Draumur að þjálfa landsliðið en umræðan fullhávær Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2023 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson hefur náð frábærum árangri með Val síðustu misseri, til að mynda í Evrópudeildinni. vísir/Diego „Það er heiður að vera orðaður við þetta starf,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari meistaraliðs Vals í handbolta, sem ítrekað hefur verið nefndur sem líklegur arftaki Guðmundar Guðmundssonar sem landsliðsþjálfari karla. „Nei, það hefur enginn frá HSÍ heyrt í mér,“ svarar Snorri þegar blaðamaður gerir tilraun til að fá upp úr honum hvort að viðræður séu hafnar um að hann verði næsti landsliðsþjálfari. Hann hafi vissulega áhuga á stærsta starfinu í íslenskum handbolta, það hafi raunar lengi verið draumur, en telji ótímabært að ræða þann möguleika núna. „Þessi umræða fer ekkert alveg framhjá mér, ég skal alveg viðurkenna það, en hún hefur verið fullhávær fyrir minn smekk, miðað við að ekkert hefur gerst. En það er heiður að vera orðaður við þetta starf. Smá viðurkenning á einhverjum góðum verkum hjá mér. Að öðru leyti er ég nokkuð slakur yfir þessu og þessi törn hjá Val hefur gert að verkum að ég hef haft lítinn tíma til að velta þessu fyrir mér,“ segir Snorri sem stýrt hefur Val upp úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar með eftirtektarverðum hætti í vetur. Eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar í síðasta mánuði stýra þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson liði Íslands á morgun gegn Tékkum ytra, og í Laugardalshöll á sunnudaginn, sem og í leikjum gegn Ísrael og Eistlandi í apríl. Það eru síðustu fjórir leikirnir í undankeppni EM sem fer svo fram í janúar. „Allir hljóti að svara þessari spurningu játandi“ Til þess að Snorri stýri Íslandi á EM þyrfti að nást samkomulag við Val en um áramótin var tilkynnt að Snorri hefði framlengt samning sinn við félagið til sumarsins 2025. En hefði hann áhuga á að taka við íslenska landsliðinu strax í sumar? „Mér finnst erfitt að svara þessu þegar þetta er ekki orðið neitt áþreifanlegt. En ég skal viðurkenna það að það er draumur minn að þjálfa landsliðið. Alveg eins og það er draumur minn að þjálfa topplið í Þýskalandi eða Frakklandi, eða eitthvað svoleiðis. Og það var draumur fyrir mig að þjálfa Val,“ segir Snorri og bætir við: „Ég held að allir hljóti að svara þessari spurningu játandi en það þarf fleira að ganga upp. Það þurfa fleiri að koma að borðinu og allar forsendur að vera fyrir hendi. Á meðan að ekkert hefur átt sér stað er því erfitt á þessum tímapunkti að tjá sig um einhvern áhuga. Svarið mitt er bara svipað núna og þegar Gummi var ráðinn síðast. Það var alveg draumur fyrir mig þá að þjálfa landsliðið.“ Snorri Steinn Guðjónsson skrifaði undir nýjan samning við Val um áramótin, um að stýra liðinu til sumarsins 2025. Það útilokar þó ekki að hann taki við íslenska landsliðinu.vísir/Diego Snorri stýrði Val til deildarmeistaratitils síðastliðinn föstudag og hefur þar með landað síðustu sjö stóru titlum sem í boði hafa verið fyrir liðið hér á landi. Sem þrautreyndur landsliðsmaður veit hann sömuleiðis allt um hvernig það er að vera með miðpunktur athygli þjóðarinnar í janúar. „Hundrað prósent tilbúinn“ Snorri hefur þó aðeins þjálfað eitt lið, Val frá árinu 2017, en telur hann sig tilbúinn í landsliðsþjálfarastarfið í dag? „Ég er hundrað prósent tilbúinn í það. Það er kannski minn stærsti kostur og galli. Ég hef mikla trú á sjálfum mér sem þjálfara. Ég er mjög óhræddur í þessu og ófeiminn við að taka að mér verkefni,“ segir Snorri. Hann bendir á að verkefni HSÍ við að finna landsliðsþjálfara sé stórt og að þjóðin sé rík af góðum þjálfurum. Vísir hefur einnig rætt við tvo erlenda þjálfara, Svíann Michael Apelgren og Spánverjann Roberto Garcia Parrondo, sem báðir kváðust áhugasamir um að taka við landsliðinu. Snorri segir að á þessum tímapunkti sé alveg sérstaklega spennandi að taka við íslenska landsliðinu: „Þetta er frábært lið. Margir góðir leikmenn, á góðum aldri, svo það er spennandi að taka við landsliðinu núna. Ég held að allir geti verið sammála um það, þó að væntingarnar hafi kannski verið fullmiklar í janúar en samt nokkuð nærri lagi.“ Ekki viljað fylgja eftir áhuga að utan Árangur Snorra með Val, sem komst í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á kostnað liða úr frönsku og spænsku deildinni, hefur án vafa gert hann að spennandi kosti fyrir sterk félög á meginlandi Evrópu. Það virðist hins vegar ekki vera valmöguleiki sem Snorri er að velta fyrir sér að svo stöddu: „Ég hef ekki fengið nein tilboð [að utan] en maður stjórnar því svolítið sjálfur. Ég er með mjög skýra sýn á það hvernig ég vil gera hlutina og hverju ég hleypi inn á borð til mín. Mér líður vel á Íslandi ásamt konunni minni og börnunum, og það þarf mikið til þess að ég stökkvi af stað í dag. Ég hef því ekki gefið neitt rosalega mikið færi á mér. Jú, jú, það er einhver áhugi til staðar, en ég hef ekki viljað taka það neitt lengra. Ég hef náttúrulega verið mjög ánægður í Val, með það traust sem ég hef fengið þar, og auðvitað skemmir árangurinn ekki fyrir. Svo hefur Evrópudeildin sýnt að deildin hérna heima er betri en menn héldu, erfiðari en menn héldu, og mér finnst til dæmis óþarfi að fara héðan til að taka við verra liði en Val,“ segir Snorri. Valur Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Heiður að vera orðaður við íslenska landsliðið“ Spænski handknattleiksþjálfarinn Roberto Garcia Parrondo segist vera til í að ræða við HSÍ hafi sambandið áhuga á því að fá hann sem arftaka Guðmundar Guðmundssonar með karlalandsliðið. 24. febrúar 2023 07:31 Búinn að vinna alla leikina eftir vonbrigðin með Íslandi á HM Danska liðið Fredericia er heldur betur að njóta góðs að því að íslenski þjálfari liðsins hefur ýmislegt að sanna eftir erfitt heimsmeistaramót. 6. mars 2023 10:30 HSÍ ekki enn haft samband við neinn en þjálfaraleitin fer á fullt eftir Tékkaleikina HSÍ flýtir sér hægt í ráðningu á næsta þjálfara karlalandsliðsins í handbolta en vill vera búið að ganga frá þeim málum í haust. 2. mars 2023 11:27 Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. 1. mars 2023 08:01 Hver tekur við landsliðinu? Forráðamenn HSÍ standa nú frammi fyrir því krefjandi verkefni að finna nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. En hverjir eru líklegustu kandídatarnir? 23. febrúar 2023 09:01 Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
„Nei, það hefur enginn frá HSÍ heyrt í mér,“ svarar Snorri þegar blaðamaður gerir tilraun til að fá upp úr honum hvort að viðræður séu hafnar um að hann verði næsti landsliðsþjálfari. Hann hafi vissulega áhuga á stærsta starfinu í íslenskum handbolta, það hafi raunar lengi verið draumur, en telji ótímabært að ræða þann möguleika núna. „Þessi umræða fer ekkert alveg framhjá mér, ég skal alveg viðurkenna það, en hún hefur verið fullhávær fyrir minn smekk, miðað við að ekkert hefur gerst. En það er heiður að vera orðaður við þetta starf. Smá viðurkenning á einhverjum góðum verkum hjá mér. Að öðru leyti er ég nokkuð slakur yfir þessu og þessi törn hjá Val hefur gert að verkum að ég hef haft lítinn tíma til að velta þessu fyrir mér,“ segir Snorri sem stýrt hefur Val upp úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar með eftirtektarverðum hætti í vetur. Eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar í síðasta mánuði stýra þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson liði Íslands á morgun gegn Tékkum ytra, og í Laugardalshöll á sunnudaginn, sem og í leikjum gegn Ísrael og Eistlandi í apríl. Það eru síðustu fjórir leikirnir í undankeppni EM sem fer svo fram í janúar. „Allir hljóti að svara þessari spurningu játandi“ Til þess að Snorri stýri Íslandi á EM þyrfti að nást samkomulag við Val en um áramótin var tilkynnt að Snorri hefði framlengt samning sinn við félagið til sumarsins 2025. En hefði hann áhuga á að taka við íslenska landsliðinu strax í sumar? „Mér finnst erfitt að svara þessu þegar þetta er ekki orðið neitt áþreifanlegt. En ég skal viðurkenna það að það er draumur minn að þjálfa landsliðið. Alveg eins og það er draumur minn að þjálfa topplið í Þýskalandi eða Frakklandi, eða eitthvað svoleiðis. Og það var draumur fyrir mig að þjálfa Val,“ segir Snorri og bætir við: „Ég held að allir hljóti að svara þessari spurningu játandi en það þarf fleira að ganga upp. Það þurfa fleiri að koma að borðinu og allar forsendur að vera fyrir hendi. Á meðan að ekkert hefur átt sér stað er því erfitt á þessum tímapunkti að tjá sig um einhvern áhuga. Svarið mitt er bara svipað núna og þegar Gummi var ráðinn síðast. Það var alveg draumur fyrir mig þá að þjálfa landsliðið.“ Snorri Steinn Guðjónsson skrifaði undir nýjan samning við Val um áramótin, um að stýra liðinu til sumarsins 2025. Það útilokar þó ekki að hann taki við íslenska landsliðinu.vísir/Diego Snorri stýrði Val til deildarmeistaratitils síðastliðinn föstudag og hefur þar með landað síðustu sjö stóru titlum sem í boði hafa verið fyrir liðið hér á landi. Sem þrautreyndur landsliðsmaður veit hann sömuleiðis allt um hvernig það er að vera með miðpunktur athygli þjóðarinnar í janúar. „Hundrað prósent tilbúinn“ Snorri hefur þó aðeins þjálfað eitt lið, Val frá árinu 2017, en telur hann sig tilbúinn í landsliðsþjálfarastarfið í dag? „Ég er hundrað prósent tilbúinn í það. Það er kannski minn stærsti kostur og galli. Ég hef mikla trú á sjálfum mér sem þjálfara. Ég er mjög óhræddur í þessu og ófeiminn við að taka að mér verkefni,“ segir Snorri. Hann bendir á að verkefni HSÍ við að finna landsliðsþjálfara sé stórt og að þjóðin sé rík af góðum þjálfurum. Vísir hefur einnig rætt við tvo erlenda þjálfara, Svíann Michael Apelgren og Spánverjann Roberto Garcia Parrondo, sem báðir kváðust áhugasamir um að taka við landsliðinu. Snorri segir að á þessum tímapunkti sé alveg sérstaklega spennandi að taka við íslenska landsliðinu: „Þetta er frábært lið. Margir góðir leikmenn, á góðum aldri, svo það er spennandi að taka við landsliðinu núna. Ég held að allir geti verið sammála um það, þó að væntingarnar hafi kannski verið fullmiklar í janúar en samt nokkuð nærri lagi.“ Ekki viljað fylgja eftir áhuga að utan Árangur Snorra með Val, sem komst í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á kostnað liða úr frönsku og spænsku deildinni, hefur án vafa gert hann að spennandi kosti fyrir sterk félög á meginlandi Evrópu. Það virðist hins vegar ekki vera valmöguleiki sem Snorri er að velta fyrir sér að svo stöddu: „Ég hef ekki fengið nein tilboð [að utan] en maður stjórnar því svolítið sjálfur. Ég er með mjög skýra sýn á það hvernig ég vil gera hlutina og hverju ég hleypi inn á borð til mín. Mér líður vel á Íslandi ásamt konunni minni og börnunum, og það þarf mikið til þess að ég stökkvi af stað í dag. Ég hef því ekki gefið neitt rosalega mikið færi á mér. Jú, jú, það er einhver áhugi til staðar, en ég hef ekki viljað taka það neitt lengra. Ég hef náttúrulega verið mjög ánægður í Val, með það traust sem ég hef fengið þar, og auðvitað skemmir árangurinn ekki fyrir. Svo hefur Evrópudeildin sýnt að deildin hérna heima er betri en menn héldu, erfiðari en menn héldu, og mér finnst til dæmis óþarfi að fara héðan til að taka við verra liði en Val,“ segir Snorri.
Valur Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Heiður að vera orðaður við íslenska landsliðið“ Spænski handknattleiksþjálfarinn Roberto Garcia Parrondo segist vera til í að ræða við HSÍ hafi sambandið áhuga á því að fá hann sem arftaka Guðmundar Guðmundssonar með karlalandsliðið. 24. febrúar 2023 07:31 Búinn að vinna alla leikina eftir vonbrigðin með Íslandi á HM Danska liðið Fredericia er heldur betur að njóta góðs að því að íslenski þjálfari liðsins hefur ýmislegt að sanna eftir erfitt heimsmeistaramót. 6. mars 2023 10:30 HSÍ ekki enn haft samband við neinn en þjálfaraleitin fer á fullt eftir Tékkaleikina HSÍ flýtir sér hægt í ráðningu á næsta þjálfara karlalandsliðsins í handbolta en vill vera búið að ganga frá þeim málum í haust. 2. mars 2023 11:27 Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. 1. mars 2023 08:01 Hver tekur við landsliðinu? Forráðamenn HSÍ standa nú frammi fyrir því krefjandi verkefni að finna nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. En hverjir eru líklegustu kandídatarnir? 23. febrúar 2023 09:01 Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
„Heiður að vera orðaður við íslenska landsliðið“ Spænski handknattleiksþjálfarinn Roberto Garcia Parrondo segist vera til í að ræða við HSÍ hafi sambandið áhuga á því að fá hann sem arftaka Guðmundar Guðmundssonar með karlalandsliðið. 24. febrúar 2023 07:31
Búinn að vinna alla leikina eftir vonbrigðin með Íslandi á HM Danska liðið Fredericia er heldur betur að njóta góðs að því að íslenski þjálfari liðsins hefur ýmislegt að sanna eftir erfitt heimsmeistaramót. 6. mars 2023 10:30
HSÍ ekki enn haft samband við neinn en þjálfaraleitin fer á fullt eftir Tékkaleikina HSÍ flýtir sér hægt í ráðningu á næsta þjálfara karlalandsliðsins í handbolta en vill vera búið að ganga frá þeim málum í haust. 2. mars 2023 11:27
Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. 1. mars 2023 08:01
Hver tekur við landsliðinu? Forráðamenn HSÍ standa nú frammi fyrir því krefjandi verkefni að finna nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. En hverjir eru líklegustu kandídatarnir? 23. febrúar 2023 09:01
Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15