Miklir vaxtamöguleikar sjókvíeldis Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 1. mars 2023 21:01 Matvælaráðherra hefur hrundið á stað vinnu við að uppfylla markmið stjórnarsáttmálans um að mótuð verður heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Við þá vinnu verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Eitt skref í þeirri vinnu var að fá skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis Íslands. Til þessa verks var Boston Consulting Group fengið, hér eftir nefnt BCG. Skýrslunni var ætlað að meta framtíðartækifæri og áskoranir í íslensku lagareldi og greina tækifæri til sjálfbærrar verðmætasköpunar. Þá er einnig gerður samanburður við önnur lönd. Rætt um sjókvíeldi Undanfarnar vikur hefur sjókvíeldi verið mikið í umræðunni eftir að ríkisendurskoðandi birti skýrslu, sem innihélt stjórnsýsluúttekt á sjókvíeldi. Það er margt í skýrslu BCG sem styður við skýrslu ríkisendurskoðanda. Þá sérstaklega gagnrýni á að stjórnsýsla, lagaumgjörð og ekki síst eftirlitið hafi ekki vaxið samhliða uppbyggingu sjókvíeldis hér við land. Af hverju fiskeldi? Það þarf að brauðfæða íbúa heimsins. Þar er sjálfbær matvælaframleiðsla lausnin til framtíðar. Ef við tölum um próteinframleiðslu þá er kolefnisfótspor fiskeldis þ.m.t. sjókvíeldi minna en próteinframleiðsla annarra dýraafurða á landi. Kolefnisfótspor fiskeldis má rekja til fóðurframleiðslu og þar má gera betur. Hér á landi eru góð skilyrði fyrir fiskeldi, þ.e. sjálfbær orka, góð vatnaskipti í fjörðum og mikil og góð þekking á lífríki sjávar. Allt þetta er mikilvægt til að fiskeldi vegni vel. Fiskeldið er komið af stað og við höfum alla möguleika að sjá það dafna í sátt við umhverfið og samfélagið. Hvernig gerum við það sem best?í skýrslu BCG segir: „Lykilþáttur í vexti lagareldis er aðgangur að staðbundinni reynslu og sérþekkingu. Það skapar tækifæri til að þróa staðbundna þekkingargrein sem er drifin áfram af blómlegu rannsóknasamfélagi og öflugum menntastofnunum.“ Rannsóknir og eftirlit nær eldinu Í skýrslu BCG kemur fram að Ísland geti skapað sér samkeppnisforskot í lagareldi, en til þess þarf sterkan ramma utan um eldið og stjórnsýslan hefur ekki náð að fylgja eftir þeim vexti sem hefur orðið í sjókvíeldinu og ekki síst að sinna því regluverki sem eru í þeim lögum og reglum sem nú eru í gildi. Bæði fiskeldið og sveitarfélögin sem snúa að eldinu hafa ítrekað kallað eftir að eftirliti og rannsóknum sé sinnt í nærumhverfi þess. Stjórnvöld og þær stofnanir sem sinna eftirlitinu telja vandkvæðum bundið að þeir sem stunda eftirlitið séu einnig hluti af því samfélagi þar sem starfsemin er. Það auki hættu á vanhæfi og að þeir sem sinni eftirlitinu verði samdauna greininni, og geti þar með ekki sinnt sínu hlutverki sem skyldi. Þær athugasemdir eiga þá við um allt eftirlit með atvinnugreinum í landinu. Við erum örþjóð í stóru landi. Ef öflug þekkingar- og eftirlitsstofnun er byggð á þeim svæðum sem næst standa sjókvíeldinu byggist ekki bara upp þekking á nærumhverfinu heldur einnig mikilvæg sérþekking sem hægt er að deila innan þess kjarna sem slík starfsemi er rekin, samfélaginu og greininni til styrktar. Gjaldtakan heim Að lokum, þá tekur BCG undir ákall sveitarfélaganna um að endurskoða þurfi skiptingu skatta og gjalda á milli ríkis og sveitarfélaga til að auka getu sveitarfélaga til fjárfestingar í innviðum. Ef við lítum til þeirra sveitarfélaga sem hafa notið greinarinnar, og hafa á fyrstu 15 árum aldarinnar verið í niðursveiflu sökum fækkunar íbúa, lækkandi fasteignaverðs og óstöðugra atvinnu, er þetta staðfesting þess að til þess að byggja upp sjálfbært samfélag þurfa þau að njóta meiri rentu af greininni til þess að geta vaxið með. Skýrsla BCG tekur undir málflutning þeirra sem horfa á fiskeldið sem lykilstoð í uppbyggingu sterkar landsbyggðar um leið og það er vaxandi stoð í hagkerfi landsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Halla