Um er að ræða stærsta körfuboltamót landsins á ári hverju og það var ekki af smærri gerðinni í ár. Fjölmargir sjálfboðaliðar frá liðum Njarðvíkur og Keflavíkur komu að mótinu enda afar stórt í sniðum.
23 félög víða af um landið mættu á mótið, meðal annars frá Sauðarkróki, Laugarvatni og Höfn í Hornafirði.
Félögin 23 skráðu alls 221 lið leiks og voru keppendur, sem voru á aldrinum sex til tíu ára yfir eitt þúsund talsins og nutu sín vel á þessari körfuboltahátíð í Reykjanesbæ.
Sjá má hluta af stemningunni í spilaranum að neðan.