Stöð 2 Sport 2
Klukkan 19.35 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Benfica og Club Brugge. Heimamenn unnu 2-0 sigur í fyrri leiknum á Brugge því einstaklega erfitt verkefni fyrir höndum.
Klukkan 22.00 er komið að Meistaradeildarmörkunum þar sem farið verður yfir leiki kvöldsins. Þar á meðal leik Chelsea og Borussia Dortmund. Lærisveinar Graham Potter í Chelsea þurfa tveggja marka sigur til að komast áfram.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 17.40 er leikur Lazio og AZ Alkmaar í Sambandsdeild Evrópu á dagskrá.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 19.15 er áskorendastig Stórmeistaramótsins í Counter-Strike:Global Offensive á dagskrá.