Signý Kristjánsdóttir Fiskeldi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra hefur hrundið á stað vinnu við að uppfylla markmið stjórnarsáttmálans um að mótuð verður heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Við þá vinnu verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Eitt skref í þeirri vinnu var að fá skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis Íslands. Til þessa verks var Boston Consulting Group fengið, hér eftir nefnt BCG. Skýrslunni var ætlað að meta framtíðartækifæri og áskoranir í íslensku lagareldi og greina tækifæri til sjálfbærrar verðmætasköpunar. Þá er einnig gerður samanburður við önnur lönd. Rætt um sjókvíeldi Undanfarnar vikur hefur sjókvíeldi verið mikið í umræðunni eftir að ríkisendurskoðandi birti skýrslu, sem innihélt stjórnsýsluúttekt á sjókvíeldi. Það er margt í skýrslu BCG sem styður við skýrslu ríkisendurskoðanda. Þá sérstaklega gagnrýni á að stjórnsýsla, lagaumgjörð og ekki síst eftirlitið hafi ekki vaxið samhliða uppbyggingu sjókvíeldis hér við land. Af hverju fiskeldi? Það þarf að brauðfæða íbúa heimsins. Þar er sjálfbær matvælaframleiðsla lausnin til framtíðar. Ef við tölum um próteinframleiðslu þá er kolefnisfótspor fiskeldis þ.m.t. sjókvíeldi minna en próteinframleiðsla annarra dýraafurða á landi. Kolefnisfótspor fiskeldis má rekja til fóðurframleiðslu og þar má gera betur. Hér á landi eru góð skilyrði fyrir fiskeldi, þ.e. sjálfbær orka, góð vatnaskipti í fjörðum og mikil og góð þekking á lífríki sjávar. Allt þetta er mikilvægt til að fiskeldi vegni vel. Fiskeldið er komið af stað og við höfum alla möguleika að sjá það dafna í sátt við umhverfið og samfélagið. Hvernig gerum við það sem best?í skýrslu BCG segir: „Lykilþáttur í vexti lagareldis er aðgangur að staðbundinni reynslu og sérþekkingu. Það skapar tækifæri til að þróa staðbundna þekkingargrein sem er drifin áfram af blómlegu rannsóknasamfélagi og öflugum menntastofnunum.“ Rannsóknir og eftirlit nær eldinu Í skýrslu BCG kemur fram að Ísland geti skapað sér samkeppnisforskot í lagareldi, en til þess þarf sterkan ramma utan um eldið og stjórnsýslan hefur ekki náð að fylgja eftir þeim vexti sem hefur orðið í sjókvíeldinu og ekki síst að sinna því regluverki sem eru í þeim lögum og reglum sem nú eru í gildi. Bæði fiskeldið og sveitarfélögin sem snúa að eldinu hafa ítrekað kallað eftir að eftirliti og rannsóknum sé sinnt í nærumhverfi þess. Stjórnvöld og þær stofnanir sem sinna eftirlitinu telja vandkvæðum bundið að þeir sem stunda eftirlitið séu einnig hluti af því samfélagi þar sem starfsemin er. Það auki hættu á vanhæfi og að þeir sem sinni eftirlitinu verði samdauna greininni, og geti þar með ekki sinnt sínu hlutverki sem skyldi. Þær athugasemdir eiga þá við um allt eftirlit með atvinnugreinum í landinu. Við erum örþjóð í stóru landi. Ef öflug þekkingar- og eftirlitsstofnun er byggð á þeim svæðum sem næst standa sjókvíeldinu byggist ekki bara upp þekking á nærumhverfinu heldur einnig mikilvæg sérþekking sem hægt er að deila innan þess kjarna sem slík starfsemi er rekin, samfélaginu og greininni til styrktar. Gjaldtakan heim Að lokum, þá tekur BCG undir ákall sveitarfélaganna um að endurskoða þurfi skiptingu skatta og gjalda á milli ríkis og sveitarfélaga til að auka getu sveitarfélaga til fjárfestingar í innviðum. Ef við lítum til þeirra sveitarfélaga sem hafa notið greinarinnar, og hafa á fyrstu 15 árum aldarinnar verið í niðursveiflu sökum fækkunar íbúa, lækkandi fasteignaverðs og óstöðugra atvinnu, er þetta staðfesting þess að til þess að byggja upp sjálfbært samfélag þurfa þau að njóta meiri rentu af greininni til þess að geta vaxið með. Skýrsla BCG tekur undir málflutning þeirra sem horfa á fiskeldið sem lykilstoð í uppbyggingu sterkar landsbyggðar um leið og það er vaxandi stoð í hagkerfi landsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun