á fót starfsemi í græna iðngarðinum leitast við að haga starfsemi sinni á þann hátt að minnka úrgang eins og kostur er. Hvers konar úrgangur frá starfsemi fyrirtækjanna er endurnýttur eða nýttur sem auðlind fyrir önnur fyrirtæki í garðinum. Í samstarfi fyrirtækjanna er einnig lagt kapp á að búa starfsfólki aðlaðandi og spennandi umhverfi. Klasar og iðngarðar eiga margt sameiginlegt en bæði þessi samfélög hafa orðið til í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun, samlegðaráhrif og nýsköpun. Græni iðngarðurinn byggir á svipaðri hugmyndafræði og Íslenski sjávarklasinn hefur beitt á undanförnum áratugum við að leiða saman fólk og fyrirtæki tengda nýsköpun. Innan Græna iðngarðsins verður starfræktur hópur sem samanstendur af fulltrúum fyrirtækja í garðinum. Markmið hópsins er að skapa aukin verðmæti með samstarfi fyrirtækjanna tengt nýsköpun og hringrásarmálum. Græni iðngarðurinn og Auðlindagarðurinn á Reykjanesi hyggjast efla samstarf sín í milli. Auðlindagarðurinn á Reykjanesi hefur þótt í mörgu fyrirmynd um uppbyggingu umhverfisvæns atvinnusvæðis. Auðlindagarðurinn nýtir nálægð við jarðvarmaver HS Orku. Með samstarfi Græna iðngarðsins og Auðlindagarðsins skapast tækifæri til að búa fyrirtækjum í græna iðngarðinum og á öllu svæði Auðlindagarðsins enn sterkari samkeppnisstöðu. Þá á Græni iðngarðurinn einnig í nánu samstarfi við Kadeco sem er Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Með samstarfi við sveitarfélög á svæðinu, Reykjaneshöfn og aðra hagaðila er stefnt að þvi að starfsemi Græna iðngarðsins stuðli að aukinni verðmæta- og atvinnusköpun. Markmiðið er að gera allt svæðið áhugavert fyrir fyrirtæki og frumkvöðla sem vilja að byggja upp umhverfisvæna starfsemi, á svæði þar sem finna má öflug samfélög, hreinar auðlindir og góðar tengingar við útlönd,“ segir í tilkynningunni. Nýsköpun Reykjanesbær Suðurnesjabær Áliðnaður Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu. Húsnæðið sem um ræðir er 25 þúsund fermetra að stærð að grunnfleti og hefur staðið autt um árabil. Ætlunin sé að húsnæðið verði um 35 þúsund fermetrar þegar umbreytingu þess er lokið. Fram kemur að græni iðngarðurinn sé staðsettur í nokkurra mínútna fjarlægð frá höfninni í Helguvík og Leifsstöð. Húsnæði Græna iðngarðsins bjóði upp á fjölbreytta möguleika og aðstöðu sem hægt sé að skipta upp í misstórar einingar sem henti hverju verkefni. Enska heiti Græna iðngarðsins verður Iceland Eco-Business Park, en stofnendur Reykjanesklasans eru þeir Kjartan Eiríksson og Þór Sigfússon. „Grænir iðngarðar eru klasar fyrirtækja sem staðsett eru á sameiginlegu svæði. Markmið garðanna er að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í hringrásarhagkerfinu. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að koma á fót starfsemi í græna iðngarðinum leitast við að haga starfsemi sinni á þann hátt að minnka úrgang eins og kostur er. Hvers konar úrgangur frá starfsemi fyrirtækjanna er endurnýttur eða nýttur sem auðlind fyrir önnur fyrirtæki í garðinum. Í samstarfi fyrirtækjanna er einnig lagt kapp á að búa starfsfólki aðlaðandi og spennandi umhverfi. Klasar og iðngarðar eiga margt sameiginlegt en bæði þessi samfélög hafa orðið til í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun, samlegðaráhrif og nýsköpun. Græni iðngarðurinn byggir á svipaðri hugmyndafræði og Íslenski sjávarklasinn hefur beitt á undanförnum áratugum við að leiða saman fólk og fyrirtæki tengda nýsköpun. Innan Græna iðngarðsins verður starfræktur hópur sem samanstendur af fulltrúum fyrirtækja í garðinum. Markmið hópsins er að skapa aukin verðmæti með samstarfi fyrirtækjanna tengt nýsköpun og hringrásarmálum. Græni iðngarðurinn og Auðlindagarðurinn á Reykjanesi hyggjast efla samstarf sín í milli. Auðlindagarðurinn á Reykjanesi hefur þótt í mörgu fyrirmynd um uppbyggingu umhverfisvæns atvinnusvæðis. Auðlindagarðurinn nýtir nálægð við jarðvarmaver HS Orku. Með samstarfi Græna iðngarðsins og Auðlindagarðsins skapast tækifæri til að búa fyrirtækjum í græna iðngarðinum og á öllu svæði Auðlindagarðsins enn sterkari samkeppnisstöðu. Þá á Græni iðngarðurinn einnig í nánu samstarfi við Kadeco sem er Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Með samstarfi við sveitarfélög á svæðinu, Reykjaneshöfn og aðra hagaðila er stefnt að þvi að starfsemi Græna iðngarðsins stuðli að aukinni verðmæta- og atvinnusköpun. Markmiðið er að gera allt svæðið áhugavert fyrir fyrirtæki og frumkvöðla sem vilja að byggja upp umhverfisvæna starfsemi, á svæði þar sem finna má öflug samfélög, hreinar auðlindir og góðar tengingar við útlönd,“ segir í tilkynningunni.
Nýsköpun Reykjanesbær Suðurnesjabær Áliðnaður Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira