„Á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2023 09:00 Snorri Steinn Guðjónsson hefur náð frábærum árangri með Val. vísir/diego Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segist ekki eiga orð í sínum sarpi til að lýsa því sem Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert með Val. Í fyrradag sigraði Valur Ystad, 33-35, í lokaleik sínum í B-riðli Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og enduðu í 3. sæti hans. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sebastian var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hann fór um víðan völl. Hann ræddi meðal annars um framgöngu Vals í vetur. Sebastian Alexandersson er nýbúinn að koma HK aftur upp í Olís-deildina.vísir/vilhelm „Ég hef fylgst vel með Völsurum í þessu, er mjög heillaður og finnst þetta frábært fordæmi fyrir íslenskan handbolta. Þeir setja ákveðið viðmið sem önnur lið þurfa að miða sig við. Ég held alveg ofboðslega með þeim og vona að þeir fari alla leið í þessu,“ sagði Sebastian sem telur möguleika Vals á komast í undanúrslit virkilega góða. En kemur þessi árangur Vals í Evrópudeildinni Sebastian á óvart? „Já og nei. Það kemur mér ekki á óvart miðað við hversu æðislegt mér finnst konseptið þeirra, hvað þeir spila hraðan leik og hvað það er komið gott sjálfstraust í mannskapinn til að treysta hvor öðrum í þessum hraða. Það er svo auðvelt að gera mistök. Þeir eru óhræddir, reyna aftur og aftur og hafa trú á sínu konsepti. Mér finnst það virðingarvert,“ sagði Sebastian. „Þegar ég horfi á leikina hugsa ég alltaf nú kemur skellurinn. En sama hvað þeir lenda undir, þeir koma alltaf til baka og það er komin í trú í að þeir séu á jafnréttisgrundvelli við alla, hvort sem þeir heita Flensburg eða Benidorm. Mér finnst það æðislegt og sjaldgæft. Það eru ekki mörg lið í Íslandssögunni sem hafa náð svona árangri í Evrópukeppni. Oft fara menn í þessa leiki og vona að þeir vinni en eru ekkert ákveðnir í að gera það. En þeir fara bara og ætla sér að vinna, vona það ekki bara.“ Þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í Evrópudeildinni hafa Valsmenn ekkert gefið eftir í Olís-deildinni og eru með níu stiga forskot á toppi hennar. Sebastian segir að það sé samt hægara sagt en gert fyrir Snorra Stein að hvetja sína menn til dáða í leikjunum hér heima eftir stóra Evrópuleiki. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.vísir/hulda margrét „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé rosaleg áskorun. Þetta er eins og fyrsti deildarleikur eftir að þú vinnur bikarmeistaratitil. En þeir hafa sýnt það jafnt og þétt í vetur að þeir skila úrslitum og ná í stigin þrátt fyrir úrslitakeppnina. Ég á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val.“ Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Olís-deild karla Valur Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Sjá meira
Í fyrradag sigraði Valur Ystad, 33-35, í lokaleik sínum í B-riðli Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og enduðu í 3. sæti hans. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sebastian var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hann fór um víðan völl. Hann ræddi meðal annars um framgöngu Vals í vetur. Sebastian Alexandersson er nýbúinn að koma HK aftur upp í Olís-deildina.vísir/vilhelm „Ég hef fylgst vel með Völsurum í þessu, er mjög heillaður og finnst þetta frábært fordæmi fyrir íslenskan handbolta. Þeir setja ákveðið viðmið sem önnur lið þurfa að miða sig við. Ég held alveg ofboðslega með þeim og vona að þeir fari alla leið í þessu,“ sagði Sebastian sem telur möguleika Vals á komast í undanúrslit virkilega góða. En kemur þessi árangur Vals í Evrópudeildinni Sebastian á óvart? „Já og nei. Það kemur mér ekki á óvart miðað við hversu æðislegt mér finnst konseptið þeirra, hvað þeir spila hraðan leik og hvað það er komið gott sjálfstraust í mannskapinn til að treysta hvor öðrum í þessum hraða. Það er svo auðvelt að gera mistök. Þeir eru óhræddir, reyna aftur og aftur og hafa trú á sínu konsepti. Mér finnst það virðingarvert,“ sagði Sebastian. „Þegar ég horfi á leikina hugsa ég alltaf nú kemur skellurinn. En sama hvað þeir lenda undir, þeir koma alltaf til baka og það er komin í trú í að þeir séu á jafnréttisgrundvelli við alla, hvort sem þeir heita Flensburg eða Benidorm. Mér finnst það æðislegt og sjaldgæft. Það eru ekki mörg lið í Íslandssögunni sem hafa náð svona árangri í Evrópukeppni. Oft fara menn í þessa leiki og vona að þeir vinni en eru ekkert ákveðnir í að gera það. En þeir fara bara og ætla sér að vinna, vona það ekki bara.“ Þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í Evrópudeildinni hafa Valsmenn ekkert gefið eftir í Olís-deildinni og eru með níu stiga forskot á toppi hennar. Sebastian segir að það sé samt hægara sagt en gert fyrir Snorra Stein að hvetja sína menn til dáða í leikjunum hér heima eftir stóra Evrópuleiki. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.vísir/hulda margrét „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé rosaleg áskorun. Þetta er eins og fyrsti deildarleikur eftir að þú vinnur bikarmeistaratitil. En þeir hafa sýnt það jafnt og þétt í vetur að þeir skila úrslitum og ná í stigin þrátt fyrir úrslitakeppnina. Ég á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val.“ Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Olís-deild karla Valur Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Sjá meira