Græni stígurinn Pawel Bartoszek skrifar 2. mars 2023 10:30 Í upplandi byggðar á Höfuðborgarsvæðinu liggja mörg frábær útivistarsvæði, til dæmis: Heiðmörk, Hvaleyrarvatn, Guðmundarlundur, Vífilsstaðavatn, Úlfarsfell og Esjan. Allar þessar perlur mynda á landakorti eitt svæði sem nefnt hefur verið „Græni trefillinn“. En Græni trefillinn hefur hingað til fyrst og fremst verið skipulagslegt hugtak. Hann er til á korti en svæðin sem inn í hann falla eru ekki tengd saman í reynd. Hugmyndin um Græna stiginn gengur út á að breyta þessu. Um yrði að ræða 40-50 km langan stíg sem næði frá Kaldárseli og Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði í suðri og upp að Mógilsá við Esjurætur í norðri. Á leiðinni myndi stígurinn krækja í helstu útivistarsvæði í upplöndum sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Kostirnir yrðu margir. Með góðum stíg gætu fleiri notið útivistar- og skógræktar-svæðanna í upplandi byggðarinnar. Stígurinn skapar líka möguleika á hringleið: Það liggur þegar nokkuð samfelldur stígur meðfram strandlengjunni á Höfuðborgarsvæðinu. Græni stígurinn gæti myndað eystri hluta þess hrings. Þannig gæti fólk hjólað hátt í 100 km órofna leið í fallegri náttúru. Þótt græni stígurinn hafi ratað í gildandi svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins hefur hann ekki komist til framkvæmda enn sem komið er. Áhugi virðist hins vegar á því að vekja upp hugmyndinaum hann. Á morgun, föstudaginn 3. mars, verður haldinn fræðslufundur um Græna stiginn sem Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins standa að. Flutt verða mörg erindi um stiginn, innviðaráðherra flytur ávart og borgar- og bæjarstjórarasvæðisins hafa boðið komu sína í pallborðsumræður. Þá hefur svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins ákveðið að ráðast vinnu til ákveða nákvæma legu stígsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður vonandi hægt að kynna fyrir íbúum síðar á þessu ári, sem mun vonandi skapa góðar umræður í sveitarfélögunum á svæðinu. Græni stígurinn er spennandi hugmynd. Við eigum frábær útivistarsvæði í upplandinu og eigum að finna leiðir leiðir til að sem flestir geti notið þeirra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður svæðisskipulagsnefndar Höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í upplandi byggðar á Höfuðborgarsvæðinu liggja mörg frábær útivistarsvæði, til dæmis: Heiðmörk, Hvaleyrarvatn, Guðmundarlundur, Vífilsstaðavatn, Úlfarsfell og Esjan. Allar þessar perlur mynda á landakorti eitt svæði sem nefnt hefur verið „Græni trefillinn“. En Græni trefillinn hefur hingað til fyrst og fremst verið skipulagslegt hugtak. Hann er til á korti en svæðin sem inn í hann falla eru ekki tengd saman í reynd. Hugmyndin um Græna stiginn gengur út á að breyta þessu. Um yrði að ræða 40-50 km langan stíg sem næði frá Kaldárseli og Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði í suðri og upp að Mógilsá við Esjurætur í norðri. Á leiðinni myndi stígurinn krækja í helstu útivistarsvæði í upplöndum sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Kostirnir yrðu margir. Með góðum stíg gætu fleiri notið útivistar- og skógræktar-svæðanna í upplandi byggðarinnar. Stígurinn skapar líka möguleika á hringleið: Það liggur þegar nokkuð samfelldur stígur meðfram strandlengjunni á Höfuðborgarsvæðinu. Græni stígurinn gæti myndað eystri hluta þess hrings. Þannig gæti fólk hjólað hátt í 100 km órofna leið í fallegri náttúru. Þótt græni stígurinn hafi ratað í gildandi svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins hefur hann ekki komist til framkvæmda enn sem komið er. Áhugi virðist hins vegar á því að vekja upp hugmyndinaum hann. Á morgun, föstudaginn 3. mars, verður haldinn fræðslufundur um Græna stiginn sem Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins standa að. Flutt verða mörg erindi um stiginn, innviðaráðherra flytur ávart og borgar- og bæjarstjórarasvæðisins hafa boðið komu sína í pallborðsumræður. Þá hefur svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins ákveðið að ráðast vinnu til ákveða nákvæma legu stígsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður vonandi hægt að kynna fyrir íbúum síðar á þessu ári, sem mun vonandi skapa góðar umræður í sveitarfélögunum á svæðinu. Græni stígurinn er spennandi hugmynd. Við eigum frábær útivistarsvæði í upplandinu og eigum að finna leiðir leiðir til að sem flestir geti notið þeirra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður svæðisskipulagsnefndar Höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar