Fann að þetta yrði dagurinn sinn: „Ætlaði að gefa vinkonu minni góða fæðingargjöf" Sæbjörn Steinke skrifar 1. mars 2023 23:36 Lovís Björt Henningsdóttir átti flottan leik fyrir Hauka í kvöld. Vísir/Bára Lovísa Björt Henningsdóttir átti virkilega góðan leik þegar Haukar unnu Val í toppbaráttuslag Subway-deildar kvenna í körfubolta. Haukar unnu fjórtán stiga sigur, lokatölur 63-77. Lovísa skoraði átján stig í leiknum (reyndar tuttugu ef marka má skortöfluna í Origo höllinni), tók þrjú fráköst og varði eitt skot. Hún klikkaði einungis á þremur skotum í leiknum og byrjaði á því að hitta úr fjórum fyrstu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. „Ég er ánægð með mínar stelpur, við stóðum okkur vel og komum tilbúnar í þennan leik. Við vissum að Valur væri á toppnum en með sigri værum við með betri innbyrðisstöðu gegn þeim,“ sagði Lovísa, en fann hún það á sér að dagurinn í dag yrði dagurinn? „Já,vinkona mín var að eignast barn í dag og ég ætlaði að gefa henni góða fæðingargjöf. Ég var í stuði í dag, eins og allar aðrar.“ Leikurinn byrjaði 22 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Hafði sú seinkun einhver áhrif? „Nei, svo sem ekki. Það er ekkert geðveikt að vera í alltof langri upphitun en þetta breytir ekki miklu.“ Lovísa segir kröftuga byrjun hafa verið lykill að sigrinum. „Við leyfðum þeim ekki að ýta okkur, byrjuðum að ýta þeim úr sínum aðgerðum. Svo hjálpaði að við vorum að setja skotin okkar í leiðinni.“ Haukar hafa nú unnið Val þrisvar sinnum í deildinni en Valur einungis unnið einn leik milli liðanna. Gefur það Haukum eitthvað aukalega upp á mögulega viðureign í úrslitakeppninni? „Nei, úrslitaserían er einstök eins og hún er. Það er alltaf gaman og erfitt að spila hana. Þetta er ógeðslega gott lið, erum búin að mæta þeim margoft á síðustu tímabilum. Við erum tilbúnar ef við mætum þeim en maður er alltaf jafn tilbúinn í öll lið.“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var til viðtals eftir leikinn og kom inn á frammistöðu Lovísu. „Körfubolti er ekki flókin íþrótt, til að eiga góðan leik þá þarftu að skjóta boltanum vel. Við fengum góð færi á mörgum stöðum sem við nýttum vel. Lovísa er að koma úr axlarmeiðslum og er búin að vera finna smátt og smátt skotið sitt. Það hjálpaði rosalega í dag að geta teygt á vellinum,“ sagði Bjarni. Subway-deild kvenna Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Sjá meira
Lovísa skoraði átján stig í leiknum (reyndar tuttugu ef marka má skortöfluna í Origo höllinni), tók þrjú fráköst og varði eitt skot. Hún klikkaði einungis á þremur skotum í leiknum og byrjaði á því að hitta úr fjórum fyrstu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. „Ég er ánægð með mínar stelpur, við stóðum okkur vel og komum tilbúnar í þennan leik. Við vissum að Valur væri á toppnum en með sigri værum við með betri innbyrðisstöðu gegn þeim,“ sagði Lovísa, en fann hún það á sér að dagurinn í dag yrði dagurinn? „Já,vinkona mín var að eignast barn í dag og ég ætlaði að gefa henni góða fæðingargjöf. Ég var í stuði í dag, eins og allar aðrar.“ Leikurinn byrjaði 22 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Hafði sú seinkun einhver áhrif? „Nei, svo sem ekki. Það er ekkert geðveikt að vera í alltof langri upphitun en þetta breytir ekki miklu.“ Lovísa segir kröftuga byrjun hafa verið lykill að sigrinum. „Við leyfðum þeim ekki að ýta okkur, byrjuðum að ýta þeim úr sínum aðgerðum. Svo hjálpaði að við vorum að setja skotin okkar í leiðinni.“ Haukar hafa nú unnið Val þrisvar sinnum í deildinni en Valur einungis unnið einn leik milli liðanna. Gefur það Haukum eitthvað aukalega upp á mögulega viðureign í úrslitakeppninni? „Nei, úrslitaserían er einstök eins og hún er. Það er alltaf gaman og erfitt að spila hana. Þetta er ógeðslega gott lið, erum búin að mæta þeim margoft á síðustu tímabilum. Við erum tilbúnar ef við mætum þeim en maður er alltaf jafn tilbúinn í öll lið.“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var til viðtals eftir leikinn og kom inn á frammistöðu Lovísu. „Körfubolti er ekki flókin íþrótt, til að eiga góðan leik þá þarftu að skjóta boltanum vel. Við fengum góð færi á mörgum stöðum sem við nýttum vel. Lovísa er að koma úr axlarmeiðslum og er búin að vera finna smátt og smátt skotið sitt. Það hjálpaði rosalega í dag að geta teygt á vellinum,“ sagði Bjarni.
Subway-deild kvenna Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